Fréttablaðið - 12.01.2004, Side 22
22 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR
ANNI FRIESINGER
Þjóðverjinn Anni Friesinger varð Evrópu-
meistari í skautahlaupi í gær.
Skautahlaup
Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar kvenna:
Toppliðin komust auðveldlega áfram
KÖRFUBOLTI Topplið 1. deildar
kvenna í körfubolta, ÍS og
Keflavík, komust um helgina
auðveldlega í undanúrslit bikar-
keppni KKÍ&Lýsingar en auk
þeirra höfðu lið KR og Hauka
tryggt sér sæti í 4 liða úrslitun-
um í síðustu viku. Haukar, sem
eru í 2. deild, slógu örugglega út
1. deildarlið Njarðvíkur en hin
þrjú liðin í undanúrslitunum eru
í þremur efstu sætunum í 1.
deildinni. ÍS vann Tindastól, 96-
24, á heimavelli sínum. Alda
Leif Jónsdóttir var með 23 stig
og 8 stoðsendingar á aðeins 19
mínútum, Hafdís Helgadóttir
skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og
varði 4 skot og Lovísa Guð-
mundsdóttir var með 10 stig og
9 fráköst. Hjá Tindastól skoraði
Hjördís Óskarsdóttir mest, 10
stig.
Hin 15 ára gamla Bryndís
Guðmundsdóttir var stigahæst í
stórsigri Keflavíkur á Þór en
Keflavík vann leik liðanna á Ak-
ureyri með 60 stiga mun, 109-49.
Bryndís skoraði 20 stig og þær
Birna Valgarðsdóttir og Marín
Rós Karlsdóttir skoruðu 16 stig
hvor. Þá var María Ben Erlings-
dóttir með 13 stig og Halldór
Andrésdóttir gerði 12. Hjá Þór
skoraði Fjóla Eiríksdóttir 11
stig og Bára Dröfn Kristinsdótt-
ir var með 10. Það vakti athygli
að 15 ára stelpur skoruðu 41 stig
fyrir Keflavíkurliðið í leiknum,
því Bryndís (20), María Ben (13)
og Bára Bragadóttir (8) voru all-
ar atkvæðamiklar í leiknum. ■
Finnski körfuboltinn:
Vassell rekinn en ráðinn aftur
KÖRFUBOLTI Kanadíski körfubolta-
maðurinn Keith Vassell, sem hef-
ur íslenskt ríkisfang og lék hér á
landi í nokkur ár með KR og
Hamri, leikur þennan vetur í
finnsku úrvalsdeildinni. Vassell,
sem fékk íslenskt rískisfang síð-
asta vor, hóf tímabilið með KTP
Kotka en þótti ekki standa undir
væntingum og var látinn fara nú
um áramótinn. Vasell lék 14 leiki
en var aðeins tvisvar sinnum í
byrjunarliðinu en hann var með
9,1 stig og 4,3 fráköst á 18,8 mín-
útum að meðaltali í leik en KTP-
liðið er í harðri toppbaráttunni í
Finnlandi (2. sæti sem stendur) og
varð á dögunum finnskur bikar-
meistari. Vassell skoraði 6 stig og
tók 4 fráköst á 18 mínútum í úr-
slitaleiknum en KTP skipti út
tveimur erlendum leikmönnum
fyrir nýja árið. Vassell var þó ekki
lengi að finna sér annað
lið því hann samdi í kjöl-
farið við Tarmo, sem er í
10. sæti í þessarri 14 liða
úrvalsdeild í Finnlandi.
Vassell er ekki löglegur
strax en hann er einn af
þremur nýjum erlend-
um leikmönnum sem
gengu til liðs við Tarmo
um áramótin og það er
greinilegt að mikið er
um breytingar á erlend-
um leikmönnum í
finnsku deildinni líkt og
í þeirri íslensku. ■
Pillupökkunarvélar til sölu
Til sölu talningavél,
lok-ásetningavél, miðaásetningavél
og mótttökuborð.
Vélarnar eru í góðu standi.
Mjög góður staðgreiðsluafsláttur
eða lánamöguleikar.
Til sýnis í samráði við Jón
í síma 588 4455.
Til sölu
BRYNDÍS SKORAÐI 20 STIG
Hin 15 ára gamla Bryndís Guð-
mundsdóttir skoraði í fyrsta
sinn 20 stig fyrir meistaraflokk
Keflavíkur.
KEITH VASSELL
Byrjaði aðeins inn á í 2 af 14
leikjum með KTP og var rek-
inn um áramótin.