Fréttablaðið - 12.01.2004, Síða 31

Fréttablaðið - 12.01.2004, Síða 31
MÁNUDAGUR 12. janúar 2004 Samkvæmt upplýsingum frá Hag-stofu Íslands deyja um það bil 1.800-1.900 manns hér á landi á ári hverju. Þeir sem fletta blöðunum hafa kannski tekið eftir því að óvenju mikið hefur verið um dánar- og jarðarfarartilkynningar nú í byrjun árs. Arnór L. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Útfararstofu kirkju- garðanna, segir enga eina skýringu vera að finna á þessari háu tíðni dauðsfalla. „Ég athugaði þetta á sín- um tíma og bar saman andlátstölur milli mánaða allt frá árinu 1984 til að kanna hvort andlát væru algeng- ari á einhverjum einum árstíma en öðrum,“ segir Arnór. „Það kom mér töluvert á óvart að enga fylgni var að sjá milli mánaða og tíðni dauðs- falla. Þetta virðist sveiflukennt og kemur í bylgjum. Síðustu þrjá mán- uði síðasta árs var til dæmis óvenju lítið um andlát en síðan breyttist það um áramótin og dauðsföll fyrstu viku janúarmánuðar eru töluvert fleiri en meðaltalið segir til um.“ Aðrar útfararstofur á höfuð- borgarsvæðinu hafa einnig fundið fyrir hárri tíðni dauðsfalla nú í byrjun árs og segjast margir ekki muna eftir annarri eins viku og þeirri síðustu. ■ Óvenjumörg dauðsföll á nýju ári Strákarnir í 70 mínútum erumeð langvinsælasta þáttinn á Popptívi samkvæmt nýrri könnun Gallups. Þeir Auddi og Sveppi eru með 7,5% uppsafnað áhorf í desember. Þátturinn er vin- sælastur í aldurshópnum 12-19 ára en næststærsti aðdáendahóp- urinn er 20-29 ára. Það sem kem- ur kannski helst á óvart í könun- inni er að um 1,4% 60-80 ára horfa á þáttinn. Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KIRKJUGARÐUR Dauðsföll virðast ekki vera algengari á einum árstíma en öðrum en tíðni dauðsfalla á fyrstu viku nýs árs virðist vera með því hæsta sem menn muna eftir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Rocky Úff, maður! Svona skyndikynna eftirmeðferð er eins og ættarmót! Maður þolir ekki þetta lið, maður á ekkert sameiginlegt með þeim, en samt er ætlast til þess að mað- ur umgangist það! Hvað þarf ég eiginlega að sitja hérna lengi og reyna að vera kurteis?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.