Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 4
4 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Ertu orðin þreytt(ur) á snjónum? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú út í sumar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 56,4% 43,6% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnunin aflétti í gær tímabund- inni veiðistöðvun loðnuflotans. Þann 14. janúar bannaði sjáv- arútvegsráðherra, að tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar, allar loðnuveiðar til 29. janúar. Bannið var sett á með fyrirvara um end- urmat Hafrannsóknastofnunar- innar. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur verið við mæl- ingar á loðnumiðunum síðan á sunnudaginn en leitarskip höfðu orðið vör við nýja göngu djúpt norðaustur af landinu. Í tilkynn- ingu frá Hafrannsóknastofnun- inni segir að mælingu sé enn ekki lokið. Endanlegt aflamark fyrir yfirstandandi vertíð verði ákvarð- að eftir að henni ljúki. Börkur og Beitir, skip Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, lögðu á miðin strax eftir hádegi í gær, skömmu áður en Hafrannsókna- stofnunin tilkynnti að banninu hefði verið aflétt. Þau voru komin á miðin í gærkvöld. „Ég hafði á tilfinningunni að það væri eitthvað að gerast og ákvað því að gera skipin klár strax í morg- un [gærmorgun],“ sagði Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri út- gerðar Síldarvinnslunnar. „Þau lögðu síðan úr höfn klukkan eitt. Ef banninu hefði ekki verið aflétt hefðum við að minnsta kosti liðkað skipin aðeins.“ Freysteinn sagði alveg ljóst að veiðibannið hefði valdið Síldar- vinnslunni tekjuskerðingu. Síð- ustu daga hefði loðnan verið átu- laus og heppileg til frystingar. Hann segist bjartsýnn á vertíðina fram undan. ■ OSLÓ Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að fleiri verði bjargað á lífi af áhöfn norska flutningaskipsins Rocknes, sem fórst undan ströndum Noregs síð- degis á mánudag. Í gærkvöldi höfðu björgunarmenn fundið lík þriggja skipverja, fimmtán var enn saknað og tólf hafði verið bjargað á lífi. Leitað hefur verið meðfram strandlengjunni og fannst lík eins skipverja um há- degisbilið í gær, hátt í sex kíló- metra frá flakinu. Skipafélagið Jebsen Manage- ment, sem gerir Rocknes út, hefur lagt fram beiðni um að haldin verði sjópróf í Noregi til að kom- ast að því hvað olli því að skipinu hvolfdi á lygnum sjó um hábjart- an dag. Að sögn eftirlifandi skip- verja tók skipið niðri eða rakst á sker. Gripið hefur verið til að- gerða til að koma í veg fyrir að olía sem lekið hefur úr skipinu valdi umhverfisspjöllum. Skipið, sem er aðeins þriggja ára, er 166 metrar á lengd og það stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Það er sérútbúið til að flytja möl og var á leið með fullfermi frá Björgvin til Emden í Þýska- landi. Í áhöfninni voru 24 Filippseyingar, þrír Hollendingar og einn Þjóðverji en skipstjórinn var Norðmaður. Norskur lóðs var um borð þegar skipinu hvolfdi í þröngu sundi skammt frá Björg- vin. Lóðsinn stökk niður af brún- ni þegar skipið tók að hallast og var honum bjargað um borð í þyrlu. Þremur filippeyskum vélstjór- um var bjargað á lífi sjö klukku- stundum eftir að skipinu hvolfdi. Björgunarmenn höfðu heyrt í þeim inni í vélarúmi skipsins og tókst að skera holu á skipsskrokk- inn til að bjarga þeim út. Vélstjór- arnir höfðu fengið yl frá vélinni og skiptust þeir á miðum við björgunarmennina til að gera grein fyrir líðan sinni. Þremenn- ingarnir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Eftir að vélstjórunum hafði verið bjargað út hættu að berast hljóð innan úr skipinu. „Við mun- um halda áfram að leita svo lengi sem það er einhver von, og jafn- vel lengur,“ sagði Birgit Sildnes, talsmaður norsku björgunar- mannanna. Björgunaraðgerðir voru mjög erfiðar vegna kulda og var þeim hætt síðdegis í gær. Áformað er að draga skipið til næstu hafnar og senda kafara inn í flakið til að leita að líkum skip- verjanna. bb@frettabladid.is SÆRÐUR Ísraelski hermaðurinn sem særðist í árás liðsmanna Hezbollah fluttur á sjúkrahús. Hefndarárás: Ísraelsmenn hefndu sín ÍSRAEL Ísraelskar orrustuþotur gerðu í gær loftárásir á skotmörk í suðurhluta Líbanons, degi eftir að liðsmenn skæruliðahreyfingar Hezbollah drápu ísraelskan her- mann og særðu annan í eldflauga- árás á jarðýtu við landamæri Líbanons í fyrradag. Talsmaður Hezbollah sagði að skotið hefði verið á jarðýtuna af því að hún hefði farið yfir landamæralínuna en talsmaður ísraelska hersins sagði að unnið hefði verið að því að hreinsa upp jarðsprengjur sem liðsmenn Hez- bollah hefðu komið fyrir Ísraels- megin við landamærin. Að sögn talsmenna ísraelska hersins var árásunum í gær beint að bækistöðvum Hezbollah í Bekadal, en engar fréttir höfðu borist af mannskaða. ■ SÝNINGIN AUGLÝST Listrænn stjórnandi þjóðminjasafnsins í Stokkhólmi hefur ákveðið að láta taka niður auglýsingaspjöld fyrir sýninguna „Making Differences“. Umdeild listasýning: Gífurleg aðsókn STOKKHÓLMUR Gífurleg aðsókn hef- ur verið að umdeildri sýningu á sænska þjóðminjasafninu í Stokk- hólmi eftir að sendiherra Ísraels vann skemmdir á einu listaverk- anna. Þegar safnið hafði verið opið í þrjár klukkustundir í gær höfðu yfir 650 gestir komið á sýn- inguna en um 300 manns heim- sækja safnið á venjulegum degi. Listaverkið samanstendur af litlum seglbáti sem flýtur á blóð- rauðu vatni en á seglinu er mynd af palestínskri konu sem gerði sjálfsmorðsárás í Ísrael. Listrænn stjórnandi safnsins hefur ákveðið að láta fjarlægja auglýsinga- spjöld með mynd af konunni en neitar að verða við beiðni ísr- aelskra stjórnvalda um að taka verkið niður. ■ NOREGUR Íslenskur starfsmaður á ferjunni Color Festival, sem sigl- ir á milli Hirtshals og Oslóar, hef- ur verið kærður fyrir að nauðga tveimur samstarfskonum sínum. Íslendingurinn er í haldi lögregl- unnar í Osló og var hann yfir- heyrður í gær. Maðurinn er 41 árs en fórnar- lömbin rúmlega tvítug. Mun hann hafa ráðist á aðra konuna um borð í ferjunni þar sem hún lá við bryggju í Osló aðfaranótt mánu- dags. Um 200 starfsmenn voru þá um borð en ekki liggur fyrir hvort gleðskapur stóð yfir. Hin nauðgunin átti sér stað fyrir um það bil viku, einnig í ferjunni. Skipstjóra Color Line bárust fregnir af árásunum snemma í gærmorgun og eftir að hafa rætt við hlutaðeigandi aðila ákvað hann að kalla til lögreglu. Helge Otte Mathisen, upplýsingafull- trúi skipafélagsins Color Lines, segist ekki hafa ástæðu til að draga frásögn kvennanna í efa þar sem Íslendingurinn hafi í orðsins fyllstu merkingu verið tekinn með buxurnar á hælunum. Hann mun jafnframt hafa verið undir áhrifum áfengis, sem sam- ræmist ekki reglum fyrirtækis- ins. ■ Tillaga Íslands samþykkt: Áhætta vegna áfeng- isneyslu HEILBRIGÐISMÁL Tillaga Íslands þess efnis að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) setji heil- brigða lífshætti efst á forgangs- lista sinn var samþykkt einróma á fundi framkvæmdastjórnar sam- takanna í gærmorgun, að því er segir í frétt frá heilbrigðisráðu- neytinu. Í tillögunni felst meðal annars að nú er hvatt til þess að menn beini á vettvangi heilbrigðismála- stofnunarinnar sjónum sínum meira að áfengisneyslu og áhætt- unni sem henni er samfara, ekki síst þar sem í hlut eiga börn, ung- menni og vanfærar konur. Sama gildir um áfengi og akstur og áfengisneyslu á vinnustöðum. ■ Tímabundinni veiðistöðvun loðnuflotans aflétt: Börkur og Beitir fóru strax á miðin KOMIN Á MIÐIN Skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lögðu á miðin strax eftir hádegi í gær, skömmu áður en Hafrannsóknastofnunin tilkynnti að banninu hefði verið aflétt. Orsakir slyssins eru ókunnar Óttast er að átján manns hafi farist þegar norska flutningaskipinu Rocknes hvolfdi undan ströndum Noregs. Orsakir slyssins eru ókunnar en skipafélagið Jebsen Management hefur lagt fram beiðni um sjópróf. HARÐUR ÁREKSTUR Á HRING- BRAUT Harður árekstur varð á gatnamóum Hringbrautar og Njarðargötu klukkan níu í gær- morgun. Engin slys urðu á fólki. Annar bíllinn ók í vesturátt eftir Hringbraut og beygði til vinstri inn á Njarðargötu. Við það skall hann á öðrum sem ók í gagn- stæðri átt eftir Hringbraut. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fjarlægðir með kranabíl. FLAK ROCKNES Norska flutningaskipið Rocknes liggur á hvolfi í þröngu sundi við Björey á vesturströnd Noregs. Íslendingur í haldi norsku lögreglunnar vegna nauðgunar: Tekinn með buxurnar á hælunum COLOR FESTIVAL Íslenskur skipverji á dönsku ferjunni Color Festival er í haldi norsku lögreglunnar, grunaður um að hafa nauðgað tveimur samstarfskonum sínum. SNJÓRUÐNINGSTÆKI BAKKAÐI Á BÍL Snjóruðningstæki bakkaði á kyrrstæðan bíl í Neskaupstað í gærmorgun. Bíllinn stóð við loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Hann skemmdist mikið en engin slys urðu á fólki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.