Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004 Námsflokkar: Fatasaumið vinsælt Eitt vinsælasta frístundanám íNámsflokkum Reykjavíkur er fatasaum. Tíu stunda nám- skeið í því er í uppsiglingu og fer kennsla fram á fimmtudagskvöldum. Það er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennt verður að taka upp einföld snið og sauma eftir þeim og kennari er Rut Bergsteinsdóttir. Það sem þátttak- endur þurfa að hafa með sér er efni, skæri, blý- antur og málband en saumavélar eru á staðnum. Verð á slíku námskeiði er 14.500 krónur. Fög sem lítið hefur ver- ið bókað í undanfarnar annir hjá Námsflokkun- um eru nú að sópa að sér nemendum. Má þar nefna japönsku, rússnesku, (fram- haldsnámskeið) og hebresku og er það til marks um það fjölmenningarþjóðfélag sem við lifum í. ■ Sköpun og mannrækt hjá Dramasmiðjunni: Að láta draum- inn rætast Dramasmiðjan er allsherjarleiklistarhús, rekið af Hlín Agnarsdóttur og Margréti Áka- dóttur. „Við fórum í gang í haust, en erum núna að hleypa þessu af stokkunum fyrir al- vöru,“ segir Hlín. Á vorönninni verða haldin átta námskeið, for- skóli í leiklist, ætlaður ungu fólki á aldrinum 18-25 ára, nám- skeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára, meðal ann- ars til að auka á félagslega hæfni þeirra, og námskeið fyrir fullorðna, 25 ára og eldri, meðal annars námskeiðið Leyndir draumar. Þeir eru nefnilega ótrúlega margir sem eiga sér leyndan draum um að stíga á svið, en hafa ekki þorað.“ Hlín segir að mikil eftirspurn sé eftir námskeiðum í raddþjálf- un, en fólk læri ekki bara radd- þjálfun á námskeiðunum, held- ur svo miklu miklu meira. „Þetta er í raun ekki síður kennsla í líkamsbeitingu, hreyfitjáningu, öndun og slök- un.“ Dramasmiðjan býður börn með „hegðunarvandamál“ sér- staklega velkomin, en í boði er sérstök þjálfun þar sem er unn- ið með tilfinningar og hegðun og tekið á félagslegri vanhæfni. „Þetta eru ekki bara leiklistar- námskeið til afþreyingar, heldur höfum við fléttað saman leiklist, sköpun og mannrækt.“ ■ Iðntæknistofnun: Kennslan löguð að hverri stétt Iðntæknistofnun hefur tekiðað sér að skipuleggja, byggja upp og reka litla skóla eða námsbrautir fyrir fag- og stéttarfélög, fyrirtæki og stofn- anir. Með því er komið til móts við þá sem vilja ráða ferðinni í fræðslumálum síns starfsfólks og fjármagna hana en hafa ekki hug á að reka slíka starfsemi í eigin ranni. Skólinn eða náms- brautin verður sjálfstæð eining sem getur síðan verið staðsett hvar sem er. Í viðskiptalífinu nefnist þessi aðferð „hýsing“ og er þekkt þar en nýjung á fræðslusviðinu. Verkefnisstjóri er Martha Árnadóttir og hún lýsir þessu svo: „Námsbrautirn- ar geta innihaldið hvaða fræðslu sem er. Fyrirtækið sem stendur á bak við þær ákvarðar það og kennslan verður aðlöguð þeirri stétt sem á að njóta henn- ar, bæði á fagsviði og persónu- legu sviði.“ Martha segir nám í undirbún- ingi sem stéttarfélagið Efling hafi átt frumkvæði að. Það verði miðað að þörfum þjón- ustuliða sem sinni ræstingum og ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækja. ■ VIÐ SAUMAVÉLINA Sumir kjósa að sauma fötin sjálfir. HLÍN AGNARSDÓTTIR Býður ásamt Margréti Ákadóttur upp á fjölda námskeiða fyrir börn og fullorðna í Dramasmiðjunni, sem er allsherjar leiklist- arhús. Van tar þ ig se ðla fyrir skó labó kum ? Íslan dsba nki v eitir 20 b ókak aupa styrk i á v orön n. Þ að e ina s em þú þarf t að ger a er að s ækja um á is b.is/ nam sme nn f yrir 15. f ebrú ar og þ ú gæ tir fe ngið 15.0 00 k rónu r í va sann . Sæk tu u m n úna á is b.is/ nam sme nn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.