Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2004                 !! "#$%     & '(     ( )*                                                         !" #  $  %   &'          '(#)* '+ ()*,&')* - . /0***                       #  1 1                  2 -  3  #  %   &'          '0#'4 '5()*,&')* -  )'*** 6  +!       7   +             Sænsk rannsókn: Minna vændi STOKKHÓLMUR, AP Ný rannsókn sýnir að vændiskonum og karlhórum á götum sænskra borga hefur fækkað um 25 prósent síðan Svíar settu lög sem gera það refsivert að kaupa kynlíf. Um 2.500 manns seldu líkama sinn á götum helstu borga Svíþjóðar áður en lögin tóku gildi árið 1999. Síðan hefur þessa tala lækkað um 500 til 1.000, að sögn Svens-Axels Mänsson, prófessors í félagsfræði við Gautaborgarháskóla. Mänsson byggir niðurstöður sínar á viðtölum og upplýsingum frá lögreglu og fé- lagsráðgjöfum. „Það er enginn vafi á því að götuvændi hefur dregist sam- an, þó ekki liggi fyrir nákvæmar töl- ur um fjölda þeirra sem selja sig,“ segir Mänsson. ■ Friðrik prins: Fær 167 milljónir á ári KAUPMANNAHÖFN Danska ríkisstjórn- in ætlar að hækka lífeyri Friðriks krónprins úr sem svarar tæpum fimmtíu milljónum íslenskra króna á ári í um 167 milljónir. Búist við því að meirihluti þingmanna muni styðja tillögu ríkisstjórnarinnar þegar hún verður lögð fyrir danska þingið. Friðrik þarf að reka sitt eigið heimili þegar hann hefur gengið að eiga unnustu sína Mary Donaldson í maí. Danska ríkisstjórnin ákveður lífeyri hans með hliðsjón af áætluð- um útgjöldum þeirra tveggja. Danska konungsfjölskyldan greiðir enga leigu fyrir þær hallir sem hún býr í og fær fé frá ríkinu til að greiða starfsmönnum laun, sjá um viðhald, reka heimili og fara í ferðalög. ■ Mijailo Mijailovic, meintur morðingi Önnu Lindh: Grunaður um fleiri morð SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan rann- sakar hvort Mijailo Mijailovic, sem játað hefur morðið á utanrík- isráðherranum Önnu Lindh, kunni að hafa framið fleiri óupplýst ódæðisverk. Meðal annars er ver- ið að athuga hvort hann hafi átt hlut að máli þegar 77 ára gamall maður var stunginn til bana í nóv- ember 2002. Maður vopnaður hnífi réðst á gamla manninn þegar hann var á leið heim úr kirkju snemma kvölds í Skärholmen í Stokkhólmi. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst lögreglunni ekki að upplýsa morðið en ýmislegt þótti benda til þess að geðsjúkur maður hefði verið að verki. Að sögn Dagens Nyheter hafa kunningjar Mijailovics sagt frá því að hann hafi oft verið á ferð á þessu svæði vopnaður hnífi. Mijailovic mun hafa sagt að hann óttaðist að sér væri veitt eftirför og hann væri reiðubúinn að stinga annað fólk. Kunningjar hans segjast eitt sinn hafa tekið af honum eldhúshníf. Leigubílstjórinn sem ók Mijailovic heim eftir að hann réðst á Önnu Lindh hefur greint frá því að hann hafi sýnt sterk viðbrögð þegar þeir óku um Skärholmen. ■ HJÓNALEYSI Friðrik krónprins heldur á regnhlíf yfir unn- ustu sinni Mary Donaldson í brúðkaupi systur hennar í Hobart á Tasmaníu. MIJAILOVIC Í RÉTTARSALNUM Teikning af Mijailo Mijailovic í réttarsalnum í Stokkhólmi. Verjandi hans, Peter Althin, situr honum á hægri hönd. Stórútsala Spari og samkvæmisfatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.