Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 26
■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 5532075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Dagskrá í Salnum á afmæli Jóns úr Vör þar sem greint er frá niður- stöðum úr ljóðasamkeppni á vegum Lista- og menningarráðs Kópavogs. Upplestur, tónlistarflutningur, léttar veit- ingar. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Stefán Ingi Stefánsson, nýráðinn framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, heldur fyrirlestur um starf UNI- CEF, stofnun og markmið íslensku landsnefndarinnar á Félagsvísindatorgi í Þingvallastræti 23, stofu 14, í dag. ■ ■ FUNDIR  20.00 Kristileg skólasamtök (KSS) standa fyrir kynningarfundi á svokölluðu Alfa námskeiði í kvöld í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28. Námskeiðið sjálft hefst í næstu viku, fjallar um grunnatriði kristinnar trúar og leitast við að svara spurningunni um tilgang lífsins. Allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 JANÚAR Miðvikudagur Dagurinn í dag er fæðingardagurJóns úr Vör, sem er eitt merk- asta ljóðskáld Kópavogsbúa. Til þess að heiðra minningu hans hefur Kópa- vogsbær staðið fyrir árlegri ljóða- samkeppni og opinberað úrslitin á fæðingardegi Jóns í Salnum, tónlist- arhúsi Kópavogs. „Það voru félagar í ritlistarhópi Kópavogs sem áttu þessa hugmynd, að halda ljóðasamkeppni í minningu Jóns úr Vör,“ útskýrir Sigurbjörg Hauksdóttir, ritari Björns Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra tóm- stunda- og menningarráðs Kópa- vogs. „Keppnin heitir Ljóðstafur Jóns úr Vör þar sem hann var Kópa- vogsbúi og ljóðskáld og það er verið að heiðra minningu hans og halda í arfinn.“ Dagskráin hefst með því að Sig- urrós Þorgrímsdóttir, formaður Lista- og menningarráðs, setur sam- komuna. Hjörtur Pálsson les upp ljóð. Þá minnist bæjarstjórinn í Kópavogi, Sigurður Geirdal, Jóns. Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari flytja nokkur lög. Formaður dómnefndar, Matthías Johannessen, skáld og fyrrum rit- stjóri Morgunblaðsins, gerir síðan grein fyrir niðurstöðum nefndarinn- ar og formaður Lista- og menningar- ráðs afhendir verðlaunin. Auk Matthíasar eiga sæti í dómnefnd þau Olga Guðrún Árnadóttir og Skafti Þ. Halldórsson. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar. Um 300 ljóð bárust keppninni í ár og má því búast við því að Salurinn verði fullur af ljóðskáldum, þó þau beri það ekkert endilega utan á sér. „Það skila allir undir dulnefni þannig að við vitum ekkert hverjir eru að senda okkur ljóð. Umslagið með nafni viðkomandi er opnað eftir að ljóst er hvaða ljóð vann.“ Þrjár viðurkenningar voru afhent- ar í fyrra en enginn ljóðstafur. Fyrsta árið var það Hjörtur Pálsson sem fékk Ljóðstafinn eftirsótta en í ár verður afhentur ljóðstafur og tvær viðurkenningar. Verðlaunin eru veg- leg. „Þetta er göngustafur Jóns úr Vör sem búið er að setja skjöld á. Þar í eru grafin nöfn þeirra sem fá hann þar sem þetta er farandgripur. Svo eru afhent peningaverðlaun upp á 300 þúsund krónur fyrir sigurvegarann og 100 þúsund fyrir viðurkenningarn- ar,“ uppljóstrar Sigurbjörg. ■ ■ LJÓÐ Fullur Salur af leyniskáldum Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson Einleikari ::: Sigurgeir Agnarsson Johannes Brahms ::: Tilbrigði um stef eftir Joseph Haydn Joseph Haydn ::: Sellókonsert í C-dúr Modest Músorgskíj ::: Nótt á Nornagnípu Sergej Rakhmanínov ::: Vocalise Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1812, forleikur FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR KL. 19:30 FÖSTUDAGINN 23. JANÚAR KL. 19:30 VALINKUNN VERK AF VINSÆLDALISTA ALDANNA LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR Þessi glæsilegi farandstafur verður afhentur sigurvegara kvöldsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.