Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. TENNISNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Í SPORTHÚSINU! Byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Verð frá 7500 kr. Tennisnámskeið fyrir börn 7-10 ára á sunnudögum. Litli Tennisskólinn fyrir 4-6 ára kl. 12:00 á sunnudögum. Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis í vetur. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030. Nýtt fyrir skapandi börn! Vetrarnámskeið í teikningu og keramikmálun. Vikulegir tímar í sex vikur. Laugardagar kl.11-13: 9-11ára. Mánudagar kl. 18-20: 13-15ára. Námskeið hefjast 7.og 9. febrúar. Aðeins kr. 8.500. Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is Námskeið um Passíusálmana með Jóni Bö: Vill enda fyrirlestra- ferilinn á Hallgrími Ég hef lengi ætlað mér aðenda minn fyrirlestraferil á því að útskýra Passíusálmana. Þótt sálmarnir séu lesnir í út- varpi á hverju ári á föstunni hef ég undrast að þeir eru aldrei skýrðir. Því fara þeir dálítið inn um annað eyrað og út um hitt hjá mörgum,“ segir fræðaþulurinn Jón Böðvarsson. Nú verður hann með tíu kvölda námskeið á veg- um Endurmenntunarstofnunar HÍ um þessi trúarljóð Hallgríms Péturssonar. Það hefst 2. febrú- ar og stendur til 5. apríl. Jón seg- ir sálmana afskaplega vel orta og alla með sama mynstri. „Sálmarnir eru samdir eftir fyrir fram gerðri áætlun, upp úr þýskum hugvekjum er Hall- grímur mun hafa kynnst í barn- æsku hjá föður sínum sem var hringjari við Hóladómkirkju. Þeir eru þrískiptir. Fyrst er ritn- ingargrein sem Hallgrímur um- breytir í ljóð, síðan kemur út- legging hans á ritningargrein- inni og að lokum hugleiðing eða bæn.“ Þar sem sálmarnir eru 50 talsins verður farið yfir fimm að meðaltali á kvöldi. Samt segir Jón enga reglu verða á því. „Ég get ekki tekið alla jafn nákvæmt fyrir heldur mun fara betur ofan í vissa sálma en aðra,“ segir hann. Hann kveðst munu styðj- ast við skrif Magnúsar Jónsson- ar, guðfræðiprófessor og alþing- ismanns, um sálmana auk þess að bæta ýmsu við. „Magnús sinnti öllum trúarlegum kveð- skap Hallgríms vel og ritaði ævisögu hans í tveimur bindum. Skýringar hans verða kjarninn í mínum útleggingum,“ segir Jón. Þekktar eru fróðleiksferðir Jóns Bö á söguslóðir Íslendinga- sagna. Í tengslum við þetta nám- skeið verður farið að Saurbæ í Hvalfirði og suður að Hvalsnesi. Í ferðinni mun Jón upplýsa nem- endur sína um heim Hallgríms, bæði trúarlegan og veraldlegan, því hann var ekki einungis guðs- maður heldur líka handverks- maður og kersknisskáld. ■ Nemendur Leiðsöguskóla Íslands: Útskrifaðir eftir nýrri námsskrá Leiðsöguskóli Íslands hefur út-skrifað gönguleiðsögumenn í fyrsta sinn eftir nýrri námsskrá. Útskrifuðust sextán gönguleið- sögumenn frá Leiðsöguskóla Ís- lands í Kópavogi eftir tveggja missera nám í bók- og verklegum fræðum. Auk þessara sextán luku tólf nemendur eins misseris diploma-námi í gönguleiðsögn. Ný námsskrá gönguleiðsögu- náms var unnin fyrir nokkru í samráði við færustu gönguleið- sögumenn landsins sem einnig kenna hluta námskeiðsins. Ferða- skipuleggjendur eiga nú kost á því að ráða til sín fólk sem hefur verið prófað í tungumálum og hefur sértæka menntun í ferða- mennsku í óbyggðum, svæðalýs- ingum, hópstjórn og samskiptum, veðurfræði og jöklum, sögu lands og þjóðar, jarðfræði, bókmennt- um, ferðaþjónustu, dýrafræði og leiðsögutækni. ■ HÓPURINN Nemendur ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra, Margréti Friðriksdóttur, skólastjóra Leiðsöguskólans, og Stefáni Helga Valssyni, fagstjóra Leiðsöguskólans. M YN D /S TE FÁ N H EL G I V AL SS O N JÓN BÖÐVARSSON Hefur þótt vanta skýringar á Passíusálmunum til þessa. Námskeið um skjalastjórnun Skipulag og skjöl ehf. gangast fyrir námskeiðinu Inn-gangur að skjalastjórnun. Farið er í grunnhugtök skjala- stjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjala- áætlun og skjalalykil. Skjalastjórnun er kynnt á námskeið- inu sem liður í samkeppnisforskoti fyrirtækja. Fjallað er um íslensk lög er varða skjalastjórnun. Kennari er Sigmar Þormar M.A. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. febrúar frá kl. 9 til 13 og er öllum opið. Skráning og nánari upplýsingar er í síma 564 4688 og 695 6706 eða á netfanginu skipulag@vortex.is. Nánari upplýs- ingar á www.skjalastjornun.is. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.