Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 12
12 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Asía NÝJASTA TÍSKA Franski tískuhönnuðurinn Stephane Sauni- er sýndi þetta skemmtilega „flugnanet“ á tískusýningu í París í gær þar sem nýjasta vor- og sumartískan var sýnd. Þrjátíu hús jöfnuð við jörðu: Hundruð manna heimilislaus RAFAH Ísraelskar jarðýtur jöfnuðu við jörðu þrjátíu íbúðarhús og eina mosku í palestínsku flótta- mannabúðunum í Rafah á Gaza- ströndinni, að sögn palestínskra embættismanna. Ísraelski herinn segist aðeins hafa eyðilagt þau hús sem skotið var úr að ísraelsk- um hermönnum. Palestínskir embættismenn segja að um 400 manns hafi misst heimili sín. Að sögn sjónarvotta reyndu íbúarnir árangurslaust að fá Ísraela til að gefa sér tíma til að bjarga eigum sínum út úr húsun- um. Ísraelar hafa jafnað við jörðu hundruð bygginga í flóttamanna- búðunum í Rafah síðan átökin blossuðu upp að nýju fyrir rúm- lega þremur árum. ■ Beðið svara Annans Bandarísk og írösk stjórnvöld hafa óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi fulltrúa sína til Íraks til þess að kanna hvort hægt verði að efna til almennra kosninga í landinu áður en fyrir- hugað valdaframsal fer fram í lok júní. Kofi Annan hefur beðið um frest til þess að meta stöðuna. Sameinuðu þjóðirnar íhuga núað senda fulltrúa sína til Íraks til þess að kanna hvort hægt verði að efna til almennra kosninga í landinu áður en fyrir- hugað valdaframsal fer fram í lok júní. Þetta kom fram eftir fund Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, með Paul Bremer, landstjóra Banda- ríkjamanna í Írak, og leiðtogum íraska framkvæmdaráðsins í höfuðstöðvum SÞ í New York á mánudaginn. Fundurinn var haldinn eftir að tugir þúsunda sjíamúslima, sem eru í meirihluta í Írak, höfðu mótmælt áætlunum Bandaríkjamanna á götum Basra og Bagdad, en áætlunin gerir ráð fyrir því að héraðs- og sveitarstjórnir, sem Bandaríkja- menn skipuðu sjálfir, skipi bráðabirgðastjórn fyrir lok maí. Hún taki síðan við völdum í lok júní, en almennar kosningar fari ekki fram fyrr en í lok næsta árs. Annan tekur sér frest Leiðtogar sjíamúslima krefj- ast þess aftur á móti að almenn- ingur kjósi bráðabirgðastjórn- ina og í bréfi sem Hojat Alsafi, næstæðsti klerkur sjíamúslima í Írak, sendi þeim Bush Banda- ríkjaforseta og Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, varar hann við því að ef Írakar fái ekki að kjósa til sinna eigin stofnana sjálfir í almennum kosningum dragist bandamenn inn í stríð sem þeir geti ekki unnið. Hann sagði einnig að núverandi áætl- un Bandaríkjamanna snerist meira um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en hagsmuni Íraka. Annan sagði í gær að formleg ákvörðun hefði ekki enn verið tekin um hvort sendinefnd yrði send til Íraks en að ákvörðunar væri að vænta fljótlega eftir frekari viðræður. Hann sagði að fyrst þyrfti að tryggja öryggi sendifulltrúanna, sérstaklega í ljósi sprengjuárásarinnar við aðalbækistöðvar bandaríska hersins í Bagdad á sunnudaginn, en að sögn íraska heilbrigðis- ráðuneytisins fórst 31 í árásinni, aðallega íraskir borgarar, og meira en 120 slösuðust. Verkefnið er mjög brýnt Að sögn Annans óskuðu bæði bandarísk og írösk stjórnvöld eftir aðstoð Sameinuðu þjóð- anna, en bandarísk stjórnvöld hafa ítrekað leitað eftir því við Annan að Sameinuðu þjóðirnar taki aftur til starfa í Írak eftir að hafa flutt allt starfslið sitt á brott frá landinu eftir sprengju- árás á höfuðstöðvar samtakanna í Bagdad í ágúst. 23 fórust í árásinni, þar á meðal Sergio Vieira de Mello, sérstakur sendifulltrúi Annans í Írak. „Ég hef óskað eftir nánari upplýsingum í smáatriðum um alla þætti verkefnisins og þegar við höfum fengið þær upplýs- ingar sem við þurfum munum við taka ákvörðun,“ sagði Annan en viðurkenndi að verkefnið væri mjög brýnt og sagðist von- ast eftir skjótri ákvörðun. „Við megum ekki rasa um ráð fram og taka rangar ákvarðanir í upphafi ferðar því þá gætum við lent í vandræðum þegar við tökum næsta skref,“ sagði Ann- an og bætti við að hann gerði sér vel grein fyrir mikilvægi að- stoðar Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Öryggisráðsins Fulltrúar Öryggisráð SÞ, sem funduðu með Kofi Annan á mánudaginn, lýstu yfir stuðningi við beiðni Bandaríkjamanna og fulltrúa íraska framkvæmda- ráðsins en sögðust virða óskir Annans um tíma til þess að skoða stöðuna. Þeir sögðust vonast til þess að Annan samþykkti beiðn- ina um leið og hann hefði verið sannfærður um öryggi sendifull- trúanna. „Ég á von á því að gengið verði að hans kröfum um örygg- isgæsluna,“ sagði Jean Marc de la Sabliere, sendiherra Frakka. „Það er áríðandi fyrir alla að bráðabirgðastjórn, sem sátt er um, taki við völdum í Írak sem fyrst,“ sagði la Sabliere. Að sögn Adnans Pachachi, forseta íraska framkvæmda- ráðsins, var almennur vilji fyrir því á fundinum með Annan að væntanlegri sendinefnd Sam- einuðu þjóðanna yrði einnig falið það verkefni að ná sáttum um framkvæmd valdaframsals- ins og leggja fram drög að sam- komulagi. „Við verðum að sýna samningsvilja og finna leiðir til þess að ná sáttum og til þess að okkur takist það er þátttaka Sameinuðu þjóðanna í sátta- ferlinu nauðsynleg,“ sagði Pachachi. Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki viljað ljá máls á því að bráðabirgðastjórnin verði kosin í almennum kosningum, til þess sé tíminn of naumur. Eftir fundinn á mánudaginn sagði Paul Bremer aftur á móti að sú spurning ætti fullan rétt á sér. „Þátttaka Sam- einuðu þjóðanna hefur mikið að segja og opnar nýja möguleika,“ sagði Bremer. ■ Loftárás í Afganistan: Ellefu létust AFGANISTAN Ellefu afganskir borgarar, þar af þrjár konur og fjögur börn, létu lífið þegar bandarísk herþyrla gerði sprengjuárás á smáþorpið Sag- hath í Oruzgan-héraði í suður- hluta Afganistans á sunnudaginn. Daginn áður hafði bandarísk hersveit leitað talíbana í þorpinu og sagðist Abdul Rahman héraðs- stjóri ekki vita af hverju árásin var gerð. „Þetta voru eingöngu þorpsbúar en ekki talíbanar,“ sagði Rahman. Haft var eftir talsmanni banda- ríska hersins í Afganistan að vopn hefðu fundist í einu húsinu í þorp- inu og það hefði vakið grunsemd- ir um að talíbanar væru þar í fel- um. ■ INDVERJAR SEMJA VIÐ RÚSSA Indverjar hafa gengið frá samn- ingi við Rússa um kaup á flug- móðurskipi og tólf orrustuþotum. Heildarkaupverðið er sem svarar um 112 milljörðum íslenskra króna. Áætlað er að skipið komi til Indlands árið 2008, að loknum gagngerum endurbótum. Indverj- ar eiga fyrir eitt breskt flugmóð- urskip. MATARÞJÓFAR TEKNIR AF LÍFI Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lát- ið taka fólk af lífi á almannafæri fyrir að stela mat, auk þess sem fjöldi manna hefur látist af völd- um næringarskorts í vinnubúð- um, að sögn Amnesty Inter- national. Samtökin saka stjórn- völd um að nota þann gífurlega matarskort sem er í landinu til að útrýma pólitískum andstæðing- um. SPRENGING Í EFNAVERKSMIÐJU Einn lést og að minnsta kosti 60 manns slösuðust þegar sprenging varð í efnaverksmiðju á eynni Jövu í Indónesíu. Talið er að um slys hafi verið að ræða. Mikill eldur kom upp í PT Petro Wi- dada-verksmiðjunni í kjölfar sprengingarinnar og áttu björg- unarmenn í miklum erfiðleikum með að nálgast slysstaðinn. RAFAH Íbúarnir reyndu að bjarga eigum sínum út úr húsunum áður en ísraelskum jarðýturn- ar jöfnuðu þau við jörðu. Fréttaskýring ERLINGUR KRISTENSSON ■ fjallar um valdaframsalið í Írak. ÁÆTLUN BANDARÍKJAMANNA Febrúar 2004 Bráðabirgðastjórnarskrá lögð fram. Maí 2004 Bráðabirgðastjórn skipuð. Júní 2004 Bráðabirgðastjórn tekur við völdum og framkvæmdaráðið lagt niður. Mars 2005 Stjórnarskrárnefnd skipuð til þess að semja nýja stjórnarskrá. Desember 2005 Ný stjórnarskrá tekur gildi; almennar kosningar og ný ríkisstjórn mynduð. KOFI ANNAN METUR STÖÐUNA Annan sagði í gær að formleg ákvörðun hefði ekki enn verið tekin um hvort sendinefnd yrði send til Íraks en að ákvörðunar væri að vænta fljótlega eftir frekari viðræður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.