Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 14
Svo að því sé haldið til haga erþað tilgangur flestra laga að vernda almenning fyrir stjórnvöld- um. Án skýrra laga er mikil hætta á að stjórnvöld brjóti gegn borgurun- um. Lög þurfa síðan að byggja á al- mennum ákvæðum stjórnarskrár til að hindra löggjafann í að klæð- skerasauma lög að þörfum tak- markaðra hópa í samfélaginu eða gegn hagsmunum annarra. Þetta fyrirkomulag á að vernda borgar- ana fyrir því að gengið sé gegn grundvallarrétti þeirra og að laga- setning fari ekki úr böndunum held- ur sé haldið innan marka til að vernda virkni samfélagsins sjálfs. Stundum virðist manni hins veg- ar að þessu sé öfugt farið. Að það séu stjórnvöld sem hafi fært okkur frelsið. Að maðurinn sé náttúrlega ósjálfráða en það fari síðan eftir innræti stjórnvalda á hverjum stað hversu mikið svigrúm hann fær til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt. Góð stjórnvöld veita einstak- lingunum nokkuð mikið svigrúm en verri stjórnvöld eru sparari á það. Síðan getur það gerst að góð stjórn- völd hafi látið góðmennsku sína blekkja sig um tíma og aukið svig- rúm einstaklinganna of mikið og of hratt. Þá er raunveruleg hætta á að einstaklingarnir búi ekki yfir nægj- anlegum þroska til að höndla aukið svigrúm og verða þá góðu stjórn- völdin að grípa inn í, takmarka svig- rúmið aftur og bíða um sinn með að auka það þar til einstaklingarnir hafa náð þroska til að skilja tilgang- inn með tilslökunum stjórnvalda. Svona hugmyndir um stjórnvöld minna um margt á hið menntaða einveldi. Í slíku samfélagi hefur frelsi einstaklinganna ekki gildi í sjálfu sér heldur er samfélagið met- ið út frá sjónarhóli hins menntaða einvalds. Hann er föðurímynd allra þegnanna og ber ábyrgð á þroska þeirra; hvetur þá til góðra verka en heldur þeim frá illum ráðagerðum. Hann verðlaunar þegnana með auk- inni ábyrgð og tilheyrandi frelsi þegar honum finnst þroski þeirra nægur. En honum ber líka að grípa inn í og herða tökin ef múgurinn virðist ætla að nýta frelsi sitt til óþroska. Þrátt fyrir að flest ríki Vestur- landa byggi á hugmyndum um frelsi einstaklinganna og rétt þeirra til að taka sjálfir ákvarðanir um flest er tengist lífi þeirra, búa þess- ar þjóðir allar við mikil afskipti ríkisvaldsins af öllum sviðum sam- félagsins – í raun mun meiri en var í ríkjum hinna menntuðu einvalda. Ástæða þess er sú þversögn að fólk vill helst kjósa menntaða einvalda í kosningum. Framboðið fyrir kosn- ingar snýst fyrst og fremst um menn og flokka sem bjóðast til að taka ákvarðanir fyrir fjöldann. Fáir bjóðast til að vernda rétt einstak- linganna. Og að lokum trúa einstak- lingarnir að stjórnvöld hafi fært þeim það frelsi sem þeir hafa en ekki tekið af þeim það frelsi sem þeir höfðu. ■ John F. Kerry, öldungadeildar-þingmaður frá Massachusetts, sigraði í forvali demókrata í Iowa í Bandaríkjunum. Iowa er fyrsta ríkið þar sem greidd voru atkvæði í vali demókrata um forsetafram- bjóðanda sinn. Í byrjun virtist íbúar Iowa ekki ætla að taka vel þessari fyrrum stríðshetju úr Víetnamstríðinu. Það breyttist hins vegar þegar Kerry mætti til leiks í Paramount-leikhúsinu með söngkonuna Carole King sér til halds og trausts. 1.800 manns fylltu leikhúsið og þegar King söng frægasta lag sitt, You've Got a Friend, sem hún sneri upp á Kerry, trylltist salurinn. Daginn eftir sýndi skoðanakönnun að hann hefði örlítið forskot fram yfir keppinaut sinn Howard Dean. Þegar upp var staðið vann Kerry afgerandi sigur, fékk 38 prósent atkvæða, sem er mun meira en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Kerry er stríðshetja úr Víetnamstríðinu. Hann hlaut á sínum tíma fimm heiðursmerki vegna vasklegrar framgöngu sinnar þar. Eftir að hann sneri heim frá Víetnam varð hann talsmaður hermanna sem voru andsnúnir stríðinu. Í baráttu sinni fyrir að útnefningu sem forsetaframbjóðandi demókrata vísar Kerry nokkuð oft til reynslu sinnar úr stríðinu og gagnrýnir stefnu Bush í málefn- um Íraks, þótt hann hafi í byrjun stutt stríðsreksturinn. Kerry starfaði um tíma sem saksóknari og þótti standa sig afar vel. Það var honum til álits- auka þegar hann sem sjálfstætt starfandi lögfræðingur eyddi gríðarmiklum tíma í að sanna sak- leysi manns sem hafði ranglega verið ákærður fyrir morð og hlot- ið lífstíðardóm. Kerry varð þing- maður árið 1984. John F. Kerry ber sömu upp- hafsstafi í nafni sínu og John F. Kennedy; JFK. Hann þykir hins vegar ekki hafa til að bera sömu persónutöfra og hinn látni forseti. Hann hefur verið gagnrýndur fyr- ir að vera hlédrægur og kuldaleg- ur. Framkoma hans þykir þó hafa mýkst og hann virkar mun léttari í lund en áður. Hann er kvæntur Theresu Heinz, tómatsósuerf- ingja, sem er ein af ríkustu konum Bandaríkjanna. Þau eiga tvær dætur. Næsta prófkjör demókrata verður í New Hampshire eftir viku. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um frelsi, almenning og stjórnvöld. 14 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það hefur lengi verið þjóðsagaað Íslendingar standi sig vel í menntamálum. Sú þjóðsaga hent- ar fyrst og fremst þeim flokki sem hefur haft lyklavöldin í menntamálaráðuneytinu í 18 ár af síðasta 21 ári. Tölurnar tala sínu máli. Íslensk stjórnvöld verja minna fé til há- skólanna en hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Færri útskrifast með framhaldsskóla- og háskólapróf en á hinum Norðurlöndunum. Mun meira brottfall úr fram- haldsskólum er hér á landi en víða annars staðar. Íslendingar rétt ná meðaltali í læsi á alþjóðavett- vangi og standa sig illa í alþjóð- legum TIMSS-könnunum. Hvernig erum við í saman- burði við aðrar þjóðir? Þar sem Íslend- ingar eru nú á sam- evrópskum vinnu- markaði er mikil- vægt að bera stað- reyndir saman við önnur lönd þegar rætt er um menntamál. Sam- kvæmt skýrslu OECD frá árinu 2003 veita íslensk stjórnvöld 0,8% af landsframleiðslu til háskóla- stigsins. Þrátt fyrir að Íslending- ar séu mun fleiri á skólaaldri en hinar Norðurlandaþjóðirnar verja þær hins vegar allt að helmingi hærra hlutfalli til sinna háskóla, um 1,2-1,7%. Ef íslensk stjórnvöld hefðu svipað hlutfall og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fengi háskólastigið um 4-8 milljörðum króna meira á ári en það fær nú. Ef opinber útgjöld til mennta- mála eru skoðuð með tilliti til hlutdeildar þjóðarinnar á aldrin- um 5 ára til 29 ára kemur í ljós að Ísland er einungis í 14. sæti af 28 OECD-þjóðum í framlögum til menntamála. Við erum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum, sem eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála þeg- ar tekið hefur verið tillit til ald- urssamsetningar þjóðanna. Aust- urríki, Belgía, Kanada, Frakk- land, Þýskaland, Ítalía, Nýja-Sjá- land, Portúgal og Sviss eru einnig fyrir ofan okkur. Á Íslandi hafa aðeins um 60% Íslendinga á aldrinum 25 til 34 ára lokið framhaldsskólaprófi og stöndum við öðrum þjóðum langt að baki. Á hinum Norðurlönd- unum er þetta hlutfall um 86%- 94%. Þetta þýðir að nánast annar hver Íslendingur hefur einungis grunnskólapróf. Við erum einnig langt á eftir þegar kemur að útskrift með há- skólapróf. Á Íslandi hafa 27% fólks á aldrinum 25 til 34 ára lokið háskólaprófi en á öðrum Norður- löndum er þetta hlutfall yfirleitt um 37%. Menntasóknar er þörf Það viðbótarfjármagn sem ríkisstjórnin telur sig hafa sett í menntamál undanfarin ár dugar ekki til að setja Ísland á stall með öðrum samanburðarþjóðum okkar. Fjármagnið, sem hefur að stórum hluta komið frá sveitarfé- lögunum, hefur fyrst og fremst farið í launahækkanir og að mæta að hluta fjölgun nemenda. Þetta aukafjármagn er því ekki hluti af meðvitaðri stefnumörkun stjórnvalda til að auka vægi menntunar. Sinnuleysi í þessum málaflokki er okkur dýrkeypt og hefur metn- aðarleysi Sjálfstæðisflokksins í menntamálum skaðað möguleika íslensks samfélags og þegna þess. Nú stendur Háskóli Íslands frammi fyrir gríðarlegum fjár- skorti sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur neita að koma til móts við. Þeirra eigið kerfi um að fjármagnið skuli elta nemend- ur er ekki uppfyllt og fjármagn fyrir allt að þúsund háskólanem- endur vantar. Við þurfum menntasókn í menntamálum. Samfylkingin vill leiða þá sókn enda vill hún vægi menntunar sem mest í verki en ekki einungis í orði. ■ GRÁTKÓRINN „Það er ekki langt síðan margir menn bentu á „óeðlilega samþjöppun“ í sjávar- útvegi og þótti uggvænlegt hvernig félög á borð við sjávar- útvegsarm Eimskipafélagsins stækkuðu. Nú þegar fyrir liggur að félagið hafi verið selt í hlutum til ýmissa aðila hafa þeir hinir sömu fundið að því að kaupend- urnir stóðu í rekstri í öðrum sveitarfélögum en þeim sem hin keyptu fyrirtæki eru staðsett í. Enginn hefur séð nokkra ástæðu til að fagna því að fyrra umkvört- unarefnið leystist af sjálfu sér.“ Snorri Stefánsson á frelsi.is BLAÐAMAÐURINN „Það væri líka gaman fyrir félaga í Blaða- mannafélagi Íslands að fá opin- bera skilgreiningu á því frá DV- mönnum, hverjir það eru að þeirra mati sem „mega“ nota tit- ilinn blaðamenn. Má undirritaður, sem hélt úti fréttariti á vefnum, t.d. ekki nota titilinn blaðamað- ur...eða bara meðan hann skrifaði á fréttaritið? Má undirritaður, sem skrifar enn greinar og viðtöl í blöð og tímarit, ekki titla sig sem blaðamaður af því að það er ekki sá hluti sem aflar honum megintekna?“ Steingrímur Sævarr Ólafsson á press.is. Um daginnog veginn ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ■ alþingismaður Sam- fylkingarinnar skrifar um menntamál. Eftirbátar, eftirbátar og eftirbátar ■ Af Netinu JOHN F. KERRY Kom, sá og sigraði í Iowa. Frelsið sem við fengum og frelsið sem við misstum ■ Íslensk stjórn- völd verja minna fé til há- skólanna en hinar Norður- landaþjóðirnar. Færri útskrifast með framhalds- skóla- og há- skólapróf en á hinum Norður- löndunum. Til hamingju! ÚTSALAN stendur yfir í 10 DAGA Í VIÐBÓT AF ÖLLUM VÖRUM Laugavegi 72 • sími 551 0231 50% afsláttur Maðurinn ■ John Kerry er sigurvegari í forvali demókrata í Iowa. John F. Kerry forseti?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.