Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Kristín Ómarsdóttir, skáld ogrithöfundur, hefur gert út- gáfusamning við Bókaútgáfuna Sölku og því sagt skilið við Mál og menningu, sem áður var útgefandi verka hennar. Páll Valsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, segir að skiptin séu gerð í góðri sátt allra viðkomandi og óskar Kristínu alls hins besta í framtíðinni. „Það er mikill fengur í því að fá þekktan höfund í fagurbókmennt- um,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, útgáfustjóri hjá Sölku. „Við höf- um ekki verið mikið i fagurbók- menntum hingað til en Kristín á sinn trygga lesendahóp sem við treystum á. Hún er svo fersk og hugmyndarík og hefur unnið sér inn viðurkenningu sem frumlegur höfundur og við erum stoltar af því að kynna hana hér hjá Sölku.“ Stefnt er að því að fyrsta skáld- saga Kristínar frá nýja forlaginu muni koma út í haust, en hún dvel- ur nú í Barcelona við ritstörf. Bókaútgáfan Salka segist leggja áherslu á bækur fyrir kon- ur, um konur og eftir konur og seg- ir Hildur að það að fá Kristínu til samstarfs sé hluti af þeirri stefnu. Aðspurð hvort fleiri muni bætast í hópinn segir hún að það séu alltaf einhverjar sem séu volgar. „En við tökum kannski ekki það margar, því við erum ekki það stórt forlag. Eftir því sem Salka verður stærri og búin að ná betri fótfestu á markaði myndast meira traust á okkur hjá höfundum og þá þora þeir frekar að koma til okkar.“ ■ Bókmenntir KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR ■ Dvelur nú erlendis við ritstörf. Fyrrum útgáfustjóri segir skiptin gerð í góðri sátt. ... fær Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir fyrir að taka hlutverk sitt í Chicago með trompi og léttast um 18 kíló til að komast í þrönga leikbúningana. Skáldkona til Sölku í dag Mínus segja stelpurnar gera hvað sem er fyrir kókaín Milljónaverk til dóttur Gunnars Birgissonar Lyfjarisarnir hafa af okkur milljarða Forum Politica „Varnarsamstarf Evrópusambandsins og Ísland" Politica félag stjórnmálafræðinema, Evrópusamtökin og Félag stjórnmálafræðinga bjóða til opins fundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi milli kl.12:00 & 13:00 Frummælandi: Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Hefur sagt skilið við Eddu og gert útgáfu- samning við Bókaútgáfuna Sölku. Fyrsta bók hjá nýju forlagi er áætluð í haust. Rocky Og svo segir kvenfólk að við get- um ekki gert nema einn hlut í einu! Pældíðí! Á morgun, fimmtudag, er fyrstidagur ársins 4701, samkvæmt kínverska dagatalinu. Þá er ár geitarinnar liðið undir lok og ár apans hefst. Í kvöld munu Kín- verjar víða um lönd hefja ára- mótafagnað, sem samkvæmt hefðinni endist í 15 daga, þar sem hver dagur býður upp á sérstaka ástæðu til að fagna. Dong Qing Guan hjá Heilsu- drekanum í Ármúla 17 ætlar að hefja áramótafagnaðinn með því að bjóða öllum í opið hús hjá sér í dag og kynna fyrir gestum kín- verskar heilsumeðferðir og leik- fimi. „Við ætlum meðal annars að kynna fyrir fólki kínverska hug- ræna teygjuleikfimi sem er róleg leikfimi með mikilli slökun og teygju. Hún er mjög góð til dæm- is við vöðvabólgu. Við verðum líka að kynna Tai Chi leikfimi og Kung Fu sem er gífurlega vinsæl. Suhong Zhang, Kung Fu-meist- ari, verður hjá okkur og sýnir æf- ingar. Svo verðum við með ráð- gjöf á staðnum. Ef fólk kemur og lýsir veikindum sínum getur það fengið ráð út frá kínverskum heilsumeðferðum við slíkum vandamálum.“ Qing segir heilsu- meðferðirnar byggja á gömlum kínverskum lækningaraðferðum en nútíma tölvutækni sé nú notuð til að hjálpa fólki. „Það verður allt kínverskt hjá okkur í dag, allt frá leikfimi til kínverskrar snyrting- ar.“ Sjálf ætlar Qing að borða góð- an mat í kvöld í tilefni áramót- anna með börnum og samstarfs- fólki. „Þetta verða bara rólegheit. Við verðum með kínversk kerti og lampa. Svo horfum við á kínversk- an áramótaþátt í sjónvarpinu í gegnum gervihnött.“ Það verður ekkert frí í tilefni áramótanna, þar sem hér á landi eru hefð- bundnir vinnudagar. „En við reyn- um kannski að fara aðeins fyrr heim úr vinnunni.“ ■ Sent heim: ÝSA Í KARRÍ Tilboðsverð 598 Hagfiskur - Lyngási 12 – S. 567 7033 www.hagfiskur.is kr kg SUHONG ZHANG Kung Fu-meistari mun sýna listir sínar fyrir gestkomandi í Heilsudrekanum í dag. Áramót ÁR APANS GENGUR Í GARÐ ■ Kínverjar á Íslandi munu fagna ára- mótunum í kvöld og Heilsudrekinn verð- ur með opið hús í dag í tilefni dagsins. Ári apans fagnað í beinni DONG QING GUAN Mun fagna komu árs apans í kvöld með fjölskyldu og samstarfsmönnum að kínverskum sið. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6. 1. 2. 3. Rocknes. Ár apans. 5. sæti. ...vorum bara ákveðnir að klára dæmið í seinni hálfleik og það tókst!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.