Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 20
20 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: syngjum@syngjumsaman.is Veffang: syngjumsaman.is Söngnámskeið fyrir unga og aldna, laglausa sem lagvísa! 4 vikna hópnámskeið fyrir byrjendur. Kennsla hefst 27. janúar. Regnbogakórinn framhald Dægurkórinn/Lengra komnir Kórarnir fara í tónleikaferðalag til Íslendingabyggða í Kanada í vor. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Meðleikari: Katalin Lörinz. Innritun í síma 517 5556 á skrifstofutíma LÍNUDANS FYRIR BYRJENDUR h a u s v e r k / 3 7 3 2 Frábær skemmtun! Góð leikfimi! Akoges salnum, Sóltúni 3, Reykjavík Innritun og upplýsingar: www.danssmidjan.is og í síma 862 4445 ...hjá Jóa dans og vinum hans! YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga Opni listaháskólinn: Vill koma af stað æði í listfræði Við ákváðum að leggja áhersluá listfræði á þessu skólaári,“ segir Sólveig Eggertsdóttir, for- stöðumaður Opna listaháskólans, sem gengst fyrir þremur nám- skeiðum nú á vorönn. Þótt skólinn sé fyrst og fremst endurmenntun- ardeild fyrir listamenn eru þessi námskeið sniðin að þörfum alls áhugafólks, að sögn Sólveigar. Reyndar kveðst hún helst vilja koma af stað listfræðiæði í stíl við Njáluæðið. „Við vitum að fólk þyrstir í fræðslu um listir og list- heimspeki, arkitektúr og hönnun því slíkt hefur ekki verið í boði í okkar grunn- og framhaldsskól- um, að minnsta kosti ekki til skamms tíma,“ segir hún. Fyrirlesarar á námskeiðunum eru allflestir kennarar við Lista- háskóla Íslands og Sólveig segir að fjallað verði um viðfangsefnin frá ýmsum sjónarhornum. Tíðarandi í hönnun og tísku nefnist eitt námskeiðið. Þar verð- ur saga myndmáls í hönnun, aug- lýsingum og tísku á seinni hluta 20. aldar rakin og sett í samhengi við þróun rokktónlistar og fleira. Umsjónarmenn eru Halldór Gíslason arkitekt og Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður. Annað námskeið heitir Arkitektúr og hönnun frá seinni heimsstyrjöld til samtímans og er í umsjón Péturs H. Ármannssonar arkitekts og Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuðar. Þriðja og lengsta námskeiðið nefnist Saga mynd- listar og listheimspeki á 19. og 20. öld. Það varð til í samvinnu við Listasjóð Pennans og naut mikilla vinsælda á síðasta hausti. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur heldur utan um það en margir koma að kennslunni. Sólveig efast ekki um að marg- ir vilji víkka sjóndeildarhringinn í listgreinum. „Ýmsir telja sig vanta forsendur til að njóta nú- tímamyndlistar og þarna gefst tækifæri til að efla skilning á henni og tengslum hennar við aðr- ar listgreinar. Þetta eru ákaflega skemmtileg fræði,“ segir hún sannfærandi. ■ Salsa fer sigurför um heiminn Stine og Reynold frá Kúbu halda 6 tíma Salsanámskeið fyrir börn (yngst 10 ára) unglinga og fullorðna. Sér tímar fyrir dömur. Aðstoðarkennarar verða Heiðar Ástvaldsson, Harpa Pálsdóttir og Erla Haraldsdóttir, sem öll hafa lært SALSA á Kúbu. Hann er svartur, hún er hvít. Þau eru frábærir dansarar og kennarar. Þau fá aðstoð frá íslensk- um topp kennurum, sem lært hafa Salsa á Kúbu. Áttu betra tækifæri á að læra Salsa? 26., 27., 28. og 29. janúar fjórum sinnum einn og hálfur tími. Pantaðu tíma í síma 551-3129 klukkan 16-22. Brautiholti 4 Sími 551-3129 47. starfsár SÓLVEIG EGGERTSDÓTTIR „Við vitum að fólk þyrstir í fræðslu um listir,“ segir hún sannfærð. Nemur umhverfisfræði: Heilasletturnar úr Ými Ég ætla mér að verða þúsund-þjalasmiður og umhverfis- þjóðfræðingur,“ segir Björk Bjarnadóttir hlæjandi þegar hún er spurð hvað hún ætli sér að verða. Hún er á lokasprettinum í meistaranámi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands. Á haustönn- inni var hún skiptinemi við há- skólann í Winnipeg í Kanada þar sem hún segir hafa verið einblínt á stjórnun náttúruauðlinda. Nám- ið í umhverfisfræðum í Háskólan- um segir hún hins vegar þverfag- legt og nefnir fög eins og um- hverfisefnafræði, vatns- og lofts- lagsfræði, siðfræði náttúrunnar, jarðfræði og lögfræði. „Um- hverfisfræðin snertir öll svið mannlífsins og því er gott að fólk komi inn í fagið úr öllum áttum,“ segir hún en kveðst vera eini þjóð- fræðingurinn í deildinni. „Þjóð- fræðin og umhverfisfræðin tengj- ast mjög skemmtilega,“ segir hún og útskýrir það nánar. „Þjóðsög- urnar gerast í umhverfi okkar, álagablettir, álfaborgir og huldu- fólksbyggðirnar eru allt í kringum okkur. Og hvað eru skóf- ir á steinunum annað en heila- sletturnar úr Ými?“ ■ BJÖRK BJARNADÓTTIR Upprennandi umhverfisþjóðfræðingur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.