Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 6
6 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69,27 -0,67% Sterlingspund 124,52 -0,20% Dönsk króna 11,57 -0,17% Evra 86,19 -0,16% Gengisvísitala krónu 119,33 -0,07% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 472 Velta 8.321 milljónir ICEX-15 2.322 0,84% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 364.334.300 Pharmaco hf. 258.486.603 Kaupþing Búnaðarb. hf. 237.754.893 Mesta hækkun Opin Kerfi Group hf 6,63 Samherji hf. 4,86 Flugleiðir hf. 4,84 Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn hf. -4,76 Kögun hf. -2,51 Pharmaco hf. -2,43 ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.547,2 -0,5% Nasdaq* 2.140,6 0,0% FTSE 4.499,3 -0,4% DAX 4.106,4 -0,8% NK50 1.418,6 0,1% S&P* 1.138,0 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir flutningaskipið semhvolfdi við Björey nærri Björgvin í Noregi? 2Kínverjar héldu upp á áramót í gær.Hvaða dýrategund er nýhafið ár kennt við? 3Hvaða sæti skipar breska knatt-spyrnuliðið Newcastle í bresku úrvals- deildinni? Svörin eru á bls. 30 Tillögur heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi: Grænt ljós á endurgreiðslur HEILBRIGÐISMÁL Hafin er vinna í heilbrigðisráðuneytinu á því hvernig skuli útfæra endur- greiðslur til sjúklinga sem greiddu fullt verð fyrir þjónustu sérfræðilækna meðan á kjara- deilu þeirra við Tryggingastofnun ríkisins stóð. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram tillögur sínar um slíkar endur- greiðslur á fundi ríkisstjórnar- innar í gær. Ríkisstjórnin gaf grænt ljós á tillögur ráðherra. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, sagði í gær að hraðað yrði vinnu við útfærslu á endurgreiðslunum í ráðuneytinu. Væri vonast til að þær lægju fyrir þegar líða tæki á vikuna. Hún sagði enn fremur að við endurgreiðslurnar beindust sjónir einkum að þeim sem hefðu minnst handa á milli. Hins vegar yrði hugað að því að koma með einhverjum hætti til móts við alla þá sjúklinga sem hefðu greitt fullt verð fyrir læknisverk meðan enginn samningur var í gildi milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar. ■ Langmest röskun hjá hjúkrunarfræðingum Röskun verður á starfi nær 150 hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi vegna sparnaðaraðgerða stjórnar spítalans. Hnífnum er brugðið á öll svið spítalans, þar með talinn nýjan barnaspítala svo og slysa- og bráðaþjónustu. HEILBRIGÐISMÁL Langmest röskun verður á störfum hjúkrunarfræð- inga af einstökum faghópum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi ef af fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum verður. Þær munu snerta rétt um 150 starfsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga með einum eða öðrum hætti. Tæplega 40 hjúkrun- arfræðingar munu láta af störfum á hinum ýmsu deildum, ýmist vegna uppsagna eða starfsloka án upp- sagnar. Næststærsti hópur starfsmanna sem störfum verður raskað hjá er læknar. Í þeirra hópi munu 24 hætta störfum, 5 vegna beinnar uppsagn- ar en hinir vegna starfsloka án upp- sagnar. Starfi 107 lækna verður raskað með þessum hætti eða með breytingum á vinnufyrirkomulagi. Í fyrirliggjandi niðurskurðartöl- um vekur athygli hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir til skamms tíma í senn. Í þessum hópi eru starfsmenn sem ekki kemur til beinna uppsagna hjá en verða ekki endurráðnir. Aðgerðirnar fyrirhug- uðu snerta störf 525 starfsmanna sem eru í 25 stéttarfélögum. Fjöl- mennustu hóparnir eru í Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélagi Íslands, Starfsmanna- félagi ríkisstofnana, Sjúkraliða- félagi Íslands og Eflingu. Áætlað er að ríflega 200 manns hætti störfum á spítalanum á þessu ári. Þá vekur athygli hversu mjög niðurskurðarhnífnum er beitt á nýj- um barnaspítala. Þar verður röskun á störfum tæplega 100 starfsmanna. Gert er ráð fyrir að þar af hætti 14 hjúkrunarfræðingar störfum á barnasviði, 3 læknar og 14 sjúkra- liðar. Slysa- og bráðasvið Landspítal- ans fer ekki varhluta af aðgerðun- um. Þar er gert ráð fyrir að breyt- ingar verði á störfum rúmlega 40 starfsmanna og 4 hætti. Fréttablaðið hefur áður greint frá miklum fyrirhuguðum sparnað- araðgerðum á geðsviði og stoðþjón- ustu spítalans. Gert er ráð fyrir að 12 starfsmenn á geðsviði láti af störfum. Þá er skorið niður í röðum starfsmanna innan Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa og Stéttar- félagi sálfræðinga. Hugmyndir um röskun á störf- um þeirra sem halda starfi sínu felast einkum í breytingum á vinnufyrirkomulagi, svo sem vöktum. Þá er nokkuð um lækkun starfshlutfalls og uppsagnir á yfirvinnu. Þessar aðgerðir eru liður í sparnaðaráformum stjórnar Land- spítala-háskólasjúkrahúss, en stjórnvöld hafa gert henni að ná sparnaði í rekstri upp á 1.500 millj- ónir króna. Til þess hefur stjórnin tvö ár. Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi uppsagnir enn, þar sem enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um fækkun starfa í kennslu- og vísindastarfsemi. Er talið að fækkunin þar geti numið allt að 10 ársverkum. jss@frettabladid.is Fiskifélag Íslands: Til Akureyrar FISKIFÉLAGIÐ Höfuðstöðvar Fiski- félags Íslands hafa verið fluttar frá Reykjavík til Akureyrar. Fé- lagið hefur frá stofnun árið 1911 verið í Reykjavík og lengst af unnið að margvíslegum verkerfn- um fyrir sjávarútveg og í nánu samstarfi við stjórnvöld. Fyrir fimm árum var gerð veruleg skipulagsbreyting og starfsem- inni eingöngu beint að sameigin- legum hagsmunum sjávarútvegs- ins. Þá hefur Fiskifélagið, í sam- vinnu við sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunina, ann- ast rekstur skólaskipsins Drafnar. Tveir starfsmenn fylgja félag- inu til Akureyrar en tveir starfs- menn í hlutastarfi verða um kyrrt í Reykjavík. ■ HÓLMI YFIR 90 PRÓSENT Hólmi, félag í eigu afkomenda Aðalsteins Jónssonar á Eskifirði, hefur eign- ast 92 prósenta hlut í Eskju. Í síð- ustu viku eignaðist Hólmi yfir 70 prósent í Eskju. Við það myndað- ist kaupskylda Hólma gagnvart öðrum hluthöfum. Við 90 prósenta mörkin myndast söluskylda ann- arra hluthafa í félaginu. HÆKKANIR ÁFRAM Hlutabréf héldu áfram að hækka í gær. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,84 prósent í gær. Hækkun hennar frá áramótum nemur nú 9,84 pró- sentum. SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR Útfærslum lokið fyrir helgi. HÓPUPPSAGNIR Yfirmenn starfsmannamála á Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa kynnt trúnaðarmönnum launþegasamtaka og stéttarfélaga fyrirhugaðar hópuppsagnir eins og gera ber samkvæmt lögum. Myndin var tekin þegar fulltrúar LSH kynntu fulltrúum BSRB aðgerðirnar. RÖSKUN HJÁ STARFSFÓLKI Á LSH Stéttarfélag Fjöldi Félag ísl. hjúkrunarfræðinga 147 Læknafélag Íslands 107 Starfsmannafélag ríkisstofnana 79 Sjúkraliðafélag Íslands 38 Efling 31 Félag geislafræðinga 17 Meinatæknafélag Ísl. 16 Stéttarfél. ísl. félagsráðgjafa 14 Stéttarfélag sálfræðinga 12 Bandalag háskólamanna 11 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 6 Starfsmannafél. Reykjav.-háskólafólk 4 Ljósmæðrafélag Íslands 9 Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga 6 Iðjuþjálfafélag Íslands 4 Félag ísl. náttúrufræðinga 3 Stéttarfélag bókasafns- og uppl.fræðinga 3 Stéttarfélag verkfræðinga 2 Tæknifræðingafélagið 1 Félag bókasafnsfræðinga 2 Lyfjafræðingafélag Ísl. 2 Tæknifræðingafél. Íslands 1 Tæknifræðingafélagið 1 Rafiðnaðarsamband Íslands 1 Þroskaþjálfafélag Íslands 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.