Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 10
10 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa ■ Evrópa SÚMÓKAPPAR Það var heldur betur tuskast á nýársmót- inu í súmóglímu sem fram fór í Tókíó í Japan í gær þegar þessir íturvöxnu glímu- kappar tókust á í söltum hringnum. SPRON-sjóðurinn stærsti menningar- og líknarsjóður landsins: Með sex milljarða höfuðstól SPRON-SJÓÐUR Stærsti menningar- og líknarsjóður landsins var stofnaður í vikunni, sjálfseignarstofnunin SPRON-sjóðurinn. Nýi sjóðurinn mun eignast það hlutafé í SPRON sem ekki rennur til stofnfjáreig- enda við umbreytingu SPRON í hlutafélag. Gangi fyrirætlanir um að breyta SPRON í hlutafélag eftir verður heildareign SPRON-sjóðsins 6 milljarðar króna. SPRON-sjóðurinn mun ráðstafa árlegri ávöxtun af höfuðstól sínum til menningar- og líknarmála í Reykjavík og nágrenni, auk þess sem honum er heimilt að ganga á höfuðstól sinn, þyki ástæða til. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn muni út- hluta um 300 til 400 milljónum króna árlega. Ætlast er til að styrk- veitingar skiptist sem jafnast milli líknar- og menningarmála. Sjö manna stjórn mun stýra sjóðnum en formaður hennar er Hildur Petersen, stjórnarformaður ÁTVR. Með henni í stjórn sitja Hildur Njarðvík lögfræðingur, Ágústa Hjartar, formaður stjórnar starfsmannafélags SPRON, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða Kross Ís- lands. ■ Vill stefna öllum sem áframsendu Rannsókn Kópavogslögreglu vegna ásakana á femin.is um misnotkun mótorhjólaklíku á 14 ára stúlku miðar hægt. Framkvæmdastjóri kvennavefsins segir að greininni hafi verið hent út. NETIÐ „Lögreglan hafði samband og spurði hvort við hefðum eitt- hvað sem hægt væri að rekja. Síð- an sagðist maðurinn ætla að út- vega sér heimild til að rekja upp- runann,“ segir Soffía Steingríms- dóttir, ritstjóri kvennavefsins femin.is, sem Sverrir Þór Einars- son, betur þekktur sem Sverrir Tattú, kærði til lögreglunnar í Kópavogi á dögunum. Kæran er vegna spjallþráðs á vefnum þar sem fram kom að 14 ára stúlka hefði verið feng- in til kynferðis- legra athafna um jólin og fengið að laun- um eiturlyf. At- burður þessi átti að hafa átt sér stað í húsi vél- hjólaklúbbsins Ýmis við Skemmu- veg í Kópavogi, sem lögreglan hefur reyndar vaktað undanfarna mánuði. Sverrir sór af sér meinta misnotkun og segist ekki hafa komið í klúbbinn um jólin. 18 ára sambýliskona hans tók í sama streng. Frásögnin af stúlkunni þar sem Sverrir var nafngreindur var tek- in út af spjallþræðinum. Soffía segir líklegast að frásögnin hafi verið afrituð úr tölvupósti inn á vefinn. Hún segir að lögmaður femin.is sé í sambandi við lögregl- una í Kópavogi vegna málsins. Sverrir Þór segist vera þess viss að móðir 17 ára stúlku sem dvaldi í nokkra daga um hátíðarn- ar hjá syni hans hafi viljað ná sér niðri á sér með því að láta söguna inn á vefinn. Hann segir að stúlk- an, sem er vinkona sambýliskonu hans, hafi komið með skjal til sín sem sýni að uppsprettan sé hjá henni. „Ég er búinn að láta lögregluna hafa nafn konunnar. Ég mun sækja þetta mál til enda og stefna öllum þeim sem áframsendu þennan póst,“ segir Sverrir en tölvupóstur með sögunni fór sem eldur í sinu um allt fyrir tveimur vikum. Konan sem um ræðir segir það af og frá að hún hafi samið grein- ina á femin.is. Hún segist aðeins hafa prentað greinina út af Netinu til að sýna dóttur sinni í hvers konar félagsskap hún væri komin. Lögreglan í Kópavogi hefur lít- ið viljað tjá sig um rannsókn máls- ins og vísaði á yfirlögregluþjón- inn Friðrik Björgvinsson, sem ýmist var sagður fjarverandi af vinnustað eða upptekinn og svar- aði ekki skilaboðum. rt@frettabladid.is Reyðarfjörður: Bechtel styrkir Verkmennta- skólann MENNTUN Verkfræðifyrirtækið Bechtel, sem annast mun byggingu álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði, hef- ur afhent Verkmenntaskóla Aust- urlands í Neskaupstað styrk sem nemur um 270.000 krónum. Pen- ingunum hefur verið varið til kaupa á tæknibúnaði fyrir skólann sem nýtist við stýrikennslu. Stýrikennslan, sem efla á í skólanum, snýr að uppsetningu, viðgerðum og hönnun á sjálfstýr- ingarbúnaði ýmiss konar sem orð- inn er allsráðandi í hvers kyns vélvirkjun, rafvirkjun og iðnaði. Nemendur starfsnáms áliðna munu sjá um uppsetningu tækj- anna og tengingarvinnu. ■ „Til þess þarf einhver að fara fram á dómsúr- skurð. Voðaskot: Sonurinn líktist villisvíni FLÓRÍDA, AP Karlmaður búsettur í Jacksonville í Flórída skaut fyrir mistök fjórtán ára gamlan son sinn til bana í veiðiferð. Sonurinn var með svarta skíðahúfu á höfði og hélt faðir hans að hann væri villigöltur. Unglingurinn Alex Plucknett lá í leyni í skurði í um 230 metra fjarlægð frá föður sínum þegar einn samferðamanna þeirra kall- aði „svín“. Faðir Alex, Dennis Plucknett, greip riffilinn sinn á lofti og skaut í átt að svartri veru sem hann taldi vera villisvín. Þeg- ar Plucknett kom að bráðinni ásamt sautján ára syni sínum fann hann Alex liggjandi andvana á jörðinni með skotsár í hnakkan- um. ■ Í FANGELSI FYRIR GRÓFT EINELTI Fimm starfsmenn hjá belgísku póstþjónustunni voru dæmdir í allt að 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að níðast stöðugt á samstarfsmanni sínum með þeim afleiðingum að hann svipti sig lífi. Belgíska póstþjónustan var dæmd til að greiða aðstand- endum hins látna sem svarar rúmum 20 milljónum íslenskra króna í bætur. CARLSBERG YFIRTEKUR HOL- STEIN Danski bjórframleiðand- inn Carlsberg hefur gert yfir- tökutilboð í þýska fyrirtækið Holstein. Tilboðið er upp á sem svarar yfir 90 milljörðum ís- lenskra króna. Carlsberg segist þegar hafa gengið frá samkomu- lagi um kaup á 51 prósents hlut í Holstein á hátt í tvöföldu mark- aðsverði en markmiðið sé að eignast 75 prósenta hlut í þýska bjórfyrirtækinu. SPRENGJA SPRAKK Í LYFTU Að minnsta kosti fjórir létu lífið og fjöldi manna særðist þegar sprengja sprakk í lyftu í skrif- stofubyggingu í miðborg Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Miklar skemmdir urðu á byggingunni, sem meðal annars hýsir trygging- afélagið Bulins. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér en talið er að glæpasamtök hafi verið að verki. FLUGI AFLÝST Í FRANKFURT Yfir níutíu flugferðum frá flugvellin- um í Frankfurt var aflýst vegna veðurs. Miklar tafir urðu á flugi um völlinn þar sem loka varð flug- brautum á meðan flugvallarstarfs- menn hreinsuðu burt ís og snjó. SPRENGJA SPRAKK VIÐ DÓMSHÚS Lítil sprengja sprakk fyrir utan mannlaust dómshús skammt frá Róm á Ítalíu. Enginn meiðsl urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á einu herbergi í dómshúsinu auk þess sem rúður brotnuðu í nærliggjandi verslun. Talið er að samtök stjórnleysingja hafi komið sprengjunni fyrir. Ísafjarðarbær: Vilja ráðstefnur og fundi vestur BYGGÐAMÁL Ísafjarðarbær og tuttugu þjónustuaðilar hafa hrint af stað verkefni sem er ætlað til þess að markaðssetja sveitarfélagið sem kjörstað til að halda ráðstefnur og fundi. Fréttavefurinn bb.is segir frá þessu og að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi verið kynntur þessi vilji bæjarbúa. Að verkefninu koma gistihúsaeig- endur, veitingamenn, rekendur fundarsala og Flugfélag Íslands. Ferðamálafulltrúi Ísfirðinga hefur að sögn bb.is með höndum að taka saman upplýsingar sem hægt verði að nota til að mark- aðssetja bæinn. ■ STJÓRN SPRON-SJÓÐSINS Eitt af fyrstu verkum stjórnar SPRON-sjóðsins verður að móta honum starfsreglur og stefnu í styrkveitingum. Ráðstöfunarfé sjóðsins verður 300 til 400 milljónir á ári. ÍSAFJARÐARBÆR Bærinn þykir kjörinn til fundarhalda. SVERRIR TATTÚ Kærði kvennavefinn femin.is fyrir óhróður og segist ætla að sækja bætur til allra sem áframsendu póstinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.