Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 24
24 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR SÓKNARHUGUR Sean Ervine frá Simbabve sækir að Ind- verjum í krikketlandsleik þjóðanna í gær. Krikket Áskorendabikar Evrópu: ÍBV leikur gegn Le Havre HANDBOLTI ÍBV leikur við franska félagið Le Havre A.C. í 16 liða úr- slitum Áskorendabikars Evrópu í kvennaflokki. Fyrri leikur félag- anna fer fram í Frakklandi 14. eða 15. febrúar og sá síðari í Vest- mannaeyjum viku síðar. Le Havre A.C. er sem stendur í þriðja sæti 1. deildar með 22 stig í átta leikjum. Félagið varð í fjórða sæti deildarinnar í fyrra á sínu fyrsta ári í efstu deild. Með félaginu leikur einn franskur landsliðsmaður, Laura Lerus-Orfevres. Hún lék sinn fyrsta landsleik í mars í fyrra en var ekki í hópnum sem sigraði í heimsmeistarakeppninni í Króat- íu í síðasta mánuði. Með liðinu leika einnig þrír leikmenn yngri landsliða Frakklands, tveir Rúm- enar, Króati, pólski landsliðsmað- urinn Agata Szukielowicz og Chantal Okoye, landsliðsmaður frá Kongó, sem er annar marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar. ■ HANBOLTI Íslendingar leika við Tékka í lokaumferð C-riðils EM á sunnudag. Íslendingar hafa leikið átta leiki við Tékka, áður Tékkóslóvaka, á stórmótum og hefur helmingi leikjanna lokið með jafntefli. Þjóðirnar mættust síðast á HM í Frakklandi árið 2001 og lauk leiknum með jafntefli, 29-29. Tíu leikmenn í tékkneska hópn- um leika með félögum í heima- landinu. Tveir þeirra leika með meisturum Baník Karviná og fjór- ir með Frýdek-Místek, félaginu sem landsliðsþjálfarinn dr. Rastislav Trtik þjálfar. Tékkar geta teflt fram nokkrum öflugum skyttum. Milan Berka, leikmaður Frydek-Mistek, er markahæstur í tékknesku deildinni með 118 mörk í 18 leikj- um, Jan Filip er fjórði marka- hæsti leikmaður þýsku Búndeslígunnar með 132 mörk og Daniel Kubes er markahæstur leikmanna Drott í sænsku deild- inni með 85 mörk í sextán leikj- um. Línumaðurinn David Juricek, leikmaður Istres, hefur bestu skotnýtinguna í frönsku deildinni í vetur. Hann hefur skorað 43 mörk úr 52 skotum í níu leikjum. Tékkar sakna hins vegar Alois Mraz, sem hefur skorað 152 mörk í sautján leikjum með Solingen í vetur. Mraz er meiddur á hásin og hefur ekkert náð að leika með Tékkum á undirbúningsmótunum. Tékkar tóku þátt í fjögurra þjóða móti í Túnis í ársbyrjun. Þeir töpuðu 33-30 fyrir Túnisbú- um í fyrstu umferð en unnu Frakka, bronsliðið frá HM í fyrra, 22-21 í annarri umferð. Í loka- leiknum töpuðu Tékkar 33-29 fyr- ir Svíum. Petr Hrubý skoraði sex sinnum gegn Frökkum og Svíum og alls fjórtán mörk 14 í keppn- inni en Michal Kraus skoraði átta af sínum þrettán mörkum í leikn- um við Túnisbúa. Í síðustu viku tóku Tékkar þátt í fjögurra landa móti í Noregi. Þeir unnu Túnisbúa 41-30 og Portúgali 30-28 en töpuðu fyrir Norðmönnum 28-26 í úrslitaleik mótsins. Jan Filip var markahæst- ur Tékka í öllum leikjunum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Radek Musil og Filip Jicha. Filip skoraði 27 mörk úr 37 skotum en David Juricek kom næstur með fjórtán mörk. Um síðustu helgi héldu Tékkar fjögurra þjóða mót í Frýdek- Místek. Þeir unnu Slóvaka 25-23 og Pólverja 33-31 en töpuðu 32-30 fyrir Ungverjum. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 KR og Keflavík leika í DHL- höllinni í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  19.15 Njarðvík leikur við ÍR í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  19.15 Haukar mæta ÍBV á Ásvöll- um í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  19.15 Grótta/KR og KA/Þór keppa á Seltjarnarnesi í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  19.15 Valur keppir við Stjörnuna í Valsheimilinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  20.00 Fram leikur við FH í Fram- húsinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  20.15 Akureyrarfélögin KA og Þór leika í Boganum á Powerade- mótinu í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Arsenal og Middles- brough í undanúrslitum deilda- bikarkeppninnar.  18.50 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.20 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá fyrri leik Bolton Wanderers og Aston Villa í und- anúrslitum deildabikarkeppninnar.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.50 Handboltakvöld á RÚV. Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu Þjálfarar og íþróttafólk! Frjálsíþróttasamband Íslands stendur fyrir námskeiði föstudaginn 23. janúar í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal. Kl. 17:30-18:30: Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarfræðingur. • Næring íþróttafólks og hollt mataræði. Kl. 19:00-22:00: Dr. Yuri L. Hanin, prófessor við Rannsóknarstofnun Ólympískra íþróttagreina í Finnlandi. • Sálfræði og hámörkun árangurs hjá íþróttafólki. Námskeiðið er opið fyrir allar íþróttagreinar. Námskeiðsgjald: 2.000.- Skráning: fri@fri.is - s. 514-4040 FRÍ félagar: 1.000.- ÍBV Eyjastúlkur leika við franska félagið Le Havre í Áskorendabikar Evrópu. ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur var markahæstur Íslendinga í jafnteflisleik við Tékka á HM í Frakklandi fyrir þremur árum. LÍKLEGUR LEIKMANNAHÓPUR TÉKKA Markverðir Radek Musil (Frydek-Mistek) Martin Galia (Karvina) Aðrir leikmenn David Kalous (Frydek-Mistek) Karel Nocar (Dukla Praha) Michal Kraus (Frydek-Mistek) Petr Hruby (Dukla Praha) Tomas Heinz (Karvina) David Juricek (Istres) Alexandr Radcenko (Conversano) Milan Berka (Frydek-Mistek) Martin Kovar (Schaffhausen) Daniel Kubes (Drott) Petr Stochl (Allrisk Praha) Roman Farar (Krems) Jaroslav Zemanek (Dukla Praha) Jan Filip (Nordhorn) Þjálfari: Dr. Rastislav Trtik. Þjálfarar í Allsvenskan: Þýskur sigur? HANDBOLTI Fjórir af fjórtán þjálf- urum í sænsku deildinni reikna með að Þjóðverjar verði Evrópu- meistarar í handbolta. Þrír spá Dönum sigri og aðrir þrír spá Sví- um sigri. Frakkar fengu atkvæði tveggja þjálfara og Spánverjar og Rússar frá einum þjálfara. Þjóðverjar hafa ekki sigrað á Evrópumóti. Þeir léku til úrslita gegn Svíum fyrir tveimur árum en töpuðu 33-31. Svíar hafa þrisv- ar sigrað á Evrópumóti en Rússar og Spánverjar einu sinni. Besti ár- angur Frakka er fjórða sæti árið 2000 en Danir náðu sínum besta árangri á mótinu fyrir tveimur árum þegar þeir unnu Íslendinga 29-22 í leik um bronsið. ■ hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 23 24 JANÚAR Miðvikudagur Oftast jafntefli Íslendingar og Tékkar hafa gert jafntefli í helmingi leikja sinna á stórmótum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.