Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 8
8 21. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Smekkvísir þjófar „Þeir eru að minnsta kosti klár- ir á merkinu, þeir eru greinilega hrifnir af Nikon eins og ég og þeir tóku reyndar líka eitt Canon-sett, en það er ekki eins verðmikið.“ Jóhannes Long ljósmyndari, Morgunblaðið 20. janúar. Og hverjum er það að kenna? „Þetta þjóðfélag er að verða að lítilli fituhlussu.“ Gaui litli, Fréttablaðið 20. janúar. Það er nú það „Ef lögreglan getur ekki farið eftir lögunum með dóm á bak- inu, þá spyr maður til hvers hægt er að ætlast af öðrum.“ Atli Björn Þorbjörnsson héraðsdómslögmaður, DV 20. janúar. Hvar endar þetta? „Mér finnst ég alltaf vera að yngjast og er helvíti sprækur.“ Laddi, 57 ára, Fréttablaðið 20. janúar. Orðrétt Bókun bæjarráðs Húsavíkur um sparisjóðina: Ber að verja sérstöðu sjóðanna SPARISJÓÐIR „Við erum sammála því að það beri að verja þá sérstöðu sem sparisjóðirnir hafa haft og teljum ekki nauðsynlegt að fullmarkaðs- og hlutafélagavæða alla bankastarf- semi í landinu. Sparisjóðirnir eru ágætis blóm í flóruna og til þess fallnir að styrkja fjármálageirann í heild,“ sagði Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Bæjarráð Húsavíkur ræddi, líkt og stjórnir fjölmargra annarra sveitarfélaga, bréf Sambands ís- lenskra sparisjóða varðandi hugs- anleg kaup stóru bankanna á spari- sjóðunum. Rætt var um umbeðinn stuðning til að sparisjóðirnir geti haldið starfsemi sinni áfram, óháðir stórum fjármálastofnunum eða fjárfestum. Í bókun bæjarráðs segir að sparisjóðirnir hafi víða verið horn- steinar byggðarlaga og stuðlað að margvíslegum framkvæmdum og framförum á öllum sviðum mann- lífsins. Starfsemi sparisjóðanna hafi að verulegu leyti lotið öðrum lögmálum en starfsemi hins al- menna bankakerfis. Mikilvægt sé að viðhalda þessu. „Það eru hér þrír stórir bankar og sparisjóðirnir eru nokkurs konar Atlantsolía bankaerfisins, litlir en nauðsynlegir til að veita þeim stóru aðhald á ákveðnum sviðum,“ sagði Reinhard Reynisson. ■ Hótelin í Reykjavík: Meðalnýting versnar HÓTELREKSTUR Meðalnýting á gisti- rýmum á höfuðborgarsvæðinu versnaði milli áranna 2003 og 2002. Samtök ferðaþjónustunnar munu á næstu dögum gefa út tölur um nýt- ingu gistirýma. „Mér sýnist að meðalnýtingin hafi lækkað aðeins á milli ára en það er náttúrlega mjög eðlilegt af því að framboðið hefur aukist svo gríðarlega,“ segir Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að minni nýting sé eðlileg í ljósi þess að framboð á gistirýmum hafi aukist um nálega 20% á milli áranna 2002 og 2003. ■ Við bjóðum nú gagnlegt og skemmtilegt 99 stunda nám fyrir konur á öllum aldri í notalegu og afslöppuðu umhverfi undir kjörorðinu: Menntun er skemmtun! Í lok námskeiðisins vinna nemendur lokaverkefni, 2-3 saman í hóp. Námskeiðið hentar öllum konum sem vilja auka þekkingu sína og nýta betur þá fjölmörgu möguleika sem tölvutæknin býður upp á í frístundum og í starfi. Lengd: 99 stundir (morgun- eða síðdegisnámskeið) Næsta námskeið: 9. febrúar Stgr.verð: 70.300 kr. Helstu námsgreinar: Uppbygging tölvunnar Streitustjórnun Internetið í leik og starfi Mannleg samskipti Innsetning mynda í tölvu Tímastjórnun og markmiðasetning Myndvinnsla (með ljósmyndir) Heimilisbókhaldið Ritvinnsla með Word Framsögn og framkoma Hnitmiðað og vinsælt nám sem skilar sér í fagmennsku í sölu ásamt aukinni tölvuþekkingu og betri árangri í samskiptum við viðskiptavini. Styrktu stöðu þína! - Lengd: 264 stundir. - Næsta námskeið: 27. jan. - Kennslutími: 2 kvöld og laugard. - Stgr.verð: 179.550 - Hlutverk sölumanns - Sölutækni - Samskipti við viðskiptavini - Sölu- og viðskiptakerfi - Verslunarreikningur - Windows - Word - Excel - Power Point - Markaðsfræði - Framsögn og framkoma - Tímastjórnun - Auglýsingatækni - Gerð kynningarefnis - Lokaverkefni VIÐSKIPTI Samskip hafa tekið yfir rekstur hollenska flutn- ingafyrirtækisins Nedshipping Liner Agencies BV. Nedshipp- ing er sérhæft í gámaflutning- um milli Skandinavíu, Finn- lands og meginlands Evrópu. Allir starfsmenn Nedshipping í Hollandi halda áfram störfum hjá Samskipum og heyra undir skrifstofu félagsins í Rotter- dam. Samskip hófu siglingar milli meginlands Evrópu og Suður- Noregs í ágúst í fyrra og hafa félögin átt gott samstarf á þeirri flutningaleið. „Kaupin á Nedshipping styrkja enn frek- ar stöðu okkar á Norður- löndunum, ekki einungis í Nor- egi, heldur einnig í Svíþjóð og Finnlandi,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis. ■ HUGMYNDASAMKEPPNIN KYNNT Hugmyndasamkeppnin um nýtt skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum var kynnt á fundi í síðustu viku á Hótel Héraði. Nýtt miðbæjarskipulag á Egilsstöðum: Miðað við tvö- földun íbúafjölda SKIPULAG Hrundið hefur verið af stað hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum. Um er að ræða metnaðarfulltog framsækið skipulagsverkefni á ört vaxandi þjónustusvæði en áætlað er að íbúatala Egilsstaða tvöfaldist á næstu fimmtán árum. Markmið hugmyndasamkeppninnar er að miðbærinn á Egilsstöðum verði vettvangur verslunar, þjónustu, mannlífs og samgangna á Austur- landi. Samkeppnin er öllum opin og verða peningaverðlaun veitt fyrir bestu tillögur. Verðlaunafé er samtals fimm milljónir króna. Nú er unnið að uppbyggingu á um 400 íbúðum á Austur-Hér- aði sem komnar eru á mismun- andi framkvæmdastig. Ýmist er um að ræða íbúðir í byggingu eða væntanlegar íbúðir sem verða til sölu eða leigu. Sveitar- félagið hefur því úthlutað eða lofað einstaklingum og fyrir- tækjum lóðum til byggingar á íbúðum fyrir um 1.100 íbúa. Um 400 íbúðir eru taldar nauðsyn- legar til að uppfylla þörfina fyr- ir íbúðarhúsnæði á næstu árum, en áætlanir gera ráð fyrir að í sveitarfélaginu búi um 3.200 manns árið 2009. ■ Samræmd stúdentspróf: Andstaðan eykst meðal kennara MENNTUN Andstaða framhaldsskóla- kennara við upptöku samræmdra stúdentsprófa hefur aukist mjög undanfarin þrjú ár, af marka má niðurstöður kannana sem Félag framhaldsskólakennara lét gera. Nú segjast um 70% kennara vera frekar eða mjög andvíg því að tekin verði upp samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum, en 30% eru því frekar eða mjög hlynnt. Þetta er meiri andstaða við sam- ræmd próf en fram kom í könnun sem Félag framhaldsskólakennara lét gera fyrir þremur árum. Þá sögðust 35% andvíg, 35% voru hlynnt en þriðjungur var hlutlaus. Þeir sem voru hlutlausir fyrir þremur árum virðast hafa tekið af- stöðu á móti samræmdum prófum eftir því sem nær því hefur dregið að samræmd próf yrðu tekin upp í framhaldsskólum. Á heimasíðu Kennarasambands Íslands segir að líklegt sé að hér ráði miklu hve margt hafi verið óljóst um framkvæmd samræmdra stúdentsprófa. ■ REINHARD REYNISSON Bæjarstjórinn á Húsavík segir nauðsynlegt að verja sérstöðu sparisjóðanna. Þeir séu nokkurs konar Atlantsolía bankakerfisins. Samskip í útrás: Kaupa skipafélag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G SAMRÆMD STÚDENTSPRÓF Í maí 2005 verður fyrst efnt til samræmdra stúdentsprófa. Þá verður prófað úr 3 grein- um; íslensku, ensku og stærðfræði. SAMRÆMD STÚDENTSPRÓF - AFSTAÐA FRAMHALDSSKÓLA- KENNARA 2003 2000 Andvígir 70% 35% Hlynntir 30% 35% Hlutlausir 0% 30% GÁMEILD SAMSKIPS Samskip hafa keypt hollenska fyrirtækið Nedshipping Liner Agencies BV. Frjálslyndir: Vilja vernda atvinnurétt STJÓRNMÁL Þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á nýja eigendur HB, Skagstrendings og ÚA að virða atvinnurétt starfsfólks fyrirtækj- anna. „Frjálslyndi flokkurinn vill árétta að þeir sem keyptu útgerðar- fyrirtækin keyptu tímabundinn að- gang að sameiginlegri auðlind þjóð- arinnar,“ segir í ályktuninni. . Þá segir að við söluna vaxi skuld- ir sjávarútvegsins. „Öllum ætti að vera ljóst að kvótakerfi með frjálsri sölu og leigu aflans mun áfram vega að atvinnurétti fólks og byggða,“ segja Frjálslyndir og árétta að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur beri höfuðábyrgð á þeirri óvissu sem fylgi því að festa í sessi brask með auðlindir þjóðarinnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.