Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR á hreint ótrúlegu verði Skrifborðsstóll Tilboðsverð 49.900 Verð áður 69.975 Hæðarstillanleg seta og bak. Dýptarstillanleg seta. ,,Fljótandi“ setu- og bakhalli, fylgir hreyfingum notandans. Seta og bak læsanlegt í hvaða stöðu sem er. Mótstöðustilling í baki. Hæðar- og hliðarstillanlegir armar. Hörð og mjúk hjól. 5 ára ábyrgð Hallarmúli 4 • sími: 540-2000 • fax: 568-9315 penninn@penninn.is • www.penninn.is T il b o ð ið g il d ir ú t a p r íl 2 0 0 3 e ð a m e ð a n b ir g ð ir e n d a s t Tilboðsverð 49.900 Verð áður 69 75 T il b o ð ið g il d ir ú t ja n ú a r 2 0 0 4 e ð a m e ð a n b ir g ð ir e n d a s t Janúar og febrúar eru mánuðirsem reyna á þolinmæðina, sér- staklega janúar því hann er eitthvað svo miklu lengri. Nú eru jólin til dæmis löngu búin og einhvern veg- inn ekkert í sjónmáli sem brýtur upp hvunndaginn fyrr en um páska. Ekki það að hvunndagurinn er yfir- leitt alveg ágætur. Það sem gerir hann erfiðan svona í ársbyrjun er skammdegið. Það liggur eitthvað svo beint við að halda áfram að sofa þegar dimmt er úti og dagsbirtan ekki væntanleg fyrr en eftir marga klukkutíma. Í ÁR höfum við líka fengið upprifj- un á því hvernig veturinn er í raun og veru. Undanfarin ár hefur ríkt eitthvert árstíðarleysi meirihluta ársins þannig að einungis lengd dagsins hefur minnt á hvar við erum stödd í árstíðahringnum. En verk- efnið er að þreyja þorrann og góuna, í snjó og slabbi að þessu sinni, og viti menn, vorið kemur áreiðanlega í ár eins og önnur ár. Og ýmislegt er svo sem til að stytta okkur stundirn- ar þangað til. Til dæmis draumurinn um sól og sumar. ÞAÐ líður nefnilega varla sá dagur að ekki blasi við manni í blöðunum gular strendur, blátt haf og sólríkar götur milli forkunnarfagurra bygg- inga í borgum sem þrungnar eru af menningu liðinna alda. Um helgar koma þessar sendingar inn um lúg- una í formi bæklinga þar sem litirn- ir njóta sín enn betur en á síðum dagblaðanna. Þetta eru auglýsingar ferðaskrifstofa og flugfélaga og víst er að þær hitta okkur vel fyrir á dimmum morgnum þegar við erum að búa okkur undir að ösla snjóinn, skafa bílinn eða norpa úti í strætó- skýli og bíða eftir vagninum. ÞETTA er auðvitað tær snilld og engin tilviljun að á okkur kuldastrá- in er herjað einmitt nú. Við getum svo horft dreymin á myndirnar og látið hugann reika um stræti og torg ellegar strendur þar sem sandurinn brennur undir iljunum. Þeir sem bæði eru framtakssamir og hafa efni á ganga svo skrefinu lengra og panta sér far. Til þess er leikurinn auðvitað gerður. Aðrir láta sig bara dreyma. Ég er í þeim hópi. Þó gekk ég svo langt um daginn að kaupa mér ferða- handbók um Róm og leitaði heilt kvöld á Netinu að hentugum gisti- stað. En þar með var útþránni sval- að, að minnsta kosti í bili. ■ Pottþétt tímasetning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.