Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 4
4 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Eru gereyðingarvopn í Írak? Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnvöld að endurskoða fjár- veitingar til Landspítalans? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31,6% 47,1% Nei 15,3%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is NEYTENDUR Olís hefur lækkað bensínverð á ný á 95 oktan bensíni í sjálfsafgreiðslu á olíustöðvum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Olís hækkaði bensínverðið í síð- ustu viku og kostaði lítrinn 96,9 krónur. Hvorki Esso né Skeljung- ur hækkuðu bensínverðið á þjón- ustustöðvum sínum og á laugar- dag lækkaði Olís bensínverðið á ný. Sama verð er nú hjá olíustöðv- unum þremur og kostar bensín- lítrinn 93,7 krónur. Óbreytt verð er á sjálfsafgreiðslustöðvum. Ódýrasti bensínlítrinn er hjá Orkunni. Bensínverð er á flestum stöð- um á landsbyggðinni er hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta bensínverðið er á sameiginlegum þjónustustöðvum olíufélaganna þriggja í Stykkishólmi, á Ísafirði og Siglufirði. Þar kostar bensín- lítrinn 98,9 krónur á 95 oktan bensíni í sjálfsafgreiðslu. Á Akureyri er bensínlítrinn hjá Olís hinn sami og í Reykjavík 93,7 krónur. Hjá Esso kostar lítrinn hins vegar 95,6 krónur og hæst er verðið hjá Shell 96,9 krónur. Á Höfn í Hornafirði selur Olís bensínlítrann á 96,7 krónur og hjá Esso kostar lítrinn 95,6 krónur. Skeljungur starfrækir enga bens- ínstöð á Höfn. ■ Nýir eigendur ráða för hjá Flugleiðum Flugleiðir og Eimskip voru órjúfanleg félög um áratuga skeið. Nafla- strengurinn slitnaði í haust. Nú eru nýir menn í flugstjórnarklefanum. Þeir munu ráða framtíð félagsins um fyrirsjáanlega framtíð. VIÐSKIPTI Sala Straums-fjárfesting- arbanka á kjölfestuhlut í Flugleið- um til félaga í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar, átti sér skamman að- draganda. Að sögn Hannesar Smárasonar og Þórðar Más Jó- hannessonar, framkvæmdastjóra Straums, óskuðu Hannes og Jón Helgi eftir að fá að kynna sér fé- lagið. Straumur kynnti þeim sölu- vöru sína með sama hætti og öðr- um sem sýnt höfðu hlut Straums í Flugleiðum áhuga. „Við höfðum fylgst með félaginu um skeið og þekktum því til helstu þátta í rekstri þess,“ segir Hannes Smára- son. Það tók því skamman tíma að ná niðurstöðu um kaupin. Hannes segir markmiðið að eiga hlutinn til langs tíma og koma festu á eignar- haldið. Ný stjórn mun taka við á aðalfundi Flugleiða. Nýir eigendur hafa ekki boðað neinar breytingar á rekstri eða stjórnendateymi. „Það er hins vegar alveg ljóst að við ætlum okkur að vera virkir hluthafar í félaginu.“ Nýir eigend- ur munu taka við stjórnartaumun- um á aðalfundi í mars. Straumur-fjárfestingarbanki eignaðist tæplega 33% hlut í Flug- leiðum í skiptum fyrir bréf í Eim- skipafélaginu, þegar Landsbanki, Straumur og Íslandsbanki skiptu með sér fyrirtækjum Kolkrabbans. Verðið sem Straumur greiddi var 5,35 krónur á hlut í Flugleiðum. Burðarás, fjárfestingararmur Eim- skipafélagsins, réð för í Flugleið- um. Þegar Straumur keypti hlutinn lá fyrir tilboð frá Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni á genginu 6 í bréfin. Benedikt Jóhannesson greindi aðil- um frá málinu þegar verið var að ganga frá stærstu eignatilfærslum í íslenskri viðskiptasögu. Á þeim tímapunkti var ljóst að fyrir hlut- hafa Eimskipafélagsins var tilboð Jóns Ásgeirs hagstæðara. Fulltrú- ar bankanna voru afar ósáttir við hversu seint þessar upplýsingar komu fram. Þá var búið að hand- sala helstu útlínur viðskiptanna og menn töldu ekki aftur snúið. Minnihlutinn sáttur Jón Ásgeir og fjölskylda hans eiga 21% í Flugleiðum. Hann segist sáttur við þessa niðurstöðu. „Ég tel að félagið sé í góðum höndum.“ Að- spurður hvort hann hyggist selja hlut sinn segist hann telja að félagið eigi meira inni og því engin sérstök ástæða til þess. „Maður skoðar stöð- una á fjárfestingum sínum á hverj- um tíma og metur áframhaldið.“ Þegar upp var staðið réð Land- bankinn Eimskipafélaginu, en Straumur Flugleiðum. Félög sem áttu langa sögu blóðbanda voru sundur slitin. Aðilar töldu hver um sig að þeir hefðu hreppt hnoss, með- an lítil von væri til þess að gagn- aðilinn fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Eimskipafélaginu tókst að selja út- gerðarhlutann með góðum gengis- hagnaði og nú hefur Straumur selt Flugleiðir með góðum hagnaði. Kaupendum Flugleiða hefur vaxið fiskur um hrygg í íslensku viðskiptalífi að undanförnu. Jón Helgi Guðmundsson hefur um ára- bil rekið byggingavöruverslunina BYKO. Fyrirtækið hefur verið í góðum rekstri og skilað ágætri afkomu undanfarna áratugi. Jón Helgi reið á vaðið með stórmarkað með raftæki, þegar hann stofnaði ELKO. Hann fjárfesti í fjárfesting- arfélaginu Gildingu sem tapaði miklu fé fyrsta starfsár sitt. Félag- ið sameinaðist Búnaðarbankanum. Fjárfestingar þess tóku að vaxa á ný. Jón Helgi situr í bankaráði KB- banka og talið er að hann hafi ekki þurft að sækja vatnið yfir lækinn við fjármögnun kaupa á Flugleið- um. Auk þess hefur Jón Helgi ný- verið keypt dagvörukeðjuna Kaupás og er með töluverðan rekst- ur í timburiðnaði í Lettlandi. Hannes Smárason er tengdason- ur Jóns Helga. Hann hefur verið að- stoðarforstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Hann er verk- og við- skiptafræðingur frá einum virtasta háskóla Bandaríkjanna, MIT. Þeir tengdafeðgar eru öllum hnútum kunnugir í fjárfestingum og rekstri. Flugleiðir ættu að hafa góða kjöl- festu til áframhaldandi flugs. ■ Hundur fann þýfi: Rakti slóð þjófanna LÖGREGLUMÁL Labradortík, sem lög- reglan í Reykjavík er að þjálfa til sporleitar, kom að góðum notum þegar brotist var inn í fyrirtæki í Stórhöfða aðfaranótt þriðjudags. Innbrotsþjófarnir, sem voru tveir, lögðu á flótta þegar þeir átt- uðu sig á því að sést hafði til þeirra en hundurinn rakti spor þeirra í átt að sjónum. Þar fannst þýfi sem mennirnir höfðu losað sig við á hlaupunum en auk þess veski sem annar maðurinn hafði misst. Skömmu síðar fundust mennirnir í bíl skammt frá. Karl Steinar Valsson segir mikið hafa munað um tíkina enda svæðið erfitt yfirferðar og því erfiðara fyr- ir lögreglumenn en hundinn að rekja slóðina. ■ Á FERLI Í SNJÓNUM Samgöngur eru víða í lamasessi. Óveður: Um 40 hafa látið lífið NEW YORK, AP um það bil 40 dauðs- föll í Bandaríkjunum í byrjun vik- unnar eru rakin til óveðurs sem gengið hefur yfir. Í Duluth í Minnesota hefur fall- ið vel yfir hálfs metra þykkt lag af snjó og í Michigan er snjó- þekjan meira en hálfur metri að þykkt. Víða skóf þannig að allar umferðaræðar stífluðust. Annars staðar var fólk varað við því að vera á ferli nema brýna nauðsyn bæri til. Óveðrið hefur haft mikil áhrif í nærri þriðjungi allra ríkja Banda- ríkjanna og víða hefur skólahald og önnur starfsemi verið felld nið- ur. ■ ALÞJÓÐLEGAR HANDTÖKUSKIPANIR VEGNA YUKOS Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út alþjóðlegar handtöku- skipanir á hendur tíu mönnum í tengslum við rannsókn á meintum fjársvikum og skjalafalsi hjá olíu- fyrirtækinu Yukos. Mennirnir eru sakaðir um skattsvik og önnur auðgunarbrot. Mikhail Khodorkov- sky, fyrrum forstjóri Yukos, situr í gæsluvarðhaldi í Rússlandi, ákærð- ur fyrir fjársvik. ÞAK SKÓLAHÚSS HRUNDI Nemandi og kennari létu lífið þegar þak hrundi á leikfimishúsi í skóla í Hvíta-Rússlandi. Ellefu nemendur voru fluttur á sjúkrahús með höf- uðmeiðsl og beinbrot. Um 100 björgunarmenn tóku þátt í að leita að tveimur nemendum sem sátu fastir í rústunum en báðir voru taldir vera á lífi. Að sögn eins starfsmanna skólans var skólinn byggður í miklum flýti. KÍNA Yfirvöld í Kína hafa stað- fest að fuglaflensa hafi greinst í aliöndum þar í landi. Um er að ræða hættulegra afbrigði sjúk- dómsins sem getur leitt til dauða þeirra sem sýkjast. Einnig hefur verið staðfest að fuglaflensa hafi greinst í kjúklingum í Laos. Fuglaflensan er þar með komin til tíu landa í Asíu. Millj- ónum alifugla hefur verið slátr- að til að reyna að hefta út- breiðslu sjúkdómsins. Að minnsta kosti sjö börn og einn fullorðinn hafa látist af völdum fuglaflensu í Víetnam og Taílandi en læknar hafa ekki fundið skýringar á því hvers vegna sjúkdómurinn leggst harðast á börn. ■ LYKILL AÐ HEIMINUM Flugleiðir hafa löngum haft mikla sérstöðu í huga Íslendinga. Fyrirtækið hefur verið ráð- andi í millilandaflugi og oftast eina leið Íslendinga til að komast til og frá landinu. ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir Átta látnir af völdum fuglaflensu: Komin til Kína og Laos KJÚKLINGI SLÁTRAÐ Kínverjar hafa þegar hafist handa við að slátra alifuglum á því svæði þar sem fuglaflensan er komin upp. Bensínlítrinn kostar meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu: Olís lækkar bensínverð BENSÍNVERÐ Flutningsjöfnunargjald var á sínum tíma lagt á hvern bensínlítra til að greiða kostn- að við flutning á olíu svo tryggt sé að sama verð sé í gildi á bensíni og olíu um allt land. Nemur upphæðin 80 aurum á verði bensínlítra, 85 aurum af verði gas- olíulítra og 80 aurum af hverjum lítra ann- arra tegunda fljótandi eldsneytis. Bensín Dísilolía Atlantsolía Uppselt 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 ÓB 92,50 34,90 Esso 93,70 35,90 Olís 93,70 35,90 Shell 93,70 35,90 Ísafj. Ak. Siglufj. Höfn Stykkish. Esso 98,9 95,6 98,9 95,6 98,9 Olís 98,9 93,7 98,9 95,7 98,9 Shell 98,9 96,9 98,9 98,9 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bensínverð á sjálfsafgreiðslustöðum á höf- uðborgarsvæðinu í gær LANDSBYGGÐIN Bensínverð á sjálfsafgreiðslustöðum á landsbyggðinni í gær. Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON ■ skrifar um kaup Jóns Helga Guð- mundssonar og Hannesar Smára- sonar á ráðandi hlut í Flugleiðum og undanfara þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Stakk mann tvívegis: Áfram í varðhaldi DÓMUR Karlmaður sem gefið er að sök að hafa tvívegis reynt að stinga mann með hnífi á heimili hans 7. janúar situr í gæsluvarð- haldi til 4. mars. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur þessa efnis. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut tvö stungusár. Hvorug stungan leiddi til lífs- hættulegra blæðinga þrátt fyrir að staðsetning áverkanna væri áhættusöm. Vegna þess hversu alvarleg háttsemi mannsins var þótti Hæstarétti rétt að stað- festa gæsluvarðhaldsúrskurð- inn. Brot þessa eðlis geta varðað allt að tíu ára fangelsi. ■ MÓTORHJÓL Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hjól hans og bifreið lentu í árekstri á gatnamótum Klettahlíðar og Furuhlíðar í Hafnarfirði í gær. Ökumaðurinn fótbrotnaði í slysinu. 399 SEKTAÐIR Lögregla hefur haft nóg að gera síðustu vikurnar við að sekta ökumenn sem hafa ekki fært ökutæki sín til aðalskoðunar. Frá áramótum er búið að sekta 399 öku- menn, hvern og einn um 10.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.