Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 10
10 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Sjómannslíf SLÖKKVILIÐSMENN Í NAPÓLÍ Ítalskir slökkviliðsmenn fóru í kröfugöngu í miðborg Napólí til að þrýsta á um hærri laun og vekja athygli á lélegum aðbúnaði. 5,8 milljarða hagnaður: Besta afkoma Íslandsbanka AFKOMA Hagnaður Íslandsbanka nam rúmum 5,8 milljörðum króna í fyrra. Í ljósi afkomunnar fá allir starfsmenn bankans kaupauka sem nemur rúmum 240 þúsund krónum miðað við fullt starf. Hreinn hagnaður bankans var 71,3% meiri en í fyrra. Sjóvá Al- mennar komu inn í samstæðu- reikning bankans frá 1. október og er leggja bankanum til 151 milljón króna í hagnað. Hlutfall kostnaðar bankans af tekjum lækkaði úr tæpum 55% Í 50% og eignir bankans jukust um rúm 42% og eru nú 444 milljarðar króna. Hluti eignaaukningarinnar skýrist í kaupum á fyrirtækjum meðal annars Sjóvá Almennum. Vöxtur er á öllum sviðum rekstr- arins og nemur arðsemi eigin fjár 30%. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka segir árið í fyrra, enn eitt farsælt árið í rekstri bankans og hið besta frá upphafi. „Árangurinn þakka ég starfsfólk- inu sem getur verið stolt af frammistöðunni.“ Hann segir sókn bankans halda áfram með það að markmiði að gera framúr- skarandi fyrirtæki enn betra. ■ Fasteignasali Fróns segist upplýsa allt Finnbogi Kristjánsson, eigandi fasteignasölunnar Fróns, er til rannsóknar kærður fyrir fjárdrátt. Segist vera hættur fasteignasölu og berst við að leiðrétta mistökin. Vonar að viðskiptavinir skaðist ekki. FASTEIGNASÖLUR Finnbogi Krist- jánsson, fasteignasali og eig- andi Fasteignasölunnar Fróns, sem nú er til rannsóknar lög- reglu, segist leggja allt kapp á að leiðrétta þar sem slíkt eigi við. Alls voru fimm kærur bornar fram á Finnboga en hann segir að sumar hafi verið dregnar til baka. Hann dregur enga dul á að hafa misst fót- anna í sumum tilvikum. „Þetta eru mín mistök. Ég viðurkenni allt sem ég hef gert og leyni engu. Í mínu fyrirtæki er allt skráð og viðskiptavinir geta séð slóð allra viðskipta sem skráð voru á pappír. Hver og einn við- s k i p t a v i n u r getur rakið sig í gegnum öll mál. Það hef ég lagt áherslu á. Það er allt uppi á borðinu hjá mér og opið fyrir öllum sem vilja koma og sjá þetta,“ segir hann. Frón hætti rekstri í nóvember síðastliðnum. Fréttablaðið spurði Finnboga hvort hætta væri á að einhverjir viðskiptavina hans yrðu fyrir skaða af hans völdum. „Það er gengið þannig frá málunum að það mun vonandi ekki verða,“ segir Finnbogi. Hann segir að fasteignasalan Frón sé hætt viðskiptum en unn- ið sé að frágangi mála, innheimtu útistandandi krafna og öðru sem snúi að rekstrinum. Hann vill ekki tjá sig um einstök kærumál en ítrekar að engu sé leynt og hann leggi áherslu á að upplýsa mál. „Ég sperrist ekki á móti neinu slíku. Það yrði bara til að skem- ma fyrir mér og þeim viðskipta- vinum sem lent hafa í veseni. Ég veit að aðrir fasteignasalar hafa lent í svipuðum málum og hlotið vernd. Ég nýt engrar verndar kollega minna,“ segir Finnbogi og vísar til þess að hann var rek- inn úr Félagi fasteignasala, öðru sinni, síðasta vor. Í fyrra sinnið sem honum var vísað úr félaginu dæmdi Hæstiréttur að ranglega hefði verið staðið að úrsögn hans. „Það hafa verið höfð uppi ýmis rangindi gagnvart mér og félagið hefur rekið hentistefnu hvað það varðar hver fær inni í félaginu og hver ekki. En ég er hættur fasteignasölu og fer ekki inn í félagið aftur,“ segir Finn- bogi. rt@frettabladid.is Fíkniefnahringur: Ellefu lík í einu húsi MEXÍKÓ, AP Ellefu lík hafa fundist í mexíkósku landamæraborginni Ciudad Juarez, í húsi sem talið er að sé í eigu fíkniefnasmyglara. Fyrstu líkin fundust á föstudag og síðla á mánudag höfðu ellefu lík fundist. Húsið er talið tilheyra starfsemi Vicente Carrillo, eins helsta fíkniefnasmyglara Mexíkó. Minnst fjórir hinna látnu höfðu verið kyrktir. Ættingjar tveggja einstaklinga, sem hurfu fyrir tveimur vikum, hafa borið kennsl á fatnað sem fannst á staðnum og er talinn tilheyra ein- hverjum hinna látnu. ■ „Ég nýt engrar vernd- ar kollega minna. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír frá 359 kr/pakkningin og upp í 397 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.594 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.694 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 50% afsláttur Allt á hálfvirði Lögbanni aflétt: Engar hindr- anir á sölu VIÐSKIPTI Áfrýjunardómstóll, Eystri Landsréttur í Danmörku, kvað upp dóm þess efnis að dótt- urfélag Pharmaco, United Nor- dic Pharma, mætti á ný hefja sölu á þunglyndislyfinu Cita- lopram þar í landi. Með þessum dómi fellur úr gildi lögbann og sala lyfsins getur hafist hindr- unarlaust. Tvö önnur samheitalyfja- fyrirtæki voru aðilar að málinu, með UNP. Lögbannið, sem nú er numið úr gildi, var lagt á í kjöl- far málsóknar danska lyfja- risans Lundbeck sem vildi koma í veg fyrir að ódýrara samheita- lyf af citalopram kæmist á markað. ■ SKIPVERJAR MEÐ HEIMASÍÐU Skipverjar á Berki NK hafa opnað heimasíðu með efni varð- andi lífið um borð. Á heimasíð- unni má lesa eitt og annað um skipið og áhöfnina, aflatölur, sögulegar staðreyndir, pistla o.fl. að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að einnig verði birtar myndir af skipverjum og ýms- um skemmtilegum viðburðum. Uggi aldrei í stjórn LÍFEYRIR Ranghermt var í blaðinu í gær að Uggi Agnarsson hjarta- læknir hefði setið í stjórn Tryggingasjóðs lækna. Hann var óbreyttur sjóðfélagi. ■ BJARNI ÁRMANNSSON Þakkar starfsfólki góða afkomu. Hvert starfsmaður bankans í fullri stöðu fær rúmar 240 þúsund krónur í launaauka. FASTEIGNASALAN Frón er að hætta starfsemi og aðeins er verið að ganga frá lausum endum. Stefnt er að því að leiðrétta gagnvart viðskiptavinum. FINNBOGI KRISTJÁNSSON Vill hreinsa upp öll mál sem snúa að við- skiptavinum og segir allt vera uppi á borðinu. Hamfarir í Skutulsfirði: Snjóflóði stýrt fram hjá Funa HAMFARIR Snjóflóðavörn sem byggð var ofan við sorpbrennslustöðina Funa í Skutulsfirði bjargaði stöðinni frá stórskemmdum af snjóflóði sem féll þann 14. janúar. Þetta kemur fram á bb.is. Sérfræðingur á Veður- stofu Íslands, sem skoðaði snjóflóð- ið, segir að miðað við skriðlengd flóðsins og stefnu sé lítill vafi á að snjóflóðavörnin sem er v-laga hafi bjargað húsinu. Bæjarins besta hef- ur eftir sérfræðingnum að snjóflóðið hafi verið 30 þúsund rúmmetrar að stærð. Stefni snjóflóðavarnar- garðanna vísar upp í hlíðina en tveir armar beina flóðum fram hjá sorp- brennslustöðinni. Meginflóðið rann niður með ytri garðinum og stöðvað- ist skammt neðan garðsendans. Algengt er að snjóflóð falli úr hlíðinni ofan við Funa. Snjóflóð stór- skemmdi sorpbrennslustöðina árið 1995 og í framhaldi af því voru varn- argarðarnir byggðir. ■ SORPEYÐINGARSTÖÐIN Varnargarðarnir sönnuðu gildi sitt þann 14. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.