Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 12
12 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Landbúnaður ■ Evrópa TÍBETAR MÓTMÆLA Fjöldi Tíbeta safnaðist saman á götum Parísar til að mótmæla opinberri heim- sókn Hu Jintao, forseta Kína, til Frakklands. Fíkniefnadeild lögreglunnar: Fylgist lítið með útflutningi KANNABIS „Við höfum lítið verið að fylgjast með útflutningi á fíkniefnum,“ segir Ásgeir Karlsson hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Heimild- ir Fréttablaðsins segja að ís- lenskt maríjúana hafi verið flutt til Noregs, Danmerkur og Hollands. Ásgeir segir þá hjá fíkniefna- deildinni fyrst og fremst beina spjótum sínum að innanlands- markaði og þar á meðal ræktun kannabisefna. Hann telur helstu ástæðu fyrir litlum innflutningi á maríjúana vera umfang efnis- ins frekar en lyktina, en í blað- inu í gær sagði viðmælandi blaðsins að vegna sterkra lyktar kysu margir frekar að rækta efnið hér en flytja það inn. Um- fang maríjúana er töluvert meira en hass. Öll framleiðsla og meðhöndl- un fíkniefna er bönnuð. Nokkrir menn hafa ráðgert námskeið um ræktun kannabisplöntunnar og segir Ásgeir ekki hægt að amast við því þar sem skoðanafrelsi ríki. ■ Endurskoðendur vildu skáskjóta sér frá ábyrgð Stefán Svavarsson dósent segir umheiminn kalla endurskoðendur til meiri ábyrgðar. Endurskoðandi Nathans og Olsens dæmdur til bóta vegna fjárdráttar starfsmanns. Krafa um ábyrgð endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna. Það hefur verið þrætuepli umlangan tíma hvar ábyrgðarskilin eru á milli forráðamanna fyrir- tækja sem eru ábyrgir fyrir innra eftirliti í fyrirtækjunum annars vegar og endurskoðendanna hins vegar,“ segir Stefán Svavarsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, um ábyrgð endurskoðenda þegar um er að ræða fjársvik fyrir- tækja sem þeir annast endurskoðun á. Tryggingasjóður lækna er rjúk- andi rúst eftir að Lárus Halldórs- son sjóðsstjóri dró sér tugmillj- ónir króna og s j ó ð s f é l a g a r velta nú fyrir sér hver ábyrgð Gunnars Arnar Kristjánssonar endurskoðanda sé í þeim efnum. Stefán vill ekk- ert tjá sig um það mál en bendir á að viðhorfsbreyting hafi orðið varðandi ábyrgð endurskoðenda. Það komi skýrt fram í máli fyrir- tækisins Nathans og Olsens gegn endurskoðanda sínum. Þar varð gjaldkeri uppvís að fjárdrætti á 32 milljónum króna á árunum 1992–1996. Starfsmaðurinn fingra- langi gat greitt til baka sjö milljón- ir króna af kröfunni. Stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sóttu þá endurskoðandann, Gunnar Sigurðsson og Pricewaterhou- seCoopers til saka. Endurskoðand- inn var sýknaður í undirrétti en Hæstiréttur sakfelldi hann og dæmdi til að greiða fjórar milljón- ir króna í skaðabætur til Nathans og Olsens. „Hæstiréttur leit .þannig á að endurskoðandinn bæri að hluta ábyrgð á þessu þótt ábyrgðin á bókhaldi og innra eftirliti hvíli fyrst og fremst á stjórn og fram- kvæmdastjórn. Endurskoðandinn var fyrst og fremst sakfelldur fyrir að gera stjórninni ekki skriflega grein fyrir annmörkum sem hann vissi að voru á innra eftirliti,“ segir Stefán. Ekki hafa aðrir dómar fallið þar sem endurskoðendur hafa verið gerðir ábyrgir en þess er beðið hvaða afstöðu lögregla og dómstólar taki gagnvart fjársvik- unum hjá Tryggingasjóði lækna. Þá er beðið ákæru í stærsta fjár- dráttarmáli sögunnar sem er mál féhirðis Landssímans sem dró sér langt á þriðja hundrað milljónir. Þar verður væntanlega einnig spurt um ábyrgð endurskoðand- ans, sem er Ríkisendurskoðun. Annað endurskoðunarfyrirtæki, PricwaterhouseCoopers hafði reyndar farið í gegnum allan rekstur Símans vegna áformaðr- ar einkavæðingar fyrirtækisins án þess að menn yrðu neins varir. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir algjörlega ótíma- bært að velta fyrir sér hvort fyr- irtækið herji á endurskoðandann. „Ég vil ekkert um þessi mál ræða fyrr en ákæra kemur,“ segir Brynjólfur. Breytt viðhorf Stefán segir að viðhorf til ábyrgðar endurskoðenda hafi breyst í tímans rás. Í upphafi seinustu aldar hafi hlutverk endurskoðenda beinlínis verið það að ganga úr skugga um fyr- ir hönd hluthafa að fram- kvæmdastjórn fyrirtækja gerði sig ekki seka um misferli. Hann segir að þegar leið á seinustu öld hafi komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem ýmist var um að ræða verulegan fjárdrátt eða fölsuð reikningsskil. „Fjárdráttur starfsmanna vegur ekki þungt í samanburði við heildarfjársvik hjá fyrir- tækjum. Stóru tölurnar liggja í bókhaldsbrellum þar sem stjórn og framkvæmdastjórn eru að kríta liðugt um þá hag- rænu sögu sem ársreikningur- inn á að segja. Þar er um að ræða alls-kyns æfingar svo sem að lækka afskriftir og breyta birgðamati. Þær æfingar eru miklu stórtækari í sniðum held- ur en fjárdráttur starfsmanna,“ segir Stefán. Hann segir að eftir því sem leið á 20. öldina hafi það sjónar- mið orðið ofan á hjá endurskoð- endum að markmið undir- skrifta þeirra á ársreikninga væri að votta um ársreikning- ana í heild sinni en ekki að leita uppi fjársvik. Vændishringur: Fjórtán handteknir AÞENA, AP Gríska lögreglan hefur handtekið fjórtán menn og fengið handtökuheimild á hendur átta til viðbótar. Mennirnir tengjast vændishring sem smyglaði 28 konum til Grikklands frá Austur- Evrópu og neyddi þær út í vændi. Mennirnir eru kærðir fyrir man- sal og nauðganir. Yngstar þeirra sem neyddar voru út í vændi voru tvær stúlkur, sextán og sautján ára. Lögregla telur að vændishring- urinn hafi smyglað konum inn í landið um fimm mánaða skeið og hagnast um tæpa milljón á mán- uði á hverri konu. ■ „Þetta snýst ekki um það að einhverjir starfsmenn steli frímerkj- um eða gosi. KÚABÆNDUM FÆKKAR Land- samband kúabænda vann nýlega upplýsingar um fjölda greiðslu- markshafa sem höfðu yfir 5000 kíló í mjólk. Þegar tölurnar eru bornar saman við tölur fyrri ára kemur í ljós að einn kúabóndi hætti í viku hverri að meðaltali á síðasta ári. Í byrjun ársins voru greiðslumarkshafar 902 en voru fyrir ári 953. Fækkunin nemur 5,4% og er töluvert meiri hlut- fallsfækkun en fyrir ári síðan. KANNABISPLANTA Fíkniefnadeild lögreglunnar einblínir á innanlandsmarkað fíkniefna en inn í það kemur ræktun og meðhöndlun fíkniefna. LANDSSÍMINN Stærsta fjárdráttarmál Íslandssögunnar er til rannsóknar lögreglu og búist er við ákæru fljótlega. Víst þykir að þáttur endurskoðandans sé þar til rækilegrar skoðunar. NATHAN OG OLSEN Endurskoðandinn var dæmdur til að greiða fjórar milljónir króna vegna fjárdráttar starfsmanns. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um endurskoðendur og ábyrgð þeirra í fjársvikamálum. ARIEL SHARON Samþykkur því að rífa sjö landnemabyggð- ir en láta aðrar standa óhreyfðar að sinni. Ariel Sharon: Samþykkir niðurrif JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, vill láta rífa sjö landnemabyggðir á Vest- urbakkanum og Gaza og hefur til þess samþykki leiðtoga landnema. Í staðinn fá landnemar loforð um að fleiri landnemabyggðir verði ekki rifnar fyrr en gengið hefur verið frá endanlegum friðarsamn- ingi við Palestínumenn. Fjórar landnemabyggðanna eru á Vesturbakkanum en þrjár á Gazasvæðinu. Utanríkisráðherra Egypta- lands fer fyrir sendinefnd sem fundaði með leiðtogum Palestínu- manna í gær í von um að binda endi á árásir þeirra gegn Ísrael- um. Með því vonast þeir til að hefja megi viðræður við Ísraela á ný. ■ ANNAÐ HUGARFAR GYÐINGA Nær helmingur Evrópubúa telja gyðinga hafa annað hugarfar en meginhluti samfélagsins sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun sem var framkvæmd af ítölskum aðil- um. Stutt er síðan skoðanakönnun á vegum Evrópusambandsins leiddi í ljós að 59% Evrópubúa töldu Ísrael mestu ógnina við heimsfriðinn. ÞÚSUNDIR MÓTMÆLA Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hafði borist nærri 14.000 tölvuskeyti í gær í kjölfar um- deildrar listaverkasýningar sem komst í fréttirnar þegar ísraelski sendiherrann reyndi að skemma eitt listaverkið, mynd af konu sem hafði gert sjálfsmorðsárás. Simon Wiesenthal stofnunin hvatti fólk til að mótmæla því að Persson fordæmdi sýninguna ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.