Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 27
Í augum sumra fór breik-dans-inn úr tísku fyrir tæpum tutt- ugu árum síðan. Hvernig sem því líður er hann mikils metinn í Vatíkaninu og svo virtist sem Jóhann Páll páfi hafi notið þess að fylgjast með hópi dansara sem léku listir sínar fyrir hann. Það var reyndar erfitt að greina svipbrigði hjá honum en hann veifaði hendi sinni í hvert sinn sem hver dansari hafði lokið sér af. Dansararnir, sem komu frá Póllandi, voru mjög flinkir. Tóku heljarstökk, sneru sér á hausnum og á bakinu. Eftir að sýningunni lauk þakkaði hann danshópnum fyrir. „Ég blessa ykkur frá hjarta mínu fyrir þessa erfiðu sköpun- arvinnu,“ sagði hann. Sérstaklega magnað var að sjá einn dansarann snúa sér á höfðinu á marmaragólfinu. Und- ir var hörð og taktföst tónlist og var ekki annað að sjá en að yfir- menn Vatíkansins hafi vel kunn- að að meta herlegheitin. ■ MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 2004 27 Sent heim: ÞORRAHARÐFISKUR Hjallaþurrkuð ýsa/steinbítur Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Breikað í Vatíkaninu PÁFINN FÍLAR BREIK Hann var heppinn að brjóta ekki á sér höfuðið dansarinn þegar hann skellti sér öfugum á marmaragólfið fyrir páfann. Hann kippti sér ekkert sérstaklega upp við dansinn... frekar en eitthvað annað. Skrýtnafréttin VATÍKANIÐ ■ Hópur pólskra breikara skemmti páfan- um í Vatíkaninu með listum sínum. Darraðar- dans í Frans Það ber að þakka Háskólabíói fyr-ir að bæta kvikmyndaflóruna með franskri kvikmyndaviku, fjór- ar stjörnur fyrir það. Hins vegar set ég spurningamerki við þá ákvörðun að sýna mynd af myndvarpa, ódýr lausn... jafn dýr miði. „Bon voyage“ er af gamla skól- anum, períódumynd sem sameinar grín, spennu og dramatík í hæfileg- um skömmtum. Atburðarásin hefst skömmu áður en Þjóðverjar her- nema Frakkland í seinni heimstyrj- öldinni. Vinsæl kvikmyndastjarna (Isabelle Adjani) verður manni að bana og vélar alla karlmenn í kring- um sig inn í sífellt flóknari lygavef í tilraun sinni til að hylma yfir verkn- aðinn. Meðal strengjabrúða hennar er ráðherra í bugaðri ríkistjórn Frakka (Gérard Depardieu), æsku- ástin (Grégori Derangère) og amer- ískur blaðamaður (Peter Coyote). Inn í þetta spinnast nokkrar hliða- sögur sem sameinast þegar á líður í ósennilega en ágætis fléttu. Yfir- vofandi stríð og fólksflótti suður á bóginn undan herdeildum nasist- anna mynda áhugaverðan ramma utan um söguna og hefur engu ver- ið til sparað við gerð myndarinnar hvað búninga, leikmynd og hópsen- ur varðar. Þrátt fyrir mikinn darraðardans er myndin langdregin og á tímum farsakennd (þoli ekki farsa!). Kristófer Dignus Pétursson Botninn dettur út Þegar popptónlistarmenn erusmeykir um að plötur þeirra séu ekki nægilega sterkar í heild- ina er stundum brugðið á það ráð að henda öllum slögurunum fremst. Þetta virðist vera tilfellið á nýjasta plötu Nelly Furtado sem skilar annarri plötu sinni þremur árum eftir að hún sló í gegn með þeirri fyrstu. Platan byrjar á lang besta lagi plötunnar, One-trick Pony sem er bara þónokkuð flott, og heldur ágætis dampi í fjögur lög. Svo hverfur skyndilega neistinn og platan rúllar út í meðalmennsku og leiðindi. Botninn dettur úr tunn- unni. Lagasmíðarnar eru margar í lagi en útsetningarnar flestar flat- ar og óspennandi. Maður hefði haldið að nýfengin hamingja Nelly, sem varð móðir nýlega, myndi skila sér á plötuna. Svo er ekki. Þó að þetta höfði ekkert til mín efast ég nú samt ekki um að platan þoli svona skrif og haldi stúlkunni á floti. Oftast þarf ekki nema tvo útvarpssmelli og þá er alveg hægt að kreista út hér. Restin er samt bara tóm leiðindi. Þunn rödd Nelly heillar mig svo ekki. Hvorki tjáningin né stílinn. Tíðni hennar, og neffyllt röddin, er þannig að hún stuðar pirringshluta heila míns og ég byrja að ókyrrast í sæti mínu. Ég og Nelly eigum bara ekki samleið. Hvorki í tíma né rúmi. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunTónlist UmfjöllunKvikmyndir NELLY FURTADO: Folklore

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.