Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Guðni Franzson flytur eigin tónsmíðar ásamt valinkunnum einleikar- um og dönsurum í Salnum, Kópavogi, með fulltingi nýjustu hljómtækja, ljósa og myndtækja Salarins.  22.00 Hljómsveitirnar Hölt hóra og Ríkið halda uppi merki pönksins á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands, flytur erindið "Áhrif beit- arfriðunar á gróðurframvindu á lítt grón- um svæðum" á Hrafnaþingi, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík.  16.15 Ilse Eriksson við háskólann í Helsinki heldur fyrirlestur um "Þróun lík- ans að kennslufræðilegri leiðsögn á há- skólastigi" í salnum Skriðu í Kennara- háskóla Íslands við Stakkahlíð.  16.30 Kristján Ari Arason fjallar um nám í fjölmiðlatækni á Félagsvís- indatorgi Háskólans á Akureyri í Þing- vallastræti 23, stofu 14. ■ ■ FUNDIR  12.15 „Hvað ræður mismun á verðlagi frá einu landi til annars?" er umfjöllunarefni á málstofu Hagfræði- stofnunar, þar sem sérfræðingarnir Ás- geir Jónsson og Sigurður Jóhannesson reifa málin.  20.30 Félag íslenskra fræða held- ur rannsóknakvöld í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3, þar sem hugað verður að jólabókaflóðinu sem er nýrunnið hjá. „Þjóðlegt flóð?" nefnist erindi Jóns Yngva Jóhannssonar, bókmenntafræð- ings og gagnrýnanda, þar sem hann ger- ir upp flóðið.  20.00 Pabbakvöld á Grand Rokk. Karlmenn ræða um karlmennsku og heimilislífið. ■ ■ SAMKOMUR  14.30 Síðdegisdans Félags eldri borgara verður í Ásgarði, Glæsibæ. Gestur verður Þorsteinn Ólafsson kenn- ari. Hljómborðsleikarinn Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi. Kaffi og kökur.  20.00 Pabbakvöld á Grand Rokk. Karlmenn ræða um karlmennsku. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Semur ekki fyrir eilífðina 26 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 31 JANÚAR Miðvikudagur Ég held að það hljóti að verasvolítið erfið tilfinning hjá tónskáldum að vera alltaf að skrifa fyrir ódauðleikann,“ segir Guðni Franzson, og tekur fram að sjálfur hafi hann ekki minnsta áhuga á því að semja tónlist fyrir eilífðina. „Samt held ég að sú hugsun blundi dálítið í mörgum tónskáld- um.“ Sjálfur segir Guðni tónsmíðar sínar endurnýjast og breytast með hverjum flutningi. „Enda lít ég fyrst og fremst á mig sem performer. Tónsmíðarn- ar mótast allar af því.“ Í kvöld verða í Salnum í Kópa- vogi tónleikar þar sem Guðni flytur eigin tónsmíðar ásamt val- inkunnum hópi hljóðfæraleikara. Tækjabúnaður Salarins er einnig óspart notaður í flutningi verk- anna, og er fléttað saman lifandi tónlist og umhverfishljóðum af ýmsu tagi ásamt myndlist, vídeólist og lýsingu. „Þetta verður frekar dimmur konsert. Það verður lítið ljós í salnum. Þetta er hugsað sem ákveðin stemning í lokuðu um- hverfi, upplifun sem ekki verður hægt að endurtaka.“ Meðal flytjenda eru Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Róbert Þórhallsson kontrabassaleikari, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Lára Stefánsdóttir dansari, auk Guðna sjálfs sem leikur á ýmis tréblásturshljóð- færi. Guðni segist sannfærður um að tími rómantískrar tónlistar sé að renna upp á nýjan leik. „Ég trúi því að teknóið fari brátt að líða undir lok og þetta rytmabít allt sé að klárast. Það er kominn tími til að slökkva á þessu teknógrúvi. Næsta bylgja í tón- listinni verður hárómantísk.“ Verkin á tónleikunum í kvöld eru öll frá síðustu árum, og þau draga óneitanlega dám af þessari afstöðu Guðna. „Þetta er bullandi rómantík allt saman, nema síðasta verkið, sem er dansverk, þar er smá grúv. En það er líka grúv hjartans. Þar erum við komin svolítið að upp- hafi mannsins, fæðingunni. Hljóð- in í þessu verki snúast mikið um líf sem kviknar.“ ■ ■ TÓNLEIKAR ■ FUNDUR KK Ég á nú nokkra gítara. Aðalmáliðer að þeir séu með sex strengj- um og það sé hægt að spila á þá. Margur gítarinn er með sinn eigin persónuleika, rétt eins og mann- fólkið og svo tengist maður þeim bara þegar þeir verða á vegi manns. Ég á einn, Martin D 53 gítar sem er 30 ára gamall. Hann er búinn að fylgja mér nokkuð lengi, svona 20 ár. Svo á ég líka rosalega skemmtilegan Gibson Sj kassagítar frá 1957 sem hljómar mjög vel.“ Hljóðfæriðmitt Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Pekka Kuusisto Ludwig van Beethoven ::: Fiðlukonsert Dímitríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 4 Sími 545 2500 I www.sinfonia.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR KL. 19:30 Aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitarinnar FIÐLUKONSERT BEETHOVENS OG 4. SINFÓNÍA SJOSTAKOVITSJ laugard. 31. jan. kl. 20. örfá sæti laus laugard. 7. feb. kl. 20. nokkur sæti laus föstud. 13. feb. kl 20. laus sæti GUÐNI FRANZSON OG SIGURÐUR HALLDÓRSSON Umhverfishljóð úr hvernum Strokki og frá Strikinu í Kaupmannahöfn koma meðal annars við sögu á rómantískum tónleikum Guðna Franzsonar í Salnum í Kópavogi. JÓN YNGVI JÓHANNESSON Fer yfir jólabókaflóðið á fundi í Sögufélags- húsinu Fischersundi í kvöld. Rýnt í bókaflóðið FUNDUR „Ég fer svona vítt og breitt yfir sviðið,“ segir Jón Yngvi Jó- hannesson, sem í kvöld ætlar að huga að nýliðnu jólabókaflóði á rannsóknarkvöldi Félags ís- lenskra fræða í kvöld, sem haldið verður í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3. „Það er svolítið erfitt svona stuttu eftir að finna einhver sam- eiginleg einkenni, en athygli mína vakti að þær skáldsögur sem mest voru áberandi voru sögulegar skáldsögur, eins og bók Ólafs Gunnarssonar um Jón Arason og eins bók á borð við Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson.“ Yfirskrift erindis Jóns Yngva verður því „Þjóðlegt flóð?“ – með spurningarmerki, því svo virðist sem áhugi á sögunni hafi verið helsti drifkraftur sagnanna. „Mér finnst líka merkilegt hversu áberandi sjálfsævisögur voru fyrir jólin. Ekki síst finnst mér gleðilegt að mikið er að koma út af minningabókum sem eru sjálfsævisögur eða skáldævisög- ur, þar sem fólk segir sjálft frá lífi sínu.“ Þar nefnir hann bækur á borð við Eins konar ég eftir Þráin Ber- telsson og Lygasögu Lindu Vil- hjálmsdóttur. ■ Pabbakvöld á Grand Rokk Karlahópur Femínistafélags Ís-lands stendur fyrir Pabba- kvöldi á Grand Rokk í kvöld. Þar verður fjallað um stöðu feðra hér á landi. Tveir feður segja frá reynslu sinni og einnig ætla full- trúar frá Félagi ábyrgra feðra og Félagi einstæðra foreldra að kynna samtök sín. „Við viljum fyrst og fremst reyna að halda gangandi þessari umræðu um föðurhlutverkið,“ segir Arnar Gíslason, sem er einn hinna vösku drengja í karlahóp Femínistafélags Íslands. „Það er örugglega ekkert auð- velt alltaf að samræma það að vera bæði pabbi og fyrirvinna. Karlar standa frammi fyrir kröf- um um að standa sig í vinnunni, sinna henni almennilega, og þá er oft spurning hvort þeir þurfi þá að setja föðurhlutverkið í annað sæti. Og það viljum við ekkert. Þetta er örugglega eitt af því sem brennur hvað heitast á karlmönn- um í dag.“ Karlahópur Femínistafélagsins er einn af ellefu starfshópum fé- lagsins. Þeir hittast um það bil einu sinni í mánuði til að ræða ýmis mál sem snúa að körlum, þar á meðal karlmennskuímyndina og nauðganir. Þetta er í þriðja skiptið sem karlahópurinn heldur samkomur af þessu tagi á Grand Rokk. „Einu sinni vorum við með karlmennskukvöld, síðan kom fyrirmyndakvöld þar sem þjóð- kunnir karlar ræddu um fyrir- myndir sínar, og nú finnst okkur tími kominn til að taka fyrir karl- menn sem uppalendur.“ ■ ARNAR GÍSLASON Karlahópur Femínistafélags Íslands verður með pabbakvöld á Grand Rokk í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.