Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 8
8 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Írak Kommúnisti! Kommúnisti! Deilan um bók Hannesar snýst um tvennt: annars vegar að til- vísanir í heimildir séu ófull- nægjandi og að hann geri ekki nógsamlega grein fyrir því hvernig að hann styðjist við rit annarra, og hins vegar að hann geri texta annarra höfunda að sínum. Páll Valsson, útgáfustjóri og ævisagnahöfundur. Morgunblaðið, 27. janúar. Sammála, sammála Í mínum huga hefur það alltaf verið aðalatriðið að koma þess- um harðstjóra frá. Davíð Oddsson um Írak. DV, 27. janúar. Minn meydóm fyrir próf Eins og staðan er hjá mér núna þá mun ég skulda 15 þúsund pund þegar ég lýk námi. Rosie Reid sem hyggst selja meydóm sinn hæstbjóðanda. DV, 27. janúar. Orðrétt Formaður VG um vorþingið : Heilbrigðismál og sparisjóðirnir ALÞINGI Þingstörf hefjast aftur í dag að loknu sex vikna jólaleyfi, en mörg mál bíða afgreiðslu vor- þingsins. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfing- arinnar græns framboðs, telur að heilbrigðismálin eigi eftir að taka mestan tíma á þinginu á næstu misserum. „Heilbrigðismálin verða væntanlega ofarlega á baugi í upphafi vorþingsins og þá aðal- lega fjárhagsvandi Landspítal- ans og áhrif niðurskurður á heil- brigðisþjónustuna. Málefni sparisjóðanna brenna einnig á mönnum og ég geri ráð fyrir því að þau verði rædd ítarlega á þinginu, en deilur um hæfi for- manns efnahags- og viðskipta- nefndar hafa því miður komið í veg fyrir að hægt sé að varpa ljósi á stöðuna í þeim efnum,“ segir Steingrímur. Hann telur einnig að sviptingar í sjávarút- veginum beri á góma á vorþing- inu. „Það verður væntanlega rætt um þær breytingar sem hafa orðið í sjávarútveginum, sem og það umrót sem hefur orðið í við- skiptaheiminum að undanförnu. Vinstri hreyfingin grænt fram- boð telur brýnt að fjalla um at- vinnuástandið og efnahagshorf- ur í tengslum við kjarasamn- inga, enda eru menn farnir að gera sér grein fyrir því að þróun gengis og vaxta er farin að hafa áhrif á atvinnulífið, segir Stein- grímur. ■ Eftir tæp sjö ár í embætti for-sætisráðherra Breta hefur staða Tonys Blair aldrei verið erf- iðari. Fjölgað hefur jafnt og þétt í hópi þeirra sem eru óánægðir með frammistöðu Blairs og margir spá því að ferill hans sé senn á enda. Ljóst er að framtíð forsætis- ráðherrans ræðst að miklu leyti af niðurstöðum Hutton-rannsóknar- innar, sem kynntar verða almenn- ingi í dag. Rannsóknin miðaði að því að varpa ljósi á þá atburðarás sem varð til þess að breski vopna- sérfræðingur David Kelly svipti sig lífi eftir að fjölmiðlar upplýstu að hann hefði verið heimildar- maður BBC í frétt um skýrslur ríkisstjórnarinnar varðandi vopnaeign Íraka. Blair hefur sjálfur lýst því yfir að honum beri að segja af sér ef ásakanir um að hann hafi vísvit- andi beitt blekkingum til að rétt- læta stríðið í Írak reynist á rökum reistar. Hann hefur ennfremur viðurkennt að staða hans yrði mjög erfið ef Hutton lávarður kæmist að þeirri niðurstöðu að hann hefði borið persónulega ábyrgð á því að nafni Kellys var lekið í fjölmiðla. Þess má geta að samkvæmt skoðanakönnunum tel- ur yfir helmingur bresku þjóðar- innar að Blair hafi sagt ósatt þegar hann fullyrti að hann hefði ekki heimilað undirmönnum sínum að greina frá nafni Kellys. Vinsældirnar dvína Nýjustu skoðanakannanir sýna að vinsældir Blairs hafa snar- minnkað á undanförnum vikum. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að 59% þjóðarinnar væru ósátt við frammistöðu for- sætisráðherrans og innan við þriðjungur væri ánægður með störf hans. Fyrir kosningarnar árið 2001 töldu 52% Breta að Blair væri hæfastur til að gegna embætti for- sætisráðherra. Nú er hlutfallið að- eins 31%, samkvæmt könnun sem dagblaðið The Daily Telegraph birti í síðustu viku. Michael Howard, nýkjörinn formaður Íhaldsflokksins, kemur fast á hæla Blairs en 29% þjóðarinnar vilja sjá hann í embætti forsætisráðherra. Þessi vaxandi óánægja með stefnu forsætisráðherrans hefur óhjákvæmilega áhrif á gengi Verkamannaflokksins. Í ofan- greindri könnun mældist Íhalds- flokkurinn með 40% fylgi á móti aðeins 35% hjá Verkamanna- flokknum. Síðan Blair tók við emb- ætti forsætisráðherra hefur það sjaldan komið fyrir að Íhaldsflokk- urinn mælist með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn og fimm prósenta forskot er nánast óheyrt. Þess ber þó að geta að niðurstöður The Daily Telegraph eru ekki í samræmi við niðurstöður kannana sem birst hafa í öðrum fjölmiðlum á undanförnum vikum. Dýrkeypt stríð Öruggt er að sú ákvörðum breska forsætisráðherrans að fylgja félaga sínum George W. Bush Bandaríkjaforseta í stríð gegn Írökum á sinn þátt í dvín- andi vinsældum Blairs. Stuðning- ur Blairs við Bush hefur reynst honum dýrkeyptur þar sem and- staðan við stríðið er mun meiri í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Í ofanálag virðist sem ásakanir um að Blair hafi beitt blekkingum til að afla stuðnings við stríðið í Írak hafi kostað hann traust meiri- hluta landsmanna. Þrátt fyrir að engin gereyðing- arvopn hafi fundist í Írak og hátt- settir stjórnmálamenn og emb- ættismenn hafi lýst því yfir að að öllum líkindum hafi þau aldrei verið til staðar, segist Blair enn sannfærður um að skýrslur bresku leyniþjónustunnar varð- andi vopnaeign Íraka hafi verið áreiðanlegar. Þó að í ljós komi að fullyrðingar leyniþjónustunnar hafi ekki átt við rök að styðjast getur það reynst þrautin þyngri að skera úr um hvort Blair hafi vísvitandi tekið þátt í blekkinga- leiknum. Staða Bush Bandaríkjaforseta er að mörgu leyti ólík stöðu Tonys Blair enda er stuðningur hins almenna borgara við stríðið í Írak mun meiri í Bandaríkjun- um en í Bretlandi. Bush hefur tekist að beina athygli banda- rísku þjóðarinnar frá vandræð- unum í Írak og þeim óheyrilega kostnaði sem innrásinni hefur fylgt. Mikill meirihluti Banda- ríkjamanna telur að það hafi ver- ið rétt ákvörðun að fara í stríð og yfir 70% þjóðarinnar telur að hernaðaraðgerðirnar gangi vel, samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum. Það er því frekar efna- hagsvandinn og atvinnuleysið heimafyrir sem gæti orðið Bush að falli í forsetakosningunum í nóvember. ■ LÍFSTÍÐARFANGELSI FYRIR AÐ DREPA DAGMÓÐUR Héraðsdómur í Álaborg dæmdi 21 árs karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða dagmóður sem hafði gætt hans þegar hann var barn. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að mis- þyrma þrettán konum kynferðis- lega. Flest fórnarlömbin voru eldri konur. STRÍÐIÐ Í ÍRAK RÉTTLÆTANLEGT Dönsk stjórnvöld studdu innrás- ina í Írak, ekki vegna þess að Írakar kynnu að ráða yfir gereyð- ingarvopnum heldur vegna þess að Saddam Hussein neitaði öllu samstarfi við Sameinuðu þjóðirn- ar, segir forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen. Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk fyrir kröfuhörð bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á verklegum æfingum sem miðast við að gera námið sem líkast raunveruleikanum. Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni og vönduð námsgögn innifalin í verði námskeiðsins. Lengd: 126 stundir - Stgr. verð: 106.875 Tími: Kvöldnámskeið hefst 10. feb. og morgunnámskeið 4. feb. Síðan ég lauk námskeiðinu hef ég starfað við bókhald hjá SÍF hf. Þar hefur þetta magnaða námskeið NTV nýst mér frábærlega. Anna María - bókari hjá SÍF Bókhald Verslunarreikningur Tölvubókhald Navision VSK uppgjör Afstemming / Ársreikningar Námsgreinar STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður vinstri grænna telur brýnt að fjalla um atvinnuástand- ið og efnahagshorfur í tengslum við kjarasamninga, enda þróun gengis og vaxta farin að hafa áhrif á atvinnulífið FIMM LÁTAST Í SPRENGJUÁRÁS Þrír bandarískir hermenn og tveir óbreyttir íraskir borgarar létu lífið þegar sprengja sprakk í vegkanti þar sem bandarísk her- bílalest átti leið um, vestur af Bagdad í gær. Fjöldi Íraka særð- ist í árásinni. HÓTA AÐ REKA TYRKI Á BROTT Leiðtogar Kúrda í Irbil-héraði í norðanverðu Írak, hóta að loka skrifstofu tyrkneska friðargæslu- liðsins í Irbil ef Tyrkir hafa sig ekki á brott sjálfviljugir. Kúrdar segja enga þörf á veru Tyrkjanna eftir fall stjórnar Saddams Hussein. Herlið Tyrkja hefur verið á svæðinu frá því á síðasta áratug. SKÆRULIÐAR SKOTNIR Banda- rískir hermenn felldu þrjá menn sem taldir eru tilheyra skæru- liðahreyfingu með tengsl við fyrrum stjórnvöld í Írak. Menn- irnir voru skotnir í árásum í Beiji, bæ skammt frá Tikrit, fæð- ingarstað Saddams Hussein. Tony Blair í kröppum dansi Svo virðist sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hafi orðið að gjalda þátttökunnar í Íraksstríðinu dýru verði. Vinsældir hans hafa minnkað verulega á undanförnum vikum og mánuðum og margir spá því að tími hans í embætti forsætisráðherra sé senn á enda. TONY BLAIR Breski forsætisráðherrann svarar spurningum Jeremy Paxman, stjórnanda þáttarins Newsnight hjá BBC. ■ Norðurlönd Fréttaskýring BRYNHILDUR BIRGISDÓTTIR ■ fjallar um erfiða stöðu Tonys Blair, forsætisráðherra Breta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.