Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 28. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Ungir handboltaiðkendur seljaÁfram Ísland handklæði fram yfir helgi, með myndum af lands- liðsmönnum Íslands í handbolta til styrktar handboltastarfi í landinu. „Við erum að gera þetta til styrktar krökkunum í félögunum,“ segir Ólafur Ben, fyrrum landsliðs- markvörður. „Þetta er fyrir fram- tíðarlandsliðsfólkið en ekki það nú- verandi. Líklega hefði orðið meiri meðbyr ef við hefðum komist í milliriðla en við ætlum samt að halda áfram í átakinu.“ Hvað varðar gengi landsliðsins í Slóveníu segir Óli að dimmir dalir reynist manni vel þegar maður lítur til baka. Eftir svona hrun kemur eitthvað jákvætt og líklegt að fram- tíðarstrákarnir okkar séu meðal þeirra sem nú ganga um og selja handklæði. ■ Handbolti ÓLAFUR BENEDIKTSSON ■ Á meðan strákarnir í handboltalands- liðinu sleikja sárin selja landsliðsmenn framtíðarinnar handklæði til eflingar íþróttinni. ... fær Valdimar Grímsson hand- boltahetja fyrir að þora að leggja kalt mat á gengi handboltalands- liðsins og stöðu þjálfarans í Ís- landi í dag. Landsliðshandklæði í dag Barist gegn tölvuþrjótum sem afrugla stöðina Puff sagði J-Lo að losa sig við Ben Bauð öllum árgangnum úr MR í veislu á kostnað Seðlabankans Þær Elsa María Jakobsdóttir,Kristín Tómasdóttir og Auður Magndís Leiknisdóttir kærðu í gær bókaverslun í Reykjavík fyr- ir sölu og dreifingu á klámi. „Það er mjög skýrt í lögum að það er bannað að dreifa klámi,“ segir Auður Magndís. „Lögreglan hefur ekki verið að gera neitt í þessu og því ákváðum við að kæra.“ Hún segir að lögreglan hafi bara tekið þessu vel og það verði ákveðið á næstu dögum hvort birt verði ákæra í málinu. Aðspurð af hverju þær hafi ákveðið að kæra segir Auður að þær séu allar áhugamanneskjur um jafnrétti og femínisma og þeim hafi verið farið að blöskra aðgerðaleysi yfirvalda í þessum efnum. „Við eigum fín lög hér á landi um dreifingu á klámi og einnig höfum við skýra skilgrein- ingu á klámi frá Sameinuðu þjóð- unum sem hægt er að styðjast við. Ef kærunni verður hins vegar vís- að frá tel ég að það sé bara fyrir- sláttur, það eru að minnsta kosti engin rök sem mér dettur í hug fyrir slíkri ákvörðun. Klámvæð- ingin er farin að tröllríða samfé- laginu og barátta gegn henni er stór hluti af jafnréttisbaráttunni. Við þurfum ekki að vera hissa á því að konur fái lægri laun á með- an viðhorf klámsins til kvenna er látið óáreitt.“ Auður segir að tilefni kærunn- ar séu ekki tímarit eins og Bleikt og blátt, heldur gróf klámblöð. „Ef þetta er ekki klám, þá veit ég ekki hvað klám er. Í þessum blöð- um má til dæmis finna kynferðis- legar myndir af ungum stúlkum, hugsanlega komnar yfir lögaldur en klæddar barnafötum, í barna- herbergjum með leikföng og þan- nig eru þær látnar líta út fyrir að vera börn. Þessi tímarit eru kannski ekki alveg jafn algeng og Bleikt og blátt en við áttum ekki í neinum vandræðum með að finna þau. Af þessu er mikið úrval og í bókabúðinni sem við kærðum voru þau ekki einu sinni í plasti þannig að aðgangur að þeim var hægur.“ ■ ÓLI BEN ÁSAMT LIÐSMÖNNUM VALS Í 4. FLOKKI KARLA Í HANDBOLTA Óli Ben, fyrrum landliðsmarkvörður Íslands í handbolta, stendur fyrir átaki til að styðja unga handboltaiðkendur með sölu handklæða. Gler & Brautir ehf - Gilsbúð 7 - 210 Garðabær - www.cover.is - 517-1417 Cover glerbrautakerfið kemur frá Finnlandi, glerið kemur frá Samverk á Hellu, hér er um að ræða íslenska framleiðslu & trausta vöru. Glerbrautakerfið er póstalaust og veitir því tært útsýni, eykur rými, vellíðan, verðgildi & minnkar viðhald fasteignarinnar. Glerbrautakerfið verndar einnig gegn vind, ryki, rigningu, snjó & hávaða, um 7-10db, & gegn kulda, allt að 5° Glerbrautakerfið er auðþrifið báðum megin án fyrirhafnar. COVER sva laskjó l - Ódýrara en þig grunar . . 5 ára ábyrgð Næsta pöntun 6 Febrúar A.T.H. Einfalt - Fegrar - Verndar S t í l h r e i n & F a l l e g h ö n n u n ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR, KRISTÍN TÓMASDÓTTIR OG AUÐUR MAGNDÍS LEIKNISDÓTTIR Áhugamanneskjur um jafnrétti sem kærðu bókabúð í Reykjavík fyrir dreifingu á klámefni. Klám of aðgengilegt Klám KONUR GEGN KLÁMI ■ Þrjár konur hafa fengið sig fullsaddar af aðgerðaleysi yfirvalda í klámmálum. Grétar Þórisson, forstöðumað-ur skíðasvæðis höfuðborgar- svæðisins, segir að það sé opið í Bláfjöllum þá daga sem veður er gott. Þar sé næga fönn að finna. Í Skálafelli sé ekki nægjanlegur snjór fyrir stólalyftur en diska- lyfturnar hafi verið opnar í nokkra daga. „Ég get ekki verið annað en bjartsýnn á skíðavetur- inn. Þetta hefur ekki litið svona vel út í nokkur ár og það er meiri snjór núna en verið hefur í janúar. Í Bláfjöllum er mjög góð stemm- ing og mikið af fólki þegar að- stæður eru góðar.“ Einnig eru þeir mjög kátir í Hlíðarfjalli á Akureyri. „Fjallið er eins og það gerist best,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðis í Hlíðar- fjalli. „Skíðahelgin var mjög góð, þrátt fyrir éljagang og kulda. Nú er sólin að kíkja upp fyrir fjallatoppana sem gerir þetta enn betra. Við höfum haft opið síðan um jólin og janúarmánuður hefur verið hálfgerður bónus. Yfirleitt kemur snjór ekki fyrr en um miðj- an janúar. Við erum mjög ánægð hér fyrir norðan með það sem af er vetri og bjartsýn á að veturinn verði góður og snjóamikill. Í Stafdal á Seyðisfirði er menn einnig kátir og segja að það sé nægur snjór í fjöllum. Það fari bara eftir veðri hvort opið sé en kári hefur nokkuð verið að stríða þeim. Gunnþór Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins, segir að færið í fjallinu sé mjög gott og útlitið sé miklu betra en á síðasta ári. Ekki náðist í umsjónarmenn skíðasvæðanna á Ísafirði en allar lyftur voru opnar í Tungudal og slóðir höfðu verið troðnar á gönguskíðasvæðinu í Seljalands- dal. ■ Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR Skíðamenn geta glaðst fyrr en undanfarin ár. Flestöll skíðasvæði landsins eru opin og forsvarsmenn svæðanna eru ánægðir með færið. Brun niður brekkurnar SkíðiGÓÐÆRI Í SKÍÐABREKKUM ■ Skíðamenn um allt land gleðjast nú yfir snjó og meiri snjó og hljóðið í þeim sem reka skíðasvæðin er allt annað en fyrir ári síðan þegar grátt var til fjalla frekar en hvítt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.