Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 8
8 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Var þetta ættleiðing? Það er mikil ábyrgð fólgin í því að taka að sér eignarhald á svo stórum hlut í Flugleiðum. Leiðari um kaup Hannesar Smárasonar og Jóns Helga Guðmundssonar á 38,5% hlut í Flugleiðum. Morgunblaðið, 28. janúar. Skyldulesningin Ég hafði samband við Jón og spurði hann, hvort hann hefði lesið bók mína: Hann kvað nei við. Þetta er auðvitað dæma- laust. Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar gagnrýni á bók sína, Halldór. Morgunblaðið, 28. janúar. Sakavottorð sjónvarps- glápara Meirihluti þjóðarinnar er ekki þjófóttur. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, um möguleika á að nota tölvur til að stela dagskrá Stöðvar 2. DV, 28. janúar. Orðrétt Reykherbergið á Hrafnistu sett upp vegna mótmæla: Góður staður en loftið hræðilegt ALDRAÐIR Magnús Hansson, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, segir reyk- herbergið á Hrafnistu vera rólegan og góðan stað, en loftið alveg hræði- legt. „Það er lítil sem engin loftræst- ing hérna,“ segir Magnús. „Það vantar alveg glugga – það hlýtur að vera algjört skilyrði að hafa glugga í reykherbergi.’’ Fréttablaðið greindi frá því á mánudaginn að reykaðstaða fyrir vistmenn á hjúkrunardeildinni væri lítið nokkurra fermetra gluggalaust herbergi með viftu sem truflar heyrnartæki vistmannanna. Áður en reykherbergið var sett upp reyktu vistmenn á hjúkrunardeild- inni í sameiginlegu rými. Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir að vegna mótmæla aðstandenda með þann ráðahag hafi reyk- herbergið verið sett upp. Hann seg- ir að mjög fáir nýti sér aðstöðuna, en það breyti því ekki að aðstaðan sé slæm enda sé ráðgert að bæta úr henni á næstu mánuðum. Benedikt Davíðsson, formaður Landssamtaka eldri borgara, segir að aðstaða fyrir reykingafólk þurfi að vera mannsæmandi. „Ég hef reyndar verið að fara á milli stofnana og hef hvergi hef ég orðið var við að aðstaða til reykinga sé umkvörtunarefni,’’ segir Bene- dikt. „Best væri auðvitað að enginn þyrfti á þessu að halda, en meðan svo er ekki þarf aðstaðan að vera til. Mér skilst að það standi til að bæta úr þessu og það lofar góðu.“ ■ Stjórnin frí af sök Ríkisstjórn Tony Blair reyndi hvorki að afvegaleiða þjóðina í aðdraganda innrásar í Írak né bar hún ábyrgð á sjálfsmorði vopnasérfræðingsins Davids Kelly að sögn Huttons lávarðar. Blair krefst afsökunarbeiðni. LONDON, AP Breska ríkisstjórnin reyndi ekki að blekkja bresku þjóðina í aðdraganda styrjaldar og bar ekki ábyrgð á því að vopna- sérfræðingurinn David Kelly framdi sjálfsmorð. Þetta er meginniðurstaða Huttons lávarð- ar sem rannsakaði fréttaflutning BBC, sjálfsmorð Kellys og fram- gang stjórnvalda. Hutton lávarður segir ljóst að ásakanir fréttamannsins Andrews Gilligan væru ekki á rökum reist- ar, en Gilligan sagði stjórnvöld hafa líklega vitað að sú staðhæf- ing væri röng að Írakar gætu not- að gjöreyðingarvopn með 45 mín- útna fyrirvara. Gilligan hélt því enn fremur fram að staðhæfingin hefði ekki birst í drögum skýrsl- unnar vegna þess að leyniþjónust- an vissi að hún væri röng. Hutton sagði ástæðuna þá að staðhæfing- in hefði komið of seint fram. Stað- hæfingin hefði hins vegar verið talin traust. Ásakanir Gilligans um að stjórnvöld hefðu þrýst á skýrslu- höfunda að bæta vafasömum upp- lýsingum í skýrsluna til að rétt- læta innrás í Írak standast ekki að mati Huttons. Lávarðurinn telur hins vegar að orðalag kunni að hafa orðið sterkara en ella vegna eindreginna óska forsætisráð- herrans og talsmanns hans um að skýrslan yrði sem afdráttar- lausust án þess þó að byggt væri á upplýsingum sem vitað væri að væru rangar eða ótraustar. Gavyn Davies, einn æðsti yfir- maður BBC, sagði af sér í kjölfar þess að skýrslan var birt. Bresk stjórnvöld, og einkum varnarmálaráðuneytið, voru gagn- rýnd fyrir að staðfesta að David Kelly væri heimildarmaður Gillig- ans. Var því haldið fram að Gilligan hefði átt mikinn þátt í sjálfsmorði Kellys. Hutton segir hins vegar að það hafi verið rétt að staðfesta nafn Kellys þegar frétta- menn voru komnir á sporið. Varn- armálaráðuneytið hefði þó mátt veita honum betri aðstoð eftir að upplýsingarnar urðu opinberar og undirbúa hann betur undir að svo kynni að fara. Enginn hefði getað séð fyrir sjálfsmorð Kellys. „Ásökunin um að ég eða ein- hver annar hafi logið að þinginu eða afvegaleitt þjóðina með því að falsa skýrslur um gjöreyðingar- vopn er lygar,“ sagði Tony Blair forsætisráðherra eftir að skýrsl- an varð opinber og krafðist afsök- unarbeiðni frá þeim sem hefðu haldið slíku fram. ■ LEITAÐ Á SLYSSTAÐ Flugslysið á Rauðahafi þar sem 148 manns fórust varð til þess að reglur um flugörygg- ismál voru endurskoðaðar innan ESB. Flugöryggi í Evrópu: Svartur listi samþykktur BRUSSEL, AP Samkomulag hefur náðst innan Evrópusambandsins um að birta svartan lista yfir flug- félög sem standast ekki settar öryggiskröfur, en málið hefur verið til umræðu innan ESB síðan flugvél Flash Airlines, sem var á bannlista í Sviss, hrapaði í Rauða- haf með þeim afleiðingum að 148 manns fórust. Samkomulagið, sem leyfir að nöfn flugfélaga sem valda áhyggj- um verði birt á listanum, var kynnt á blaðamannafundi í Bruss- el í gær og þykir að sögn tals- manna ESB mikið framfaraspor í flugöryggismálum. ■ Nám sem undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf á nútíma skrifstofu. Mikið er lagt upp úr verkfærni, metnaði og skipulögðum vinnubrögðum nemenda. Þetta er tilvalið nám fyrir alla þá sem vilja styrkja stöðu sína í starfi og þá sem eru í leit að nýjum starfsvettvangi. Innifalið í verði námskeiðsins eru TÖK próf og öll námsgögn. - Næsta morgunnámskeið er byrjar 2. feb. - Næsta kvöldnámskeið byrjar 5. feb. - Lengd: 258 stundir - Stgr.verð: 179.550 - Windows - Word - Excel - Access - Power Point - Internetið - Bókhald - Tölvubókhald - Verslunarreikningur - Sölutækni og þjónusta - Mannleg samskipti - Framkoma og framsögn - Tímastjórnun - Lokaverkefni Helstu námsgreinar: Við bjóðum námslán frá Íslandsbanka með fyrstu afborgun 2 mánuðum eftir að náminu er lokið. NÁMSGREINAR: Mismunandi gerðir kynningarefnis Adobe Illustrator Adobe Photoshop Vefauglýsingar m/ ImageReady Meðhöndlun lita Meðferð leturgerða Uppsetning prentgripa Samskipti við fjölmiðla og prentsm. Prentferlið og frágangur prentgripa Lokaverkefni Markmiðið er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi þannig að frágangur allra verka sé réttur hvort sem það er fyrir offsetprentun, dagblöð, Internetið eða umhverfisauglýsingar. Nemendur þurfa að hafa haldgóða þekkingu á Windows stýrikerfinu. Námið er skemmtilegt, krefjandi og hefur hlotið einróma lof nemenda í þau sjö ár sem það hefur verið kennt hjá NTV. - Lengd: 156 stundir - Stgr.verð: 141.550 kr. - Tími: Kvöld- og síðdegisnámskeið byrja 2. feb. Við bjóðum námslán frá Íslandsbanka með fyrstu afborgun eftir að náminu lýkur. NÁMSLÁN LÉTTIR Í JANÚAR Brúnin hefur lyftst á íslenskum almenningi í janúar miðað við í desember. Væntingar Ís- lendinga til efnahagslífsins eru nú mun meiri en þær voru í desember. Væntingavísitala Gallups: Þjóðin bjartsýnni á ný EFNAHAGSMÁL Íslendingar eru óðum að taka gleði sína á ný eftir smá svartsýniskast í desember. Væntingavísitala Gallups hækkar um tæp 20 stig milli desember og janúar. Hún stendur nú í 123,7 stigum. Vísitalan féll um tæp 17 stig í desember. Væntingavísitalan er unnin á sama hátt og sambærileg vísitala í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa gott forspárgildi um þróun einka- neyslu. Vísitalan 100 gefur til kynna að jafn margir eru jákvæðir og neikvæðir um stöðu sína í efna- hagslegu tilliti að sex mánuðum liðnum. Þar er horft til almennra þátta í efnahagslífinu, ásamt vænt- ingum um eigin afkomu. Bjartsýnin hefur ekki verið meiri síðan í október á síðasta ári. Þá var vísitalan ríflega 125 stig. Væntingavísitalan náði hæsta gildi sínu frá því að mælingar hófust hér á landi í maí síðastliðn- um, eða 136,8 stigum. Lægst fór vísitalan í nóvember árið 2001. Þá mældist hún 61,8 stig. ■ VÆNTINGAVÍSITALA GALLUPS Febrúar 106,6 Mars 115,8 Apríl 125,8 Maí 136,8 Júní 117,9 Júlí 112,6 Ágúst 115,3 September 116,8 Október 125,2 Nóvember 120,9 Desember 104,2 Janúar 123,7 GÓÐUR SÓLARHRINGUR FORSÆTISRÁÐHERRANS Á þriðjudagskvöldið samþykktu þingmenn umdeilt frumvarp sem heimilar háskólum að rúmlega tvöfalda skólagjöld. Í gær hreinsaði Hutton lávarður Tony Blair og stjórn hans af ásökunum í tengslum við sjálfsmorð Davids Kelly og mál sem því tengjast. Málin voru tvö þau erfiðustu sem Blair stóð frammi fyrir. Kanadískur ríkisborgari: Færður til Sýrlands TORONTO, AP Kanadísk stjórnvöld hafa fyrirskipað rannsókn sem á að leiða í ljós hvers vegna Bandaríkja- menn vísuðu kanadískum ríkisborg- ara úr landi og fluttu hann til Sýr- lands. Maðurinn, kanadískur ríkisborg- ari fæddur í Sýrlandi, var handtek- inn þegar hann kom við í Bandaríkj- unum á heimleið frá Túnis, þar sem leyniþjónusta taldi að hann tengdist al Kaída. Honum var vísað úr landi og fluttur til Sýrlands þar sem hann segist hafa verið pyntaður. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum, sem neitar því með öllu að vera hryðjuverkamaður. ■ REYKHERBERGIÐ Í vor verður reykherberginu lokað og ný og betri aðstaða fyrir reykingafólk sett upp.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.