Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 37
TÓNLIST Fyrrum forsprakki Smash- ing Pumpkins, Billy Corgan, hefur ekki lagt árar í bát þrátt fyrir skyndilegt andlát sveitarinnar Zwan. Corgan hélt sig frá sviðsljós- inu í þrjú ár eftir að Smashing Pumpkins leystist upp. Hann stofn- aði Zwan ári eftir andlát grasker- anna og fyrsta og eina platan kom út í fyrra. Sveitin leið svo undir lok nokkrum mánuðum seinna, í sept- ember í fyrra. Corgan lýsir fyrstu sólóplötu sinni sem „háværri, fallegri, ljóð- rænni og heimskri“. „Ég er að byrja upp á nýtt frá svo fersku sjónarhorni að það er ekki hægt að stóla á neitt nema mitt góða nafn,“ segir Corgan á heima- síðu sinni billycorgan.com. „Í heið- arleika segi ég að ég er tilbúinn. Ég elska áskorunina. Ég er spenntur yfir því að vera að vinna þessa tón- list, því að í fyrsta skiptið á ævinni verða þetta mín lög, unnin án þess að þurfa að ná málamiðlun við nokkurn mann.“ Á síðunni segist Corgan hafa haf- ið upptökur um miðjan janúarmán- uð. Ekkert er gefið upp um hvenær platan eigi að koma út. ■ FIMMTUDAGUR 29. janúar 2004 Hér er á ferðinni lítil og einlægfrönsk gamanmynd sem end- urspeglar á einfaldan hátt breyskleika mannsins og gerir góðlátlegt grín að hamingjuleit- inni miklu. Við fylgjumst með nokkrum ólíkum einstaklingum í einn sólarhring í höfuðborginni París. Það sem þetta fólk á sam- eiginlegt er að það er allt að upp- lifa hörmulegan dag. Kona strætóbílstjórans skilur við hann fyrir framan fullan vagn af fólki. Ungi ljósmyndarinn uppgötvar að hún er ólétt eftir að hafa sofið hjá brúðgumanum í brúðkaupinu sem hún var að mynda. Útbrunni sjón- varpskokkurinn kvíðir heimsókn fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar og elskhuga. Talmeinasérfræð- ingur reynir sitt ýtrasta til að halda framhjá eiginmanni sínum en ekkert gengur. Allt saman venjulegt fólk að upplifa vondan dag. Handritið nær að tengja persónurnar og sögur þeirra saman á lunkinn hátt og myndast skemmtilegt ris í framvindunni þegar á líður. Saga seinheppna sérfræðingsins (Kar- in Viard), sem gerir ítrekaðar og misheppnaðar tilraunir til að lenda í ástarævintýrum, stendur upp úr og væri í raun efni í heila mynd út af fyrir sig. Stílbragð myndarinnar er hins vegar ögn pirrandi, óþarfa klippi- og mynd- vinnslustælar sem gera í raun ekki annað en að trufla söguna. Kristófer Dignus Umfjöllunkvikmyndir REINES D’UN JOUR Leikstjóri: Marion Vernoux Aðalhlutverk: Karin Viard, Hélène Fillières, Victor Lanoux Einn af þessum dögum                                                             !"# $       $  "    %                    "       $    &      '(((  )!          "  '(      &     *       +       $    '(,-(.       "$ "     /         $     $    0.    1(   "      " "# $         0(  2$    "    31. 2$    $ 44   5(.  2 $             " "# $    $ 44 6  "   4                   78      "   9      ,     "          : $    ;  $ % "        $     <6!6% "  6  $   "  ):  ;%,                   )                                                     !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -                      !                TÓNLIST Yfirmenn netfyrirtækis- ins Napster, sem sérhæfir sig nú í því að selja tónlist löglega í gegnum Netið, hefur sakað evr- ópsk fyrirtæki, sem fara með höfundarétt listamanna, um að fresta netvæðingu tónlistar- markaðarins. Yfirmaður Napster, Chros Gorog, segir samningaviðræður við fyrirtækin stöðugt renna út í sandinn og vegna þessa fjölgi þeim stöðugt sem nálgist tónlist ólöglega á Netinu. Napster hefur verið að reyna að koma sér almennilega á mark- að í Evrópu en til þess þarf að ná samningum við höfundaréttar- fyrirtækin. Án þeirra verður ekki hægt að selja tónlist allra vinsælustu listamannana. Helsta ástæðan fyrir því hversu illa gengur að ná samningum er sú að semja þarf sérstaklega fyrir nánast hvert land í heimsálfunni. Þetta kom fram á tónlistarráð- stefnunni Midem í Cannes í Frakklandi. „Okkur langar til þess að fara af stað með meira en hálfa milljón laga í gagnabankan- um en við erum mörgum mánuð- um frá því markmiði,“ sagði Gorog. Bandaríski Napster-gagna- bankinn inniheldur meira en 30 milljón lög og netþjónustan hefur farið vel af stað frá því að hún opnaði aftur í fyrra. ■ Vinnur að sinni fyrstu sólóplötu BILLY CORGAN Segist í fyrsta skipti vera að gera tónlist án þess að þurfa að vera með mála- miðlanir. Gengur illa að komast að í Evrópu NAPSTER Hefur verið lögleg netþjónusta frá því í fyrra. Gengur illa að komast að í Evrópu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.