Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 16
Það er rétt sem kom fram hjá ræðu-mönnum á fundi um Landspítal- ann, sem ýmis hagsmunasamtök stóðu fyrir á þriðjudaginn, að það ríkir þjóð- arsátt um þá stefnu sem reynt hefur verið að reka í heilbrigðismálum Ís- lendinga undanfarna áratugi. Stefnan er í stuttu máli sú að allur almenning- ur skuli hafa aðgang að ókeypis heil- brigðisþjónustu og það sé í hendi heil- brigðisstéttanna að ákvarða í hverju þessi þjónusta sé falin og hversu víð- tæk hún skuli vera. Þessi stefna leiðir til sífellt meiri og víðtækari þjónustu. Hún fjölgar þeim sem leita til heil- brigðiskerfisins eftir þjónustu þar sem framboð þess kerfis á þjónustu breikkar jafnt og þétt. Kerfið sjálft skilgreinir sjálft starfsvið sitt og ræðst það mest af framboði á lyfjum og læknismeðferðum. Ný lyf og ný meðferðarúrræði auka við þjónustuna – oft á sviðum sem áður heyrðu ekki undir heilbrigðiskerfið. Nýir sjúk- dómar eru skilgreindir. Eftirlit og meðferð byrjar fyrr en áður – jafnvel áður en sjúklingurinn finnur fyrir ein- kennum – og meðferð að aflokinni hefðbundinni læknismeðferð lengist. Samkvæmt þessari þjóðarsáttar- stefnu ber stjórnvöldum ekki að stýra kerfinu með fjárveitingum. Þau geta ekki dregið úr kostnaði með því að takmarka fjárveitingar. Þvert á móti stýrir kerfið sjálft fjárveitingunum. Það er stjórn- valda að útvega féð. Ef þau þráast við að hækka skatta til að auka fjár- veitingar til heilbrigðiskerfisins eru þau að rjúfa þjóðarsáttina. Við þekkjum þess mörg dæmi á undan- förnum árum hvernig stjórnvöldum reiðir af sem reyna að stýra vexti heilbrigðiskerfisins. Með skipuleg- um aðgerðum heilbrigðiskerfisins eru slík stjórnvöld útmáluð sem sjúklingafjandsamleg – að þau vilji ekki hjúkra sjúkum eða annast um slasaða. Og á endanum gefast stjórnvöld upp. Fáir stjórnmála- menn hafa þrek til að standast þess- ar atlögur. Þeir þurfa að sækja um vinnu hjá kjósendum á fjögurra ára fresti og geta ekki mætt í atvinnu- viðtölin með slíka dóma á bakinu. Stjórnvöld hafa því fremur grip- ið til þess að hækka þjónustugjöld. Slíkt heggur ekki að valdi heil- brigðisstéttanna yfir kerfinu heldur tekur fé frá almenningi. Þótt eitt- hvað sé kvartað yfir slíkum ákvörð- unum um tíma líður það fljótt hjá. Almenningur hefur sjaldnast þrek til að barma sér lengi. Auðvitað gengur þetta kerfi ekki upp til lengdar. Það vita allir. En eftir sem áður er þjóðarsátt um þetta kerfi – þjóðarsátt um óskyn- semi. Sú staða mun vara þar til stjórnvöldum tekst að bjóða upp á betri kost. Hann finnst ekki með niðurskurði á útgjöldum með kröf- um á hendur kerfinu sjálfu að finna lausn. Lausnin verður að koma utan frá. Það er stjórnvalda að marka nýja stefnu í heilbrigðis- málum og vinna sátt um hana með- al þjóðarinnar. ■ Íbúar í New York, sem hafamátt þola einstaklega kaldan vetur í ár, þurftu að brjótast í gegnum einn eina stórhríðina í gærmorgun. Flugferðum til og frá borginni var aflýst og skólum var lokað á meðan hríðin gekk yfir. Snjótroðarar og saltdreifar- ar fóru um alla borg til þess að reyna að bæta ástandið og um 2.000 borgarstarfsmenn unnu hörðum höndum við það að koma umferðinni aftur í samt horf. Alls voru um 1.500 bílar með snjó- plóga á ferð um borgina í gær og 367 saltdreifarar. Er áætlað að um 250 þúsund tonnum af salti hafi verið dreift á göturnar það sem af er vetri. Fram úr fjárhagsáætlun Margir ferðalangar máttu fresta för sinni um heiminn út af snjókomunni. Alls 183 flugferð- um var aflýst frá La Guardia í gær og 49 flugverðum frá Kenn- edy-flugvelli. Um tíu þumlungar af snjó féllu á New York-svæðinu í gær, áður en hríðarsvæðið hélt áfram til Nova Scotia, og voru snjókornin sums staðar á stærð við tíu-krónupeninga. Vito Turso, talsmaður borgarinnar, bendir á að borgin hafi 20 milljónir doll- ara úr að spila á fjárhagsáætlun ársins, sem eru sérmerktir því viðfangsefni að berjast við snjó- inn. Þegar hefur tuttugu og einni milljón dollara, um einum og hálfum milljarði króna, verið varið í þeim tilgangi. „Við erum komnir fram úr fjárhagsáætlun,“ sagði Turso í samtali við New York Times. „En það þýðir þó ekki að við ætlum að hætta að ryðja göturnar.“ Snjór víða Svo virðist sem New York- búar láti snjóinn og kuldann lítið á sig fá. Þrátt fyrir slæmt skyg- gni, hálar gangstéttir og nístings- kulda var talsverð umferð gang- andi vegfarenda um borgina í gær. „Þetta er ekkert samanborið við kuldann sem var hér fyrir tveimur vikum,“ sagði Brett Jo- nes, 21 árs skemmtikraftur, í samtali við New York Times. „Þá jók vindurinn kuldann til muna.“ Í þeim töluðu orðum stóð hann á Times-torgi í miðborg Manhatt- an, að sögn blaðsins, og var að dreifa auglýsingapésum, þar sem hann auglýsti skemmtisýningu sína Ha!, sem sýnd er í grínista- klúbbi í nágrenninu. „Kuldinn var miklu verri áður,“ sagði Jo- nes. Snjóað hefur víða í Banda- ríkjunum í þessari viku, þar á meðal einnig í Washington D.C., þar sem bíla- og flugumferð hef- ur mátt þola miklar tafir. Á meg- inlandi Evrópu hefur reyndar líka snjóað og hafa íbúar í Tyrk- landi, Grikklandi, Búlgaríu, Ung- verjalandi og víðar mátt brjótast í gegnum hríðarkóf undanfarið líkt og íbúar New York. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um heilbrigðismál. Úti í heimi KULDAKAST ■ hefur geisað á austurströnd Banda- ríkjanna nýverið með talsverðri snjó- komu í New York, Washington og víðar. 16 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hundrað ára afmæli heima-stjórnar er á næstu grösum. Afmælið gefur tilefni til upprifj- unar á aðdraganda þeirrar ger- breytingar, sem varð á högum Ís- lands með heimastjórninni 1904. Þetta ártal skiptir einna mestu máli allra tímasetninga í saman- lagðri sögu þjóðarinnar. Forsagan var þessi. Jón Sig- urðsson hafði leitt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dön- um með glæstum brag. Hann var ekki stjórnmálamaður nema í aðra röndina: hann kom næstum aldrei í kjördæmið sitt fyrir vest- an, hirti ekki um það og þurfti þess ekki heldur, hann var fræði- maður í fyrsta lagi og eljusamur umbótamaður og ávann sér þannig traust og virðingu þjóðar- innar. Hann lét einkum verzlunar- mál til sín taka og menntamál og átti manna mestan þátt í því, að Íslendingar hófu að nýju frjáls viðskipti við útlönd 1855, enda þótt innlendum viðskiptum væri eftir sem áður haldið í heimsku- legum viðjum og vistarbandi. Þegar Jón forseti féll frá 1879, skildi hann eftir sig skarð, sem eftirkomendum hans tókst ekki að fylla nema til hálfs. Höfuðforingi þingsins að Jóni gengnum var Benedikt Sveinsson sýslumaður, faðir Einars skálds. Hann var inn- blásinn þjóðræknismaður og á h r i f a m i k i l l ræðuskörungur, en hann bar ekki sama skyn og Jón forseti á efnahagsmál og önnur hagnýt efni. Sjálfstæðis- baráttan eftir 1880 leystist upp í ófrjótt og inn- antómt þref um stjórnskipuleg f o r m s a t r i ð i . Þ i n g m ö n n u m virtist fyrirmun- að að leggja raunsætt mat á það, hvaða kröf- um væri hægt að fá framgengt gagnvart dönsku stjórninni, heldur sendu þeir hverja ályktunina á eftir annarri til konungs, ellegar frumvörp, án nokkurs árangurs. Landið stóð í stað. Nýr flötur Þannig var umhorfs á Alþingi, þegar Valtýr Guðmundsson tók sæti þar 1894 og hóf síðan útgáfu Eimreiðarinnar, þar sem hann birti margar lærðar greinar um stjórnmál og menntir og einnig frumort kvæði. Valtýr einsetti sér að rjúfa kyrrstöðuna með því að finna nýjan flöt á sjálfstæðismál- inu, enda var hann öllum hnútum kunnugur í Kaupmannahöfn, bjó þar. Hann reis upp gegn þeim öfl- um, sem hann taldi bera mesta ábyrgð á doðanum, einkum Magn- úsi Stephensen landshöfðingja og Benedikt Sveinssyni þingforseta, og fylkti smám saman um sig frjálslyndum menntamönnum innan þings og utan. Hann beitti sér fyrir eða studdi a.m.k. sam- þykkt nýrrar þingsályktunar um stjórnarskrármálið 1895, lagði síðan fram frumvarp um málið í þinginu 1897 og 1899, beið þá lægri hlut, en leiddi frumvarp sitt fram til sigurs 1901. Hann stóð með pálmann í hönd- unum: honum hafði tekizt að sann- færa meiri hluta þingsins um að slá af ýtrustu kröfum til að skapa skilyrði til að efla framfarir um landið, einkum samgöngur. Sam- göngurnar þurfa að ganga fyrir, sagði Valtýr: af þeim vex síðan allt hitt, sem þjóðin þarfnast. Val- týr vænti þess að unnum sigri að verða ráðherra Íslands með aðset- ur í Kaupmannahöfn. En þá gerð- ist það, að vinstrimenn náðu völd- um í Danmörku og buðu Íslend- ingum þá heimastjórn, sem Valtýr og samherjar hans vissu, að til- gangslaust hafði verið að heimta af gömlu hægristjórninni. Hannes Hafstein skáld og sýslumaður var nýsetztur á þing, þegar þetta var, og hann gekk á lagið, enda þótt hann hefði lítinn sem engan þátt átt í aðdraganda málsins. Framhaldið þekkjum við: Hannes var að lokum skipaður ráðherra 1904 með aðsetur í Reykjavík. Valtýr leiddi van- megnuga stjórnarandstöðu. Þegar Hannes komst í þrot fimm árum síðar eftir miklar útistöður við andstæðinga sína, taldi hann eðli- legt, eins og kóngurinn, að Valtýr tæki við. En þá höfðu fylkingar riðlazt svo í þinginu, að fyrrum samherjar Valtýs sneru sumir baki við honum, svo að annar mað- ur úr flokki Valtýs, Björn Jóns- son, valdist til ráðherradóms. Úlfúð, rifrildi og vitleysa keyrðu um þverbak þessi ár og hafa jafn- an síðan markað stjórnmálalíf landsins, þótt heldur hafi dregið úr ófremdinni á þeim vettvangi síðustu áratugi. Aldan bar bátinn að landi Þorsteinn Gíslason ritstjóri, samherji Hannesar Hafstein, skráði þætti úr stjórnmálasögu tímabilsins. Hann segir um Valtý í óprentaðri lykilskáldsögu sinni Tímamót (1936): ,,Honum fannst, að hann hefði vakið upp ölduna, sem bar bátinn að landi. Ef hann hefði ekki komið fram með breyt- ingartillögur sínar og náð með þeim nokkrum tökum á dönsku stjórninni, þá fannst honum, að allt mundi hafa hjakkað hér í sama farinu og áður. Og fyrir þetta hafði hann fengið óþökk, háð og níð landa sinna, brigzlyrði um, að hann ræki erindi erlends valds gegn ættjörð sinni, og að honum hefði aldrei gengið annað til en hégómleg valdagirni.’’ ■ Hagkvæm og þjóðhagslega hagkvæm göng „Í gær voru opnuð tilboð í jarð- göng undir Almannaskarð við Hornafjörð og hljóðar lægsta til- boð upp á tæpar 800 milljónir króna. Þessi göng verða á hring- veginum og þess vegna má gera ráð fyrir að stundum verði ein- hver umferð um göngin, en helsta röksemdin fyrir að grafa þau hefur þó verið að brekkan fyrir ofan Hornafjörð sé brött og erfið að vetrarlagi. Miðað við þessar tölur verða Almanna- skarðsgöngin „ódýr“ þegar litið er til ýmissa annarra ganga sem sumir láta sig dreyma um og eru jafnvel í undirbúningi eða enn lengra komin. Engu að síður er afar ósennilegt að göngin geti nokkurn tímann borgað sig, enda vita þeir sem hafa ekið þann vegarspotta sem um ræðir að umferð þar er lítil. Göngin geta engu að síður talist „þjóð- hagslega hagkvæm“, enda er það hugtak sem kunnugt er oft- ar en ekki notað um þær fram- kvæmdir sem eru alls ekki hag- kvæmar en stjórnmálamenn ákveða engu að síður að ráðast í fyrir skattfé. Skattgreiðendur eiga að sannfærast um að fyrst framkvæmd er „þjóðhagslega hagkvæm“ þá sé ekki hægt að vera á móti því að hún fái út- hlutun af skattfé.“ - PISTLAHÖFUNDUR VEFÞJÓÐVILJANS Á WWW.ANDRIKI.IS Starfsfólk rekið vegna launa- hækkana? „Á hitt er einnig að benda að verulegur hluti kostnaðarins við heilbrigðiskerfið er hár launa- kostnaður. Þetta nefna stjórn- völd jafnan fyrst, um leið og þau gera stjórnendum spítalanna að hag- ræða og skera nið- ur. En hver semur um launin við starfsfólk heil- brigðiskerfisins? Eru það ekki stjórnvöld sjálf? Með fjármála- ráðherra í broddi fylkingar? Og hér er raunar vandi sem er víð- ar en í heilbrigðiskerfinu. Und- anfarin ár hefur Geir Haarde fært ýmsum stéttum opinberra starfsmanna launahækkanir eins og hver annar jólasveinn. En síðan vilja hann og félagar hans skera niður á móti og vísa þeim ákvörðunum til undir- manna. Niðurstaðan er þá kannski að hluti starfsfólksins er rekinn fyrir launahækkanir hinna. Og hækkanirnar eru Geir að þakka en stjórnvöld taka enga ábyrgð á niðurskurðinum.“ - ÁRMANN JAKOBSSON Á WWW.MURINN.IS Valtýr ■ Af netinu Kuldinn í Ameríku Þjóðarsátt um óskynsemi „Þegar Hannes komst í þrot fimm árum síðar eftir miklar úti- stöður við andstæðinga sína, taldi hann eðlilegt, eins og kóng- urinn, að Val- týr tæki við. Einstaklingsráðgjöf - fjölskylduráðgjöf Hef opnað ráðgjafastofu í samvinnu við kvensjúkdómalækna á læknastöðinni Lind, Bæjarlind 12, í Kópavogi Sérhæfð ráðgjöf fyrir konur, börn og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á einkaviðtöl og fjölskylduviðtöl. Tímapantanir hjá riturum læknastöðvarinnar Lindar síma 555-0077 Krístín Sigurðardóttir, B.Ed.,MS,lpc, fjölskylduráðgjafi. WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti kastaði snjóbolta á mánudagsmorgun eftir snjókomu í Washington. Snjór og ísing hefur sett borgina úr skorðum í þessari viku. ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Valtý Guðmundsson. Um daginnog veginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.