Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 38
Krakkarnir í múm fá vægastsagt hræðilega dóma hjá gagnrýnenda tónlistarvefjarins pitchforkmedia.com sem gefur sig út fyrir að vera með puttann á púlsinum. Gagnrýnandinn miss- ir vægast sagt alla stjórn á sér í bræði sinni og pirring út í „und- arlegheit“ múm-liða og er greini- lega orðinn leiður á öllu tali um íslenska náttúru og álfa þegar kemur að tónlistarsköpun. Lagið nýja, Weeping Rock, fær svo ekki nema eina og hálfa stjörnu. Kalli Bjarni, sigurvegari Idol-söngvarakeppnarinnar, ætlar að afhenda Hard Rock „gardín- una“ frægu í hádeginu á föstu- dag. Þar er auðvitað verið að tala um jakkann fræga sem hann klæddist þegar hann tryggði sér sigurinn í keppninni. Hard Rock- keðjan er þekkt fyrir poppminja- safn sitt en veggir staðanna eru skreyttir hljóðfærum, fötum og öðrum munum sem tengjast rokksögunni og það blandast fáum hugur um að jakkinn hans kalla verði jafn klassískur og Presley-gallarnir. Kalli verður á staðnum 12.30 og tekur vel á móti aðdáendum sínum. Hrósið 38 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Við verðum ekki mikið vör viðóánægju með þessi blöð hérna, það er frekar að fólk kvarti við starfsfólkið í bókabúðunum,“ segir Trausti Júlíusson hjá Blaða- dreifingu Pennans um umræðuna um dreifingu kláms í bókaversl- unum sem hefur skotið upp kollin- um á ný. Trausti staðfestir einnig að blöðin séu orðin töluvert grófari en þau voru fyrir nokkrum árum en nú er nánast allt sýnt. „Þessi blöð koma flest frá Bandaríkjunum og einhvern tíma voru reglur um hvað þau mættu ganga langt en þær virðast ekki vera við lýði leng- ur. Blöðin voru ekki eins gróf fyrir sex til sjö árum en þá var samt kvartað miklu meira.“ Trausti vill ekki útiloka að útgefendur hafi fært sig upp á skaftið til að bregð- ast við aukinni samkeppni frá Net- inu sem hefur þjarmað illilega að pappírskláminu. „Salan og dreifingin hefur minnkað stórlega og það er miklu minna keypt inn af þessum blöð- um en áður. Það er helst að Hustler haldi alltaf sínu. Ég geri ráð fyrir því að þessi markaður muni halda áfram að minnka en það er að vísu mikil uppsveifla við Kárahnjúka um þessar mundir, sem er kannski ekkert skrítið í því karlasamfélagi sem þar er að myndast.“ Flestar bókaverslanir og bensínstöðvar sem selja klámblöð pakka þeim inn í skyggt plast svo nektin blasi ekki við viðskiptavin- um. Þetta eru hins vegar ráðstaf- anir sem hver söluaðili verður að gera sjálfur. „Við sendum blöðin frá okkur eins og þau koma til okkar en flestir pakka þeim nú inn áður en þau fara upp í hillu.“ ■ Klám ■ Úrval klámblaða er í bókabúðum. Titlunum fer fækkandi en blöðin verða grófari. Eftirspurnin er mest við Kárahnjúka. ... fær yfirstjórn Íslandsbanka fyrir að láta alla starfsmenn fyrirtækisins njóta góðrar af- komu með rúmlega 240.000 króna kaupauka. Fréttiraf fólki Klámbylgja skellur á Kárahnjúkum ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Jón Helgi Guðmundsson og Hannes Smárason. Ari Teitsson. Ellefu. 1 6 7 8 9 14 16 17 £5 18 2 3 4 1311 10 12 5 í dag Sektir Olíu- félaganna 300 millur 420 millur 480 millur Keramiknámskeið Unnið með brenndan og óbrenndan leir, glerungar, steinalitir o.fl. Vikulegir tímar í 6 vikur, hefjast 9.feb. kl. 20. Verð aðeins kr. 5000. Laugavegi 48b, sími 552 2882, meira á www.keramik.is eða í netpósti: keramik@keramik.is Skemmtilegar aðferðir við málun og skreytingu á nytjahlutum. Lárétt: 1 vel að sér, 6 hátíð, 7 fljót, 8 píla, 9 þakskegg, 10 slæm, 12 tónverk, 14 afbrot, 15 líta, 16 ónefndur, 17 stefna, 18 sjávarkonungur. Lóðrétt: 1 líf, 2 rólegur, 3 belti, 4 tilvalið, 5 jurt, 9 fataefni, 11 skökk, 13 þraut, 14 fönn, 17 tímabil. Lausn: Lárétt: 1fróður, 6jól,7pó,8ör, 9ups, 10ill,12lag,14sök,15gá,16nn,17átt, 18ægir. Lóðrétt: 1fjör, 2rór, 3ól,4upplagt, 5 rós,9ull,11röng,13gáta,14snæ,17 ár. Selma Björnsdóttir hefurgengið til liðs við hóp leikara í söngleiknum Grease sem snýr aftur á fjalirnar í Borgarleik- húsinu í byrjun febrúar. Fréttir af innkomu Selmu, sem gerði garðinn frægan í hlutverki Sandy þegar söngleikurinn var síðast settur upp árið 1998, hafa valdið nokkrum titringi meðal aðdáenda Birgittu Haukdal sem hefur farið með hlutverk Sandy undanfarið. „Þetta er alger misskilningur,“ segir Árni Sigfússon, aðstandandi sýningarinnar, „en síminn hefur ekki stoppað í miðasölu Borgar- leikhússins vegna þessa. Birgitta heldur að sjálfsögðu áfram að leika Sandy en Selma kemur inn sem Krissa“. Krissa er íslenskt ígildi skutl- unnar Rizzo sem Stockard Chann- ing gerði ódauðlega í kvikmynda- útgáfu Grease. Þær Sandy og Rizzo elduðu grátt silfur saman en hvernig líst Selmu á að leika per- sónuna sem gerði Sandy lífið leitt 1998? „Mér finnst þetta frábært. Ég fór í prufu fyrir hlutverk Rizzo áður en ég fékk Sandy og finnst rosalega skemmtilegt að fá að leika þær báðar. Það má segja að það sé lítill draumur að rætast með þessu þannig að það var ekki mikið mál að fá mig til að vera með núna. Krissa er ofboðslega orkurík og er mikið í dansatriðum og það togaði líka dálítið í mig. Þegar ég lék Sandy fékk ég ekkert að dansa en nú fæ ég að syngja, leika og dansa. Allt í einu, ég elska það.“ Birgitta og Selma eiga fleira sameiginlegt en að hafa leikið Sandy á sviði en þær eru tvær af skærustu Eurovision-stjörnum Ís- lendinga. „Ég fór með Birgittu til Lettlands og það verður mjög gaman að vera með henni í Grease. Mér finnst það líka spennandi tilhugsun að fá að hitta Sandy á sviðinu og tala við hana í stað þess að vera hún.“ Þessi sýning með Birgittu og Jónsa Í svörtum fötum var vin- sælasti söngleikur síðasta árs en Gunnar Helgason staðfærði sýn- inguna og leikstýrir henni. Hann mun nú bæta enn um betur en um leið og Selma stígur á stokk ætlar hann sjálfur að ganga til liðs við leikarana og mun fara með hlut- verk Sjonna. Fyrstu sýningarnar á Grease á nýju ári verða dagana 4., 5., og 6. febrúar. ■ Endurkoma ■ Eurovision-stjörnur saman á sviði. Selma Björnsdóttir er gengin til liðs við söngleikinn Grease en Birgitta Haukdal fer þó hvergi. KLÁMBLÖÐ Eftirspurnin eftir þeim fer stöðugt minnk- andi á meðan blöðin sjálf verða grófari. Eftirspurnin eftir þessum umdeildu tíma- ritum er mest á Kárahnjúkum um þessar mundir en annars er það helst gamla sorpritið hans Larrys Flint, Hustler, sem alltaf selst mest. Birgitta er ekki hætt BIRGITTA, SELMA OG GUNNAR Selma og Gunnar munu leika í Grease á næstunni. Selma lék Sandy fyrir 6 árum en aðdáendur Birgittu Haukdal hafa ekkert að óttast. Selma er ekki að fara að endurtaka þá rullu og mun leika Krissu. Birgitta er því ekki á förum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.