Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 22
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Á ferð um landið Icelandic Hotel Selfoss  . Eyrarvegi 2 . 800 Selfoss . selfoss@icelandichotels. is . www.icelandichotels. is l á t t u o k k u r u m skipulagið við gerum tilboð í aðrar árshátíðir, ráðstefnur, fundi & uppákomur HOTELSELFOSS SÍMI 480 2500 Ný ferðaskrifstofa á Íslandi: Langferðir með áherslu á langferðir Í dag tekur til starfa ný ferða-skrifstofa á Íslandi, Langferð- ir ehf. „Langferðir er íslensk ferðaskrifstofa sem byggir á samstarfssamningi við Kuoni Scandinavia sem er dótturfyrir- tæki Kuoni Travel Group. Okkar samningur tekur til Kuoni í Danmörku sem verður aðalsam- starfsaðilinn,“ segir Tómas Þór Tómasson, framkvæmdastjóri Langferða. „Við bjóðum þær ferðir sem þeir eru með á danska markaðinum. Okkar kúnnar byrja á því að fara til Kaupmannahafnar og ganga þar inn í danska prógrammið.“ Í fyrstu munu Langferðir kynna úrval langferða til áfangastaða utan Evrópu. Fyrstu aðaláfangastaðirnir eru Kína og sólarvinin Hua Hin í Taílandi, þar sem sérfróðir ís- lenskir fararstjórar verða til þjónustu á báðum stöðum. „Hua Hin er vinsælasti áfangastaður Norðurlandabúa í Taílandi. Þetta er sólarbær en miklu taí- lenskari en margir slíkir, ekki síst vegna þess að þarna njóta Taílendingar sjálfir sólarinnar.“ Í Kína er hugmyndin að gefa fólki kost á að ferðast meira á eigin vegum en tíðkast hefur til þessa. Auk þess verða íslenskir fararstjórar í nokkrum hópferð- um sem farnar verða frá Dan- mörku í haust. Þetta eru ferðir til Taílands, Víetnam, Ástralíu, Egyptalands, Bandaríkjanna og Kína. „Verðið á þessum ferðum er upp í að vera sambærilegt við það sem Íslendingum hefur boð- ist til þessa en í flestum tilvik- um bjóðum við lægra verð en boðist hefur. Við erum í raun að bjóða skandínavíska verðið hér,“ segir Tómas. Dótturfyrirtæki Kuoni, Apollo, er með sólarlandaferðir á mjög hagstæðu verði frá Kaupmannahöfn og annast Langferðir einnig sölu á þeirri þjónustu. „Menn geta komist með Apollo fyrir miklu lægra verð en við höfum séð,“ segir Tómas. En yfirleitt þarf þá að gista að minnsta kosti eina nótt í Kaupmannahöfn, sem er ekki tilfellið til dæmis í Taílands- og Kínaferðunum. Apollo hefur sterka stöðu í Grikklandi og við austanvert Miðjarðarhafið þannig að hér er líka um að ræða áfangastaði sem eru nýir fyrir Íslendinga. „Við reiknum með að fólk vilji nýta sér ódýr netfargjöld til Kaupmannahafn- ar en verðum að sjálfsögðu með ferðir í boði þangað,“ segir Tómas en Langferðir munu líka bjóða hótel á góðu verði í Kaup- mannahöfn. ■ TÓMAS ÞÓR TÓMASSON Þrír starfsmenn verða á skrifstofu Langferða til að byrja með. Hvalfjarðarganga Útivistar Hvalfjarðargöngunni verður haldið áfram 1.febrúar. Gengið verður frá Brautarholtsborg með ströndinni að Kiðafelli í Kjós. Á leiðinni getur meðal annars að líta Andríðsey skammt undan landi og kirkjustaðinn Saurbæ. Fjölskylduferð. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.800/2.100 kr. ■ Á SKÍÐI Útivist stendur fyrir skíðaferð 1. febrúar. Snjóalög ráða hvert verður farið. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.900/2.300 kr. ÞORRABLÓT ÚTIVISTAR Þorrablót Útivistar verður haldið í Hótel Dyrhólaey 30. janúar-1. febrúar. Boðið er upp á áhugaverða gönguferð í nágrenni Dyrhóla- eyjar og jeppaferð á Mýrdals- jökul. Í þorraferðum Útivistar er venja að fólk komi með þorra- mat og haldi sameiginlegt þorra- blót á laugardagskvöldinu. Far- arstjórar eru Fríða Hjálmars- dóttir og Sylvía Kristjánsdóttir en Jón Tryggvi Þórsson fer fyrir jeppahópnum á Mýrdalsjökul. Farið verður á einkabílum og er brottför frá Hlíðarenda á Hvols- velli kl. 20 föstudagskvöldið 30. janúar. Verð kr. 4.700 fyrir fé- lagsmenn og kr. 5.500 fyrir aðra. Innifalið í verði er morgunverð- ur báða morgnana, gisting og fararstjórn. ÞORRABLÓT FERÐAFÉLAGSINS Þorrablót Ferðafélags Íslands verður helgina 7.-8. febrúar 2004 að Laugum í Sælingsdal. Farar- stjóri er Dr. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur en hann er þaulkunnur svæðinu og einn af höf- undum Ár- bókar 1997 sem fjallar meðal ann- ars um Dalina. Veislan um kvöldið verður vegleg að hætti heimamanna. Sundlaug- in verður opin og ef aðstæður leyfa verður ekið að Eiríksstöð- um í Haukadal. Brottför kl. 9 ein- göngu frá Mörkinni 6, 108 Reykjavík. Verð kr. 10.000 fyrir félagsmenn og kr. 12.500 fyrir aðra. Allir velkomnir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.