Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Banvænn sparnaður? Ég verð að viðurkenna að ég skilekki alveg hvað er í gangi varð- andi sparnað og Landspítalaháskóla- sjúkrahús. Augljóslega finnst fjár- málaráðherranum að kostnaður við heilbrigðiskerfið sé kominn úr bönd- unum og það er trúlega nokkuð til í því. Venjulegan mann sundlar þegar hann heyrir hversu margir milljarð- ar af ríkisútgjöldunum renna til heil- brigðisþjónustunnar. ÁFLOGIN um sparnaðinn í heil- brigðiskerfinu fara að verulegu leyti fram í fjölmiðlum, almenningi til mikillar hrellingar. Læknar bera vitni einn af öðrum um að niður- skurður á einstökum deildum muni hafa lífshættulegar afleiðingar fyrir viðskiptamenn heilbrigðisþjónust- unnar, og heilbrigðisráðherrann er kófsveittur við að halda því fram að hægt sé að ná fram skynsamlegum sparnaði án þess að fórna til þess mannslífum. Deiluaðilar eru svell- kaldir að kasta á milli sín fjöreggi þjóðarinnar og almenningur stendur hjá og vonar að skurnin á egginu brotni ekki í þessum mikla fjölmiðla- hasar. STUTT en snörp reynsla mín af ís- lenska heilbrigðiskerfinu er afar góð. Fyrir rúmum áratug veiktist ég illa og þá voru það snör og fumlaus handtök starfsfólks á Borgarspítal- anum sem björguðu lífi mínu og hjúkruðu mér aftur til heilsu bæði fljótt og vel. Síðan þá hef ég reynt að sjá ekki ofsjónum yfir kjörum lækna og borið óttablandna virðingu fyrir heilbrigðiskerfi sem fer ekki í mann- greinarálit og verndar jafnt líf og heilsu fátækra sem ríkra. HVORT ríkið sjálft rekur heilbrigð- isstofnanir með allri áhöfn eða kaup- ir þjónustu þeirra af einkavæddum heilsuvarðliðum má einu gilda. Kjarni málsins er sá að allir Íslend- ingar, háir sem lágir, eigi aðgang að og heimtingu á þeirri bestu heil- brigðisþjónustu sem hægt er kaupa fyrir 70% af ráðstöfunarfé ríkisins. Og það ætti að vera sameiginlegt markmið aðila í þessari sparnaðar- deilu í stað þess að hóta almenningi pínu og dauða á hverjum degi með lokunum og niðurskurði á þjónustu. Það er að vísu ólíkt Íslendingum að spara, en hérna ætti að vera hægt að ganga fram með góðu fordæmi og sýna að sparnaður þarf ekki endilega að vera banvænn. ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.