Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 29. janúar 2004 35 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Pekka Kuusisto Ludwig van Beethoven ::: Fiðlukonsert Dímitríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 4 Sími 545 2500 I www.sinfonia.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR KL. 19:30 Aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitarinnar FIÐLUKONSERT BEETHOVENS OG 4. SINFÓNÍA SJOSTAKOVITSJ LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. des - 22. feb opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 Þetta eru bara svona léttir tón-leikar í hádeginu,“ segir Jó- hanna Linnet söngkona, sem ætlar að syngja nokkrar vinsælar óper- ettuaríur og Vínarlög á hádegis- tónleikum í Hafnarborg í Hafnar- firði. „Þetta er tónlist sem sumir segja að lítið þurfi að æfa,“ segir Jóhanna, sem er reyndar ekki frá því að þessi lög reyni ekki mikið minna á flytjendurna en margt sem erfiðara kann að þykja áheyrnar. „Mér finnst að minnsta kosti sjálfri alltaf svolítið krefjandi að syngja þessa tónlist. Hún spannar mikið raddsvið hjá söngvaranum. Ætli megi ekki segja að allt sem er ánægjulegt virki svo auðvelt.“ Með henni spilar á píanóið Ant- onía Hevesi, sem hefur boðið fólki upp á hádegistónleika í Hafnar- borg í vetur og ætlar ótrauð að halda því áfram. Á efnisskránni eru óperettu- aríur eftir þá Franz Lehár og Emmerich Kálmán, sem báðir eru ættaðir frá Ungverjalandi. Einnig syngur Jóhanna aríu eftir K. Stolz um Ungverjaland og ungverska sígaunatónlist. „Þetta eru allt saman lög sem fólk þekkir, eins og til dæmis Wien, du Stadt meiner Träume, sem manni finnst einhvern veginn að tilheyri öllum Vínaróperettu- tónleikum.“ ■ Mikið fjör verður á tónleikumSinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, þegar flutt verða tvö stór- brotin verk eftir Beethoven og Sjostakovitsj. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto leikur einleik í Fiðlu- konserti Beethovens, sem hefur verið kallaður drottning fiðlu- konsertanna. Eftir hlé verður síð- an flutt fjórða sinfónía Sjosta- kovitsj, og þá þarf aldeilis tilfær- ingar því verkið gerir kröfu um gríðarlega stóra hljómsveit. Sviðs- menn Sinfóníunnar hafa gert sér- stakar ráðstafanir og stækkað sviðið til þess að 108 hljóðfæra- leikarar komist þar allir fyrir. Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, verður með tónsprotann í hendi í kvöld. Að hans frumkvæði hefur Sinfóníu- hljómsveitin ráðist í það stórvirki að flytja allar sinfóníur Sjosta- kovitsj, en þær eru alls fimmtán talsins. Fyrstu þrjár sinfóníurnar voru fluttar í haust, og nú er sem sagt komið að þeirri fjórðu. Hugmynd- in er sú að ljúka flutningi þeirra allra á næstu þremur til fjórum starfsárum hljómsveitarinnar. ■ Ánægjulegir hádegistónar JÓHANNA LINNET Verður í Vínarstuði í hádeginu ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. ■ TÓNLEIKAR Beethoven og Sjostakovitsj SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hinn glæsilegi fiðlukonsert Beethovens verður fluttur í kvöld ásamt fjórðu sinfóníu Sjostakovitsj. ■ FUNDUR Sagnfræðingafélag Íslands efn-ir í byrjun hvers árs til svo- nefnds bókafundar, þar sem fræðimenn koma saman til þess að ræða nokkrar vel valdar bækur úr jólaflóðinu. Að þessu sinni fjallar Guðrún Ása Grímsdóttir um sjötta bindið í ritröðinni Sögu Íslands eftir Helga Þorláksson, Hrefna Ró- bertsdóttir fjallar um Sögu Reykjavíkur eftir Þorleif Óskars- son og Inga Huld Hákonardóttir um verkið Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Þeir Helgi og Þorlákur, höfund- ar Sögu Íslands og Sögu Reykja- víkur, verða báðir á staðnum og bregðast við umsögnum. Bókafundurinn fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi og hefst klukkan átta í kvöld. ■ Bókafundur sagn- fræðinga ÓLAFUR GUNNARSSON Öxin og jörðin er ein þeirra bóka sem sagnfræðingar spá í á bókafundi sínum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.