Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 39
Rocky FIMMTUDAGUR 29. janúar 2004 Lífið er svo skemmtilegt, mérgengur svo vel og ég útiloka ekkert þegar það kemur að endur- komu í sjónvarp,“ segir Hermann Gunnarsson sem er mættur aftur á skjáinn, nú á Stöð 2. Hemmi ætlar til að byrja með að mæta á föstudagsmorgnum í Ísland í bítið og spjalla við þau Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson um heima og geima. Hemmi sýndi gamla takta í íþróttaþætti Guðna Bergssonar á Sýn um daginn og það er ekki úti- lokað að hann láti til sín taka í sport- inu enda landskunnur fyrir hressi- legar kappleikjalýsingar sínar á árum áður. Hemmi tók við starfi kynningarstjóra Vestfirska forlags- ins á Hrafnseyri við Dýrafjörð í fyrra en veit ekki hvernig fram- haldið verður í bókaútgáfunni. „Það er lægð í þessu á þessum árstíma en það er vilji hjá báðum aðilum að halda samstarfinu áfram og við stefnum að því að gera eitt- hvað skemmtilegt saman síðar á árinu.“ ■ Þegar þingmenn komu samanaftur eftir jólahlé fengu þing- menn Sjálfstæðisflokks að vita að Frelsi.is, vefrit Heimdallar í Reykjavík hefði skráð þá til leiks í Frelsisdeildinni. Frelsisdeildin er keppni á milli þingmanna um hverjir séu duglegastir við að auka frelsi Íslendinga og minnka ríkisútgjöldin út frá hugmyndum frjálshyggjunnar. Keppnistímabilið hófst með upphafi haustþings 2003 og því lýkur í enda vorþings 2004. Þá mun verða ljóst hvaða þingmaður Sjálf- stæðisflokksins hlýtur titilinn Frelsari ársins og til viðurkenning- ar fær hann farandbikar til varð- veislu í eitt ár. „Við gefum stig fyr- ir flutning á lagafrumvörpum sem miða að því að draga úr afskiptum ríkisvaldsins og drögum frá stig fyrir lagafrumvörp sem miða að því að auka eða viðhalda forræðis- hyggju ríkisvaldsins,“ segir Krist- inn Már Ársælsson, ritstjóri Frels- is. „Auðvitað geta komið upp vafa- efni en þá er það bara eins og í fót- boltanum, það dugar ekki að deila við dómarann.“ Kristinn segir keppnina ágæta fyrir þingmenn til að glöggva sig á því hvernig ímynd flokksins er út á við. „Fyrir utan að þetta er skemmtilegt og aðgengilegt öllum getur það líka orðið til þess að sjálfstæðismenn beiti meiri kænsku og fari að láta framsókn- armenn leggja fleiri mál fram fyrir sig.“ Staðan um miðbik keppnis- tímabilsins er svo að efstur trónir Einar K. Guðfinnsson með þrjú stig en neðstur er Bjarni Bene- diktsson með sautján stig í mínus. Formaður flokksins, Davíð Odds- son, er í ellefta sæti með sjö stig í mínus. ■ Stjórnmál ■ Heimdallur skýrir frá Frelsisdeildinni. Stig gefin fyrir frelsandi lagafrumvörp. Keppt í frelsi KRISTINN MÁR ÁRSÆLSSON Einar K. Guðfinnsson hefur tekið forystuna í frelsiskeppni Heimdallar en Bjarni Bene- diktsson rekur lestina. Lögreglan hefur sótt um tugmilljóna aukafjárveit- ingu fyrir nýstárlegum vopnabúnaði! Spurning hvaða vopnabúnað þeir þurfa til að berja ekki dópsala í klessu eftir að þeir handjárna þá! Við ætlum að veiða þá í net... eins og Batman! Hemmi alltaf hress HERMANN GUNNARSSON Ætlar að mæta galvaskur í Ísland í bítið á föstudög- um. Hann kann vel við sig á skjánum og úti- lokar ekkert í nýju lífi en hann er á ótrúlegum batavegi eftir al- varlegt hjartaáfall.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.