Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 34
■ ■ TÓNLEIKAR  18.00 Tónleikar til styrktar BUGL (barna- og unglingadeild Landspítalans) í Félagsheimili Seltjarnarness, Suður- strönd, fyrir 13-18 ára. Fram koma Bertel, Coral, Amos, Brothers Majere, Kimono, Lokbrá, Doctuz, Dáðadrengir og Búdrýgindi. Vímulaus skemmtun. Miðar seldir í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og í Dogma, Laugavegi.  12.00 Jóhanna Linnet sópransöng- kona syngur vinsælar óperettuaríur eftir hina ungversk ættuðu F. Lehár og Emmerich Kálmán á hádegistónleikum í Hafnarborg, Hafnarfirði. Auk þess syngur Jóhanna aríu eftir K. Stolz um Ungverjaland og ungverska sígaunatón- list. Listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikanna er Antonía Hevesi.  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur fiðlukonsert Beethovens og fjórðu sinfóníu Sostakovitsj í Háskólabíói. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba og einleikari Pekka Kuusisto.  21.30 Samnorræni jazzkvartettinn Rodent kemur fram á Kaffi List. Hljóm- sveitina skipa Íslendingarnir Haukur Gröndal á saxófón og klarinett og Helgi Svavar Helgason á trommur ásamt trompetleikaranum Jarko Hakala frá Finnlandi og norska bassaleikaranum Lars Tormod Jenset. Aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  21.30 Djassbandið Angurgapi leik- ur djass- og spunatónlist í Stúdenta- kjallaranum.  22.00 Hljómsveitin Feel Freeman verður með Red Hot Chili Peppers Tribute-tónleika á Undirtónakvöldi á Grand Rokk.  22.00 Hljómsveitin Súellen spilar á Gauki á Stöng í tilefni af útgáfu disksins „Ferð án enda” fyrir síðustu jól. Á föstu- dagskvöldið er svo dansleikur fram á rauða nótt. Sérstakir gestir verða Búálfarnir og Tilþrif. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Chicago eftir Kander og Ebb á stóra sviði Borgarleik- hússins.  20.00 Einleikurinn Sveinsstykki Arnars Jónssonar eftir Þorvald Þorsteins- son verður fluttur í Loftkastalanum. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Vinir Dóra ásamt Páli Rósinkranz og Kalla Bjarna Idolstjörnu bjóða upp á blús á Borginni.  Gunni Óla og Einar Ágúst á Glaum- bar til 23, Atli skemmtanalögga eftir það.  Ari og Gunni á Hverfisbarnum.  Hljómsveitin Pan tryllir lýðinn með þungu rokki og alvarlegum flösuþeyting- um á Fimmtudagsforleik Hins hússins, ásamt Breiðhyltingunum í Amos og Dikta. 16 ára aldurstakmark og frítt inn. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Hádegisfyrirlestur verður haldinn á vegum Mannréttindaskrif- stofu Íslands í Norræna Húsinu. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir lögfræðing- ur kynnir störf kvennanefndar Samein- uðu Þjóðanna og nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu Þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum. ■ ■ FUNDIR  21.45 Biblíuskólinn við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir almenning um þrjá síðustu spámenn Gamla testamentisins, Haggaí, Sakaría og Malakí, í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg, gegnt Langholtsskóla. Fræðsla kvöldsins verður í umsjá Ragnars Gunn- arssonar skólaprests. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.  20.00 Hinn árlegi bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi. Guðrún Ása Grímsdóttir fjallar um sjötta bindið í ritröðinni Saga Íslands eftir Helga Þor- láksson, Hrefna Róbertsdóttir um Sögu Reykjavíkur eftir Þorleif Óskarsson, og Inga Huld Hákonardóttir um verkið Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Höfundar Sögu Íslands og Sögu Reykja- víkur verða á staðnum og bregðast við umsögnum. Fundarstjóri verður Ólöf Garðarsdóttir. Allir velkomnir. ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Skógarmannakvöldvaka verður á fundi aðaldeildar KFUM á Holtavegi 28 í umsjá stjórnar Skógar- manna. Skógarmenn og reyndar allir strákar 17 ára og eldri eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 34 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 JANÚAR Fimmtudagur Þetta er einhvers konar djass- ogspunatónlist,“ segir Sigurður Rögnvaldsson, gítarleikari hljóm- sveitarinnar Angurgapa, sem ætl- ar aldeilis að láta í sér heyra í Stúd- entakjallaranum í kvöld. Tónlistin er öll frumsamin, en Sigurður segir erfitt að lýsa henni nánar. „Það má greina ýmis áhrif í henni.“ Hljómsveitina Angurgapa stofnuðu fimm ungir tónlistar- nemar fyrir um það bil tveimur árum. Þeir eru allir í Tónlistar- skóla FÍH og þrír þeirra útskrif- ast þaðan í vor. „Upprunalega var þetta vett- vangur fyrir okkur til að prófa okkur áfram með eigin lög. Þannig varð bandið til og við höf- um alltaf spilað eingöngu eigin músík.“ Auk Sigurðar eru í Angurgapa þeir Ívar Guðmundsson trompet- leikari, Finnur Ragnarsson básúnuleikari, Sigurdór Guð- mundsson bassaleikari og Krist- mundur Guðmundsson á tromm- ur. Þótt hljómsveitin hafi starfað í tvö ár fóru hún rólega lengi fram- an af í að spila opinberlega. „Við fórum aðeins af stað síð- astliðið sumar, en höfum svo tekið því rólega fram að þessu. Við höf- um verið að æfa og vinna í nýju efni. Nú erum við hins vegar að komast á skrið og ætlum að vera duglegir að spila fram á sumarið.“ Nafnið Angurgapi er frá bassa- leikaranum komið. „Hann gróf þetta upp einhvers staðar. Þetta er bæði gamalt orð sem þýðir galgopi, og líka er þetta galdrarún og það er löng saga á bak við það. Þessi rún var ristuð á einhver asklok og hringsnerist út um allar sveitir og varð mönnum að bana.“ ■ Angurgapar láta í sér heyra FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR KL. 20 SCHUBERTKVÖLD: DIE SCHÖNE MÜHLERIN Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson. ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR KL. 20 TÍBRÁ: LJÓÐATÓNLEIKAR Hanna Dóra Sturludóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytja ljóðasöngva eftir Grieg, Wolf, Jórunni Viðar, Strauss og ísl. sönglög MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR KL. 20 MYRKIR MÚSÍKDAGAR ñ Tréblásarar. Kristjana Helgadóttir, flauta, Ingólfur Vilhjálmsson, klarinett, Tinna Þorsteins- dóttir, píanó, Áki Ásgeirsson, tölva. laugard. 31. jan. kl. 20. örfá sæti laus laugard. 7. feb. kl. 20. nokkur sæti laus föstud. 13. feb. kl 20. laus sæti Miðasalan, sími 568 8000 STÓRA SVIÐ CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb 5. sýn í kvöld kl 20 - blá kort - UPPSELT Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Su 1/2 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20 - UPPSELT Lau 7/2 kl 20 - UPPSELT Fö 13/2 kl 20 - UPPSELT Lau 14/2 kl 20 - UPPSELT Su 15/2 kl 20 - UPPSELT Fö 20/2 kl 20 - UPPSELT Lau 21/2 kl 20 - UPPSELT Su 22/2 kl 20 - UPPSELT Lau 28/2 kl 20 - UPPSELT Su 29/2 kl 20 - UPPSELT Mi 3/3 kl 20 - AUKASÝNING Fö 5/3 kl 20 - UPPSELT Lau 6/3 kl 20 - UPPSELT Su 7/3 kl 20 - UPPSELT Fö 19/3 kl 20 - UPPSELT Lau 20/3 kl 20 - UPPSELT Fi 25/3 kl 20 - AUKASÝNING Fö 26/3 kl 20 - UPPSELT Lau 27/3 kl 20 - UPPSELT Fi 1/4 kl 20 - AUKASÝNING Fö 2/4 kl 20 - UPPSELT Lau 3/4 kl 15 - Ath. br. sýningartíma Lau 3/4 kl 20 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 31/1 kl 14 - UPPSELT Su 1/2 kl 14 - Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 - UPPSELT Lau 14/2 kl 14 - UPPSELT Su 15/2 kl 14 Su 22/2 kl 14 Lau 28/2 kl 14 Su 7/3 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 31/1 kl 20 Su 8/2 kl 20 Fi 12/2 kl 20 Lau 13/3 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Fö 30/1 kl 20 Su 1/2 kl 20 Fö 6/2 kl 20 Lau 7/2 kl 20 Fö 13/2 kl 20 Lau 14/2 kl 20 Ath. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. ERLING eftir Hellstenius/Ambjörnssen Lau 31/1 kl 20 Su 8/2 kl 20 Su 15/2 kl 20 Lau 21/2 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Su 1/2 kl 16 Síðasta sýning IN TRANSIT e. THALAMUS í samvinnu við leikhópinn THALAMUS Frumsýning su 8/2 kl 20 Fi 12/2 kl 20 Jó n G ab rí e l B o rk m an n ■ TÓNLEIKAR ANGURGAPI Ívar, Finnur, Sigurður, Sigurdór og Kristmundur spila frumsamda djass- og spunatónlist í Stúdentakjallaranum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.