Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 18
16 29. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Georg III Englandskonungurfæddist árið 1738. Hann veiktist af blóðsjúkdómi sem svipti hann geðsmunum hægt og bítandi en veikindin voru farin að hafa áhrif á getu hans til að stjórna ríkinu strax upp úr 1765. Eftir því sem áföllun- um fjölgaði varð veruleikaskyn hans brenglaðra og sonur hans, Georg krónprins, tók við stjórnar- taumunum árið 1811. Konungurinn dó síðan, blindur og geðveikur, níu árum síðar. Georg giftist Charlotte af Mecklinburg-Strelitz árið 1761. Hjónaband þeirra var traust og ást- ríkt og þau eignuðust fimmtán börn; níu syni og sex dætur. Veikindum Georgs voru gerð ágæt skil í kvikmyndinni The Mad- ness of King George frá 1994 en þar fór breski leikarinn Nigel Hawthorne á kostum í hlutverki konungsins. Samband konungsins við drottningu sína, sem Helen Mirren lék, var í forgrunni og mik- ið var gert úr því hversu líflegur konungurinn varð í geðveiki sinni um leið og hann einangraðist á jaðri stjórnmálanna. Í kjölfar geð- veikinnar fylgdi síðan mikið bak- tjaldamakk og hrossakaup þegar ráðgjafar hans tókust á um hin raunverulegu völd. ■ Í dag eru sextugir tvíburarnir Ingvi Ingi- þórs Ingason, framkvæmdastjóri Rafha ehf., Suðurlandsbraut 16, Reykjavík, og Ágúst Ingiþórs Ingason, fyrrverandi tæknifræðingur hjá Electrolux í Noregi. Þeir bræður halda upp á afmælið í dag í Noregi. Stefán Ólafsson félagsfræðingur er 53 ára. Eðvarð Þór Eðvarðsson sundkappi er 37 ára. Baldur Kristinsson, Foldahrauni 40d, Vestmannaeyjum, lést sunnudag- inn 25. janúar. Bjarney Finnbogadóttir, áður til heimil- is í Grænuhlíð 7, Reykjavík, lést mánudaginn 26. janúar. Emilía Líf Jónsdóttir, Grænukinn 7, Hafnarfirði, lést mánudaginn 2. febrúar. Gunnlaugur Tryggvason, bóndi, Þor- steinsstöðum í Svarfaðardal, lést föstudaginn 16. janúar. Hjalmar Willy Juliussen lést laugardag- inn 10. janúar. Jenný Jónsdóttir, Vallabraut 6, Ytri- Njarðvík, lést fimmtudaginn 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Soffía Jónfríður Guðmundsdóttir, Akur- gerði 17, Akranesi, lést sunnudag- inn 25. janúar. Um 25 ylfingar úr Kópavogi áaldrinum níu til ellefu ára tóku þátt í útileik nú um helgina með listaþema. Þeir bjuggu til útilista- verk, bæði með krítarlitum á kletta í Kópavogi og með því að gera lista- verk úr sjálfum sér. Eftir langan dag voru grillaðar fyrir krakkana pylsur í fjörunni í Kópavogi og svo kíkt í Gerðarsafn þar sem þeir nutu leiðsagnar og skoðuðu Carnegie Art Award 2004-sýninguna. Guðmundur Finnbogason, einn af þeim skátum sem stjórnuðu þessum útileik, segir að þetta hafi verið eitt af mörgum verkefnum skáta sem eru á Gilwell-nám- skeiði. Gilwell er æðsta námsstig skáta og eru námskeiðin haldin einu sinni á ári. „Þetta tókst alveg meiriháttar vel og það var ótrú- legt hvað þau voru áhugasöm, bæði að búa til eigin listaverk en einnig að fræðast um list annarra í Gerðarsafni. Þetta er í fyrsta sinn sem við prófum þetta þema og það kom meðal annars til vegna þess að núverandi skáta- heimili er svo nálægt Gerðarsafni að okkur fannst tilvalið að leyfa krökkunum að sjá listaverk eftir aðra þegar þeir höfðu búið til eigin list.“ ■ Útilist í Kópavogi Líklega verður eitthvað venju-bundið fundavesen og eitthvað svoleiðis,“ segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri um af- mælisdaginn sinn en hann er 57 ára í dag. „ Ég verð í vinnunni og það er búið að ráðstafa deginum að verulegu leyti. Þegar ekki er merkisafmæli og þegar dagarnir liggja svona nálægt helgi gerist það nú að dægrastyttingin verður frekar um helgi þegar maður reynir að hitta fjölskylduna ein- hvern veginn. Sú stefna þykir nokkuð sjálfgefin að ég eldi ofan í fjölskylduna, börn, stjúpbörn, tengdabörn og barnabarn. Ég þyki í lagi til heimabrúks á því sviði.“ Um liðin afmæli segir Hall- grímur að þau stærri séu eftir- minnilegri en önnur sökum þess að þau hafa verið fjölmennari og meira umstang í kringum þau. „Þegar maður er búinn að eiga af- mæli svona oft er þetta ekki eins merkilegt og með þá sem yngri eru. Einn afmælisdagur var það þó sem mér þótti mjög skemmti- legur en það var þegar við gátum haldið upp á 100 ára sameiginlegt afmæli við hjónin.“ Í frítíma sínum finnst Hall- grími gott að fara undir bert loft og ganga svolítið og hann vill hrósa borgaryfirvöldum fyrir fína göngu- og reiðhjólastíga úti um allt. „Að komast í frið og ró, jafnvel inni í miðbæ, er býsna merkilegt. Við göngum mest hér í nágrenninu eða bara þar sem við erum stödd á landinu hverju sinni.“ Auk þess er oft farið í sum- arbústaðinn austur í Landbroti og farið er í einhvern veiðiskap á sumrin. „Hann fer nú samt minnkandi. Það er komin svo mik- il samkeppni um ár og bestu veiði- staðina. Þegar ég veiði er það eig- inlega bara á flugur og líklega eru mínir ánamaðkadagar taldir.“ Honum finnst erfitt að segja til um hver skemmtilegasta áin er, en Laxá í Aðaldal segir hann vera einverja þá fallegustu og erfið- ustu sem hann hefur veitt í. ■ Afmæli HALLGRÍMUR SNORRASON ■ er 57 ára. Ánamaðkadagar hans eru taldir. OPRAH WINFREY Leikkonan og spjallþáttastjórnandinn voldugi er 50 ára í dag. 29. janúar ■ Þetta gerðist GEORG III Eðalleikarinn Nigel Hawthorne, sem er sjálfsagt best þekktur úr bresku gaman- þáttunum Já, ráðherra, gerði konungi frá- bær skil í myndinni The Madness of King George. GEORG III DEYR, BLINDUR OG BRJÁLAÐUR, Í WINDSOR-KASTALA ■ Veikindum konungsins voru gerð skil í kvikmynd árið 1994. 29. janúar 1820 Nothæfur til heimabrúks Brjálaður konungur deyr 1845 Ljóðið Hrafninn eftir Edgar Allan Poe er gefið út. 1861 Kansas verður 34. aðildarríki Bandaríkja Norður-Ameríku. 1936 Fyrstu hafnaboltahetjurnar eru teknar inn í Frægðarhöllina, þeirra á meðal goðsagnirnar Ty Cobb og Babe Ruth. 1958 Leikarahjónin Paul Newman og Joanne Woodward ganga í hjónaband sem er eitt það lífseigasta og farsælasta sem sögur fara af í Hollywood. 1963 Ljóðskáldið Robert Frost deyr í Boston, 88 að aldri. 1979 Jimmy Carter Bandaríkjaforseti býður Deng Xiaoping velkominn til Hvíta hússins þegar Kína og Bandaríkin taka upp formlegt stjórnmálasamband að nýju. 1990 Joseph Hazelwood, fyrrum skip- stjóri olíuskipsins Exxon Valdez, er dreginn fyrir dóm í Alaska fyrir að hafa valdið versta olíumeng- unarslysi í sögu Bandaríkjanna. HALLGRÍMUR SNORRASON Hagstofustjórinn gengur mikið eða hjólar, skreppur í sumarbústaðinn og skellir sér stundum í veiði á sumrin. 13.30 Jónas Jóhannsson, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Ólafur Helgi Gestsson, Smyrils- hólum 2, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Ólafur Jónsson, útvarpsvirkja- meistari, Lynghaga 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni. 13.30 Sverrir Sveinsson, prentari, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Tómas Þ. Guðmundsson, raf- virkjameistari frá Ólafsvík, Afla- granda 40, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. ■ Afmæli INGVI INGIÞÓRS INGASON ÁGÚST INGIÞÓRS INGASON ÓLAFUR SKORRDAL Vill kenna fólki að rækta eigin kannabis- plöntur, þrátt fyrir að það sé svo ólöglegt fyrir nemendurna að fara heim og nýta sér þá þekkingu. ??? Hver? Skáld og rithöfundur. ??? Hvar? Uppi í Árbæjarsafni. ??? Hvaðan? Reykjavík. ??? Hvað? Skrifa skáldsögu. ??? Hvers vegna? Ástríða mikil. ??? Hvernig? Mikilvæg. ??? Hvenær? Allan sólarhringinn. ■ Persónan Bylgjan breiðir úr sér Dreifikerfi Bylgjunnar er orðiðþéttofnara net með tilkomu nýs sendis á Stöðvarfirði. Sendirinn, sem er hinn þrítugasti og níundi í röðinni, sendir út á 98,9 megariðum og bætir þar með Stöðfirðingum í hlustendahópinn. „Við erum alltaf að teygja okkur til fleiri og fleiri og viljum leyfa sem flestum að njóta okkar,“ segir Kristófer Helgason, en Bylgjan telur uppsetningu sendisins ekki eftir sér þó svo að Stöðfirðingar skipti ekki þúsundum. „Hver ein- asti hlustandi er okkur mikilvægur. Bylgjan er alltaf að koma sterkar út í okkar markhópi samkvæmt Gallup-könnunum og forskotið á aðrar stöðvar er að aukast. Þetta sýnir að við erum að gera rétt og bjóðum Stöðfirðinga velkomna í stækkandi hlustendahóp.“ ■ Nýr fram- kvæmdastjóri Arnaldur Loftsson hefur veriðráðinn framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af KB banka. Arnaldur hefur unnið hjá KB banka í fimm ár og verið framkvæmda- stjóri Séreignalífeyrissjóðsins síðastliðin 3 ár en rekstur hans er einnig í umsjón bankans. Hafliði Kristjánsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, hef- ur tekið við starfi framkvæmda- stjóra Sölu- og markaðssviðs KB banka. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er elsti og stærsti frjálsi lífeyris- sjóður landsins, stofnaður árið 1978. Hann hefur ávallt verið í fararbroddi þeirra sem vilja auka valfrelsi fólks í lífeyris- sparnaði. Fjöldi sjóðfélaga og rétthafa er um 20.000 og stærð sjóðsins er yfir 25 milljarðar króna. ■ YLFINGAR Í KÓPAVOGI Bjuggu til útilistaverk víðs vegar í Kópavogi og var það hluti af Gilwell-skátanámskeiði leiðbeinanda þeirra. Skátar ■ Listaþema hjá ylfingum í útileik skáta síðustu helgi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.