Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 4

Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 4
4 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Fylgist þú með enska boltanum? Spurning dagsins í dag: Hefurðu áhyggjur af fákeppni á fjölmiðlamarkaði? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 42,3% 34,6% Nei 23,1%Enska hvað...? Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is -Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um flutninga á höfuðborgarsvæðinu: Barnafólk flýr úr borginni BORGARMÁL „Við höfum haldið því fram að það væru kolrangar áhersl- ur í skipulagsmálum í borginni. Ég fór að athuga hvað væri að gerast og í ljós kom að það er hreinlega flótti barnafólks úr Reykjavík til ná- grannasveitarfélaganna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Reykjavík tapar fólki til ná- grannasveitarfélagnna samkvæmt tölum sem sýna flutninga fólks á milli sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Tölurnar sýna að fólk á aldrinum 18–24 ára er eini hópurinn sem hefur verið að flytja til Reykja- víkur frá nágrannasveitarfélögum. Í öllum öðrum aldurshópum eru fleiri sem flytja frá Reykjavík. „Í könnun um viðhorf borgarbúa til skipulagsmála kom fram að yfir- gnæfandi meirihluti vildi sjá meiri áherslu á sérbýli sem er þvert á áherslur R-listans. Það er augljóst að fólk er ekki að fá þær lóðir eða húsnæði sem það þarf og því flytur það í nágrannasveitarfélögin. Stærsti hópurinn eru börn og barna- fólk. Ég hélt að eldra fólki myndi flytja í borgina en það er ekki einu sinni.“ Guðlaugur segir að tekjur Kópa- vogs á hvern íbúa hafi aukist um 105 prósent á meðan þær hafi aðeins aukist um 82 prósent í Reykjavík. ■ Flutt nauðug til Líbanon Nítján ára stúlka var flutt nauðug til Líbanon þar sem hún var látin giftast manni. Henni var haldið í Líbanon í 28 daga og var misnotuð kynferðislega. HARMLEIKUR „Dóttir mín var flutt nauðug til Líbanon og haldið þar í 28 daga,“ segir Pálína Rósinkranz ,en nítján ára dóttir hennar var látin giftast líbönskum manni svo sá hinn sami gæti fengið landvist- arleyfi á Íslandi. Pálína segir dóttur sína hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu þegar hún var spurð hvort hún vildi giftast manni og fá greitt fyrir. Hún svaraði ját- andi til að fjár- magna eigin neyslu. Síðar kom í ljós að hún þyrfti að fara til Líbanon og vera þar í fimm daga sem hún samþykkti í fyrstu. Hins vegar fékk hún bakþanka á flug- vellinum, grét og vildi alls ekki fara en líbanskur fylgdarmaður hennar flutti hana nauðuga út. Í Líbanon var henni haldið að mestu í sumarhúsi skammt fá Beirút. Fylgdarmaður hennar misnotaði hana kynferðislega og lánaði hana vini sínum sem nauðg- aði henni. Hún varð ófrísk en vissi ekki eftir hvorn. „Hún var látin giftast manni og um leið og gengið var frá því var hún látin skrifa undir skilnaðar- pappíra og fékk 600 dollara fyrir vikið. Síðar átti hún að sækja um leyfi fyrir manninn á Íslandi og giftast honum aftur hér.“ Pálina segist ekki hafa heyrt frá dóttur sinni þegar hún fór úr landi. „Þó hún væri í mikilli neyslu heyrði ég alltaf í henni öðru hver- ju til að vita hvernig henni liði og hvort væri í lagi með hana. Ég hafði ekki heyrt í henni í þrjár vikur svo ég tilkynnti hvarf henn- ar til lögreglunnar.“ Eftir að Pálína gekk hart að 24 ára vinkonu dóttur sinnar, sem einnig var í neyslu, kom í ljós að hún væri í Líbanon. Dóttir hennar hafði svo samband við móður sína í framhaldi af því. „Hún kom heim í nóvember en fór í fóstureyðingu fyrir stuttu þar sem hún komst að þeirri nið- urstöðu að hún gæti ekki hugsað sér að eiga barnið eftir það sem gerst hafði. Hún er ofsalega hrædd í dag og líður ekki vel. Núna býr hún hjá mér og fer reglulega á Hvítaband sem er göngudeild geðdeildar Landspítal- ans. Hún segir dóttur sína eiga eftir að vera lengi að jafna sig eftir þetta hrikalega sálarmorð.“ hrs@frettabldid.is Tvær árásir í Írak: Hundruð Kúrda farast IRBIL, AP Tugir manna fórust í tveimur sjálfsvígssprenging- um í gær í borginni Irbil, sem er í kúrdahéruðunum í norður- hluta Íraks. Árásirnar voru gerðar nær samstundis á skrif- stofur tveggja kúrdneskra stjórnmálaflokka, sem báðir njóta stuðnings Bandaríkja- manna. Á þriðja hundrað manns særðust. Óttast var að tala hinna látnu yrði hærri en 100 áður en yfir lyki. Árásirnar voru gerðar þegar hundruð Íraka söfnuðust sam- an til helgistundar. ■ Átök í Íran: Uppsagnir þingmanna TEHERAN, AP Meira en 40 prósent þingmanna á íranska þinginu sögðu af sér í gær. Með þessu ör- þrifaráði vonast þeir til að geta þvingað hina trúarlegu valdhafa til þess að afturkalla ákvörðun um að banna þúsundum frjálslyndra stjórnmálamanna að bjóða sig fram til þings í komandi kosning- um, sem nú er óvíst hvort verði haldnar. Þessar fjöldauppsagnir „ráða úrslitum um þá stefnu sem Írak tekur: Einræði eða lýðræði,“ segir umbótasinnaður þingmaður, Mo- hammad Kianoush-Rad, í viðtali við fréttastofuna AP. ■ WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn- völd segjast hafa nýjar upplýsing- ar sem benda til þess að al-Kaída hyggist nota farþegaflugvélar til þess að fremja hryðjuverk. Samkvæmt upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar voru flugvélar Air France og Brit- ish Airways taldar í sérstakri hættu. Þess vegna voru ferðir flugfélaganna frá París til Was- hington, London til Washington, London til Miami og Glasgow til Los Angeles, felldar niður um helgina. Einhverjar ferðir hafa einnig verið felldar niður í dag. „Við höldum áfram að fá upp- lýsingar um að al-Kaída hyggist ráðast til atlögu gegn alþjóðlegum flugfélögum sem fljúga til Banda- ríkjanna,“ sagði Brian Roehrkasse, talsmaður heima- varnarráðuneytis Bandaríkjanna. Í gær greindi AP-fréttastofan frá því að auk British Airways og Air France hefðu upplýsingar um hugsanleg hryðjuverk einnig beinst að bandaríska flugfélaginu Continental. Bandarísk stjórnvöld óttast að al-Kaída hafi uppi áform um koma efna- eða sýklavopnum fyrir í far- þegaflugvél og granda henni síð- an í þeim tilgangi að breiða til dæmis út sjúkdóm eins og bólu- sótt. Viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðjuverkum hefur ekki verið hækkað og er það nú gult sem er þriðja hæsta stigið á fimm stiga litakvarða. ■ LÖGREGLUBÍLL ÚTI Í MÓA Eltingaleikur lögreglubíls við hestana endaði úti í móa. Hafnarfjörður: Eltu hross LÖGREGLUMÁL Fjögur hross sluppu úr hesthúsi við Kaldárselsveg í Hafnarfirði í gærkvöldi og hlupu í átt að nýju byggðinni skammt frá Ásvöllum. Lögregla var kölluð til og að sögn sjónarvotta var mikill handagangur í öskjunni þegar reynt var að ná skepnunum aftur. Lögreglan í Hafnarfirði segir að eigendur hrossana hafi gefið sig fram og að þetta hafi verið stutt gaman hjá hestunum sem voru leiddir aftur á bása sína í hesthúsinu. ■ EKKERT FLOGIÐ Flug Air France frá París til Washington voru felldar niður um helgina. Ferðir frá París, London og Glasgow til Bandaríkjanna felldar niður: Óttast sýklavopnaárás AÐFLUTTIR TIL REYKJAVÍKUR frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 1994 183 1995 168 1996 433 1997 896 1998 1033 1999 737 2000 676 2001 895 2002 876 2003 394 Alls 6291 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS PÁLÍNA RÓSINKRANZ Pálína segir það hafa tekið dóttur sína góðan tíma að ákveða hvort hún ætlaði í fóstureyðingu eftir nauðgun en á endanum hafi hún ekki geta hugsað sér að eiga barnið eftir það sem hafði gerst. Fékk 600 dollara Stúlkan sendi móður sinni tölvupóst frá Líbanon þar sem hún segir henni sög- una: „Ég er búin að giftast gaur hérna en ég er búin að skrifa undir blað sem er bæði fyrir giftingu og skilnað... Til að hann geti fengið að búa á Íslandi þarf hann að giftast mér á Íslandi líka. Ég samþykkti bara að giftast honum því ég fékk 600 dollara fyrir það í dag og ég lít á þann pening sem skaðabætur fyrir helvítið sem ég hef lifað hérna“. „Eina góða útkoman úr þessari ferð er sú að ég er edrú. En mig hefur aldrei langað til að dópa mig upp jafn mikið á ævinni eins og þessa löngu daga sem ég hef eytt hérna.“ ■ Hún segir dótt- ur sína eiga eft- ir að vera lengi að jafna sig eft- ir þetta hrika- lega sálarmorð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.