Fréttablaðið - 02.02.2004, Page 6
6 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
Stal sjónvarpi:
Hefur setið
inni í 33 ár
BANDARÍKIN Bandaríkjamaðurinn
Junior Allen frá Norður-
Karólínu, sem dæmdur var í
fangelsi árið 1970 fyrir að stela
sjónvarpstæki, segist vonast til
þess að losna úr fangelsi í lok
ársins þegar hann leggur fram
sína 25. beiðni um reynslulausn.
Allen byggir vonir sínar með-
al annars á því að nýlega hafi
dæmdum morðingja verið veitt
reynslulausn eftir tíu ára fang-
elsisvist.
Að sögn yfirvalda dómsmála
hefur beiðnum Allens hingað til
verið hafnað vegna slæmrar
hegðunar hans í fangelsinu en
hann hefur 62 sinnum gerst brot-
legur og oftar en ekki þurft að
taka út refsingu í einangrun.
Sjónvarpsstuldurinn var
fyrsta og eina brot Allens en
hefði hann framið það í dag hefði
hann sloppið með skilorðsbund-
inn dóm. ■
Veistusvarið?
1Hvaða fjölmiðill hefur neitað að birtaauglýsingar frá Skjá einum?
2Hver er forstjóri Símans?
3Hvaða teiknimyndapersóna á 75 áraafmæli á þessu ári?
Svörin eru á bls. 30
MÓTMÆLI „Við töfðum uppskipun-
ina í tvo tíma með því að vera fyr-
ir þeim á bryggjunni. Þetta skip
er mannað láglaunamönnum frá
austantjaldslöndunum sem hafa
500 dollara í mánaðarlaun,“ segir
Birgir Björgvinsson hjá Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, en á
annan tug manna úr félaginu mót-
mælti í Kópvogshöfn þegar skip
frá Atlantsskipum kom til hafnar.
Birgir segir íslenska sjómenn
tapa fullt af störfum til útlendinga
sem þiggja lá laun fyrir störf sín.
Hann segir mótmælin í gær að-
eins hafa verið byrjunina og að
fleiri muni koma með þeim næst.
Einnig ætlar sjómannafélagið á
láta andstöðu sína í ljós gagnvart
olíuskipinu Keili en Birgir segir
að fyrir jól hafi um helmingi
starfsmanna verið sagt upp störf-
um á skipinu og útlendingar ráðn-
ir í staðinn.
„Þeir voru bara að minna á sig,
voru þarna í hálftíma eða svo,“
segir Símon Kærnested, stjórnar-
formaður Atlantsskipa. Aðspurður
sagði Símon að mótmælin kæmu
ekki til með að hafa áhrif. ■
Ólgandi óánægja á
fréttastofu Ríkisútvarps
Bogi Ágústsson kallaður á fund fréttamanna Útvarps sem telja að
fréttasviðum sé mismunað. Kjaramunur er sagður valda atgervisflótta.
Hreinskiptar umræður, segir Bogi.
RÍKISÚTVARPIÐ Mikil óánægja er á
meðal fréttamanna á fréttastofu
Útvarpsins sem telja að illa sé
búið að sér í samanburði við þá
sem starfa á fréttastofu Sjón-
varpsins. Óánægjan varð til þess
að boðaður var fundur með Boga
Ágústssyni, forstöðumanni frétta-
sviðs, á fimmtudaginn í seinustu
viku. Björg Eva Erlendsdóttir,
fréttamaður á Útvarpinu og
stjórnarmaður í Félagi frétta-
manna, boðaði til fundarins sem
nær allir fréttamenn Útvarpsins
sátu. Einn fréttamannanna, sem
sat fundinn, lýsti því þannig að
ólgandi óánægja ríkti vegna þess
kjaramunar sem ríki á milli
starfsfólks Útvarps og Sjónvarps.
Kjaramunurinn er sagður hafa
alið af sér atgervisflótta og lítið
þurfi til þess að laða fólk yfir á
aðra fjölmiðla. Vísað er til brott-
hvarfs þriggja fréttamanna að
undanförnu, þeirra Sigríðar Árna-
dóttur, varafréttastjóra sem var
ráðin fréttastjóri Stöðvar 2, og
Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, sem
ráðin var fréttamaður Stöðvar 2.
Þá hefur Þórdís Arnljótsdóttir
fréttamaður verið ráðin á Sjón-
varpið.
Fundurinn stóð í hálfan annan
tíma og var Bogi sagður sýna
sjónvarpshlutanum af fréttasviði
sínu meiri skilning og velvilja og
það var mat margra að lítið hafi
komið út úr sameiningu frétta-
stofanna.
Bogi Ágústson sagðist aðspurð-
ur ekki vilja tjá sig efnislega um
það sem fram hefði farið á fundin-
um enda væri það innanhúsmál.
Hann sagði að umræður hefðu ver-
ið hreinskiptar og að hann tæki
þau mál sem voru til umræðu al-
varlega. „Þarna eru mál sem við
þurfum að leysa,“ segir Bogi.
Hann segist ekki hafa áhyggj-
ur af atgervisflótta og eðlilegt sé
að fólk skipti um vinnustaði. Bogi
fagnaði því að Stöð 2 fengi til liðs
við sig fólk sem gjörþekkir þær
almannaþjónustuhefðir sem hafð-
ar eru í heiðri hjá Ríkisútvarpinu.
„Sigríður er reyndur og traustur
fréttamaður sem mun örugglega
reynast farsæll fréttastjóri,“
segir Bogi.
rt@frettabladid.is
MENN BEGGJA FYLKINGA RÆDDU MÁLIN Á BRYGGJUNNI
Frá vinstri: Birgir Björgvinsson frá sjómannafélagi Reykjavíkur, Lúðvík Örn Steinarsson, lög-
maður Atlantsskipa, Símon Kærnested, stjórnarformaður Atlantsskipa ,og Jónas Garðars-
son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
Fyrirtæki, starfshópar!
BAKKAMATUR - BAKKAMATUR
Bjóðum einnig mat í stórum ílátum
til skömmtunar á staðnum.
ÁRALÖNG REYNSLA
Bjóðum kynningarverð í febrúar.
Hafið samband
og fáið nánari upplýsingar.
MATSTOFA DANÍELS
MATSTOFA DANÍELS
S. 567 0385 og 567 0386 Fax. 567 0387
Sjómannafélag Reykjavíkur með aðgerðir
í Kópavogshöfn:
Töfðu uppskipun
hjá Atlantsskipum
BOGI ÁGÚSTSSON
Kallaður á fund
óánægðra fréttamanna.
RÍKISÚTVARPIÐ
Fréttamenn Útvarps hafa áhyggjur af stöðu mála á fréttastofunni.
Einstök
nýrnasteinaaðgerð:
Fjarlægði
728 steina
INDLAND Indverski skurðlæknir-
inn Dileep Shah varð heldur betur
undrandi á dögunum þegar hann
uppgötvaði 728 nýrnasteina í nýr-
um hins 50 ára Mangilal Jain frá
Ahmedabad á Indlandi.
Jain hafði þjáðst af nýrnastein-
um í 25 ár þegar Shah ákvað loks
að gera á honum aðgerð sem tók
tvær klukkustundir, en að sögn
Shahs fór mestur tíminn í að safna
saman steinunum.
Shah segist aldrei hafa heyrt
né séð annað eins á löngum lækn-
isferli. „Ég hef heyrt um 180 eða
190 nýrnasteina en aldrei neitt í
líkingu við þetta. Þetta hlýtur að
vera met,“ sagði Shah. Sjúkling-
urinn er á góðum batavegi. ■
Sprenging í Írak:
Danir
særðust
BASRA, AP Tveir starfsmenn hjálp-
arstofnunar dönsku þjóðkirkjunn-
ar og íraskur bílstjóri þeirra særð-
ust þegar fjarstýrð sprengja
sprakk í Basra, sunnan til í Írak í
fyrradag. Fjórði maðurinn í bif-
reiðinni slapp ómeiddur. Meiðsli
bílstjórans voru verst, og liggur
hann á sjúkrahúsi í Basra.
„Það er ekkert sem bendir til
þess að þessari árás hafi verið
beint gegn okkur,“ sagði Peter Ho-
bering, talsmaður dönsku hjálpar-
stofnunarinnar. „Henni var beint
gegn útlendingum eða erlendum
hjálparstarfsmönnum.“ ■
Prófkjör demókrata:
Kosið í sjö
ríkjum
BANDARÍKIN Prófkjör vegna forseta-
kosninga fara fram hjá Demókra-
taflokknum í Bandaríkjunum í sjö
ríkjum á morgun. Skoðanakannan-
ir sýna að John Kerry, sem sigraði
bæði í Iowa og New Hampshire,
hefur sterka stöðu.
Útlit er fyrir að Wesley Clark og
John Edwards geti náð góðum
árangri í einhverjum ríkjanna en
framboð Howards Dean hefur
mætt miklum mótbyr og mælist
fylgi við hann víðast fremur lágt. ■
JOHN KERRY
Kerry hefur sterka stöðu.