Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 15

Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 15
Miðborgin er í samkeppni við önnurverslunarsvæði á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. „Ég hef mín- ar efasemdir um það að leiðin til að fá fólk í miðborgina sé að refsa því nógu duglega ef það gleymir einhverra hluta vegna að borga sektirnar sínar. Fimmtán hundruð krónur er alveg nóg fyrir að gleyma að borga í stöðumæli og 2.500 krónur er meira en nóg fyrir að leggja ólöglega. Auð- vitað á fólk að fara eftir settum reglum, en þegar sektin er komin upp í 3000–5000 krónur þá er það alveg rosalegt. Maður heyrir það alltof oft að þegar fólk fær svona hressilegan gíró- seðil að þá segi það bara: „Ég ætla ekki aftur í mið- borgina“. Á endanum bitnar þessi ákvörð- un því á verslunarmönnum.“ Guðlaugur segir að sjálfstæðismenn hafi ítrekað komið fram með tillögur um lækkanir á þessum gjöldum en þeim hafi verið tekið afar fálega. „Við munum samt sem áður halda áfram leggja fram tillögur um lækkun,“ segir Guðlaugur Þór. ■ 15MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 Á næstu mánuðum fer í höndsamningalota verkalýðsfélaga og vinnuveitenda sem vonandi lýk- ur þannig að aðilar skrifa undir nýja kjarasamninga. Ef ekki þá verður líklega boðað til verkfalla þar sem launþegar samþykkja að leggja niður vinnu í ákveðinn tíma. Flestir eru sammála því að verkföll eru úrelt fyrirbrigði í nútímasam- félagi. Verkfall er neyðarúrræði sem ekki beri að nota nema allar aðrar leiðir hafi verið kannaðar. Einnig hefur því verið haldið fram að sumar stéttir hafi misnotað verkfallsréttinn á þá leið að vitað var að verkin sem ekki yrðu unnin í verkfalli myndu bíða þar til eftir verkfall og þá unnin í yfirvinnu. Tekjutap launþega var því lítið sem ekkert og því skapaðist tilhneiging til að draga verkföllin á langinn Samkvæmt upplýsingum frá OECD er minni vinnufriður á Ís- landi en í öðrum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, hér hafa tapast hlutfallslega miklu fleiri vinnudagar í verkföllum en víða annars staðar. Samkvæmt upp- lýsingum um vinnudeilur frá kjara- rannsóknarnefnd frá árinu 2001 frá er heildarfjöldi tapaðra vinnudaga landverkafólks rúmlega 1,5 milljón dagar vegna verkfalla frá 1980– 2001, þ.e. á þessum 21 ári hafa tap- ast ríflega 300 störf ár hvert. Verkföll eru mjög óhagkvæm leið til þess að leysa vinnudeilur. Óhagræðið sem hlýst af verkföllum er raunar svo gríðarlegt að teljast má ótrúlegt að ekki hafi komið fram aðrar betri aðferðir við lausn kjara- deilna. Allir tapa á verkföllum Vinnuveitandinn tapar á að engin framleiðsla er í verkfalli, mikilvæg- ir markaðir tapast og viðskiptavinir leita annað, t.d. til keppinautanna. Ferðaþjónusta er mjög viðkvæm fyrir vinnudeilum. Ferðamenn hvort heldur er í viðskiptaerindum eða frí- tíma eru mjög ófúsir að taka áhættu á að lenda í vinnudeilum og verða kannski strandaglópar. Útgerðar- menn tapa ef loðna hrygnir og drepst áður en hún veiðist. Öll fyrir- tæki eiga það á hættu að missa við- skiptavini sína vegna vinnudeilna þeirra og starfsfólks. Starfsmenn tapa launum sínum í verkfalli. Oft er sú launauppbót sem fæst með verkfalli mörg ár að skila sér vegna tapaðra launa í verkfallinu. Margir launþegar hafa ekki efni á því að fara í verkfall vegna skuldbindinga sinna. Þá er hinn almenni starfsmaður oft lítið gefinn fyrir vinnudeilur en er knú- inn í verkfall af stéttarfélagi. Þrátt fyrir lýðræðilega afgreiðslu. Þjóðfélagslegt tap verður einnig gríðarlegt eins og dæmin sanna, t.d. þegar tiltölulega lítill hópur flug- virkja eða flugliða getur stöðvað allt flug til og frá landinu með aðgerðum sínum. Heil síldar- eða loðnuvertíð gæti hugsanlega glatast ef sjómenn færu í verkfall og ekki yrði gripið til setningu bráðabirgðalaga. Oft eru það aðilar sem eiga óbeinan hlut að máli sem tapa mestu á verkföllum, s.s. skólafólk sem missir móðinn í kennaraverkfalli og brottfall úr námi eykst. Biðlistar sjúklinga lengjast í verkföllum heil- brigðisstétta. Ferðamenn hætta við eða fresta ferðalögum þegar verk- fall flugliða er yfirvofandi. Er hægt að breyta eðli verkfalla ? En er hægt að snúa þessu við og breyta verkföllum í eðli sínu? Breyta þeim þannig að viðskiptavinirnir hverfi ekki og að dýr markaðssetn- ing verði ekki verkföllum að bráð. Barry Nalebuff hagfræðipró- fessor og Ian Ayres, lagaprófessor við Yale-háskólann, setja fram athyglisverða hugmynd í nýrri bók sinni „Why Not?“ Hugmynd þeirra er sú að í stað verkfalla, ef á annað borð komi til þess neyðar- úrræðis, verði farið í ,,sýndarvek- fall“ (eða Virtual strike). Með sýndarverkfallsleiðinni semji vinnuveitendur og verkalýðs- félög um, að komi til þess úrræðis að starfsmenn leggi niður vinnu, beri starfsmönnum samt sem áður skylda til að koma til starfa og vinna launalaust. En vinnuveitandinn skuldbindur sig jafnframt að skila allri sölu af þeirri framleiðslu og þjónustu sem framleidd er í sýndar- verkfallinu í ákveðinn sjóð. Sjóður- inn getur verið t.d. líknarsjóður eða ríkissjóður eða sjóður til ákveðins verkefnis. Kosturinn við þessa leið er að hún veldur sáralitlum óróa annars staðar í hagkerfinu. Verkföll myndu stytt- ast til muna, vara jafnvel aðeins í nokkrar klukkustundir í stað viku- eða mánaðartíma. Allir aðilar sæju hag sínum best borgið með því að semja strax. Atvinnuöryggi yxi og viðskiptavild myndi aukast. En hver er þá hvatinn til að semja? Hvati starfsmanna til að semja er, að því fyrr sem þeir losna úr launalausri vinnu því betra. Hvati vinnuveitenda er að stytta þann tíma sem fyrirtækið tapar tekj- um en það tapar meiri tekjum í raun á því að halda út „sýndarverkfalli“ vegna þess að framleiðslan heldur áfram en tekjur verða engar á móti. Þetta virðist í fyrstu vera hálf- rugluð hugmynd en hún er yfir 50 ára gömul. Í heimstyrjöldinni síðari notaði bandaríski sjóherinn „sýndar- verkfall“ til leysa vinnudeilu í verk- smiðju Jenkins-bræðranna í Bridgeport, Connecticut. 1960 fóru fólksflutningabílstjórar í Miami, Bandaríkjunum, í ,,sýndarverkfall“ þar sem almenningur fékk frítt í almenningssamgöngur á meðan á verkfallinu stóð. Á Ítalíu hefur þessi leið „sýndar- verkfalla“ verið reynd. En árið 1999 fóru flugmenn Meridiana-flug- félagsins í fjögurra tíma „sýndar- verkfall“ þar sem allir starfsmenn unnu sín störf eins og fyrr, en án þess að fá greitt fyrir það. Flugfélag- ið greiddi hins vegar alla innkomu, sem varð til í verkfallinu, til góð- gerðamála. Öll flug sem lentu innan þessa verkfalls fóru fram án áfalla. Starfsmenn sem í verkfalli voru merktu sig með hvítum ermaborð- um og lýstu því yfir í upphafi ferðar að þeir væru í verkfalli en farþegar ættu ekki að finna fyrir óþægindum. Starfsmennirnir unnu síðan sín verk eins og ekkert hefði í skorist. ,,Sýnd- arverkfallið“ skapaði mikla umræðu meðal almennings og hafði jákvæð áhrif á ímynd flugfélagsins og ein- nig verkalýðsfélagsins þar sem laun starfsmanna og tekjur flugfélagsins fóru til kaupa á lækningartækjum fyrir barnasjúkrahús. Koma einhverju til leiðar Við getum einnig hugsað okkur sjómenn fara í ,,sýndarverkfall“ þar sem þeir yrðu að mæta til skips og róa en aflahlutur þeirra ásamt öllum tekjum útgerðarinnar myndi fara beint í einhvern sjóð sem samninga- aðilar koma sér saman um að setja fé í, t.d. til kaupa á nýju björgunar- skipi eða til að bæta og styrkja björgunarskóla sjómanna. Verkfall mjólkurfræðinga gæti eins verið ,,sýndarverkfall“ þar sem laun þeirra ásamt tekjum af mjólk- ursölu færu í að greiða fyrir nýsköp- un eða þróun landbúnaðarafurða sem stuðluðu að frekari atvinnu- sköpun til sveita. Nú hafa ríkistarfsmenn verið einna duglegastir að fara í verkföll undanfarin ár samanber verkföll hjúkrunarfræðinga og kennara. Hvernig gæti ,,sýndarverkfall“ farið fram á þeirra vinnustöðum? Starfs- menn yrðu að mæta til vinnu og vinna launalaust en ríkið yrði að greiða á móti einhverja upphæð sem samið er um fyrir boðun verkfalls. Þá yrðu samningsaðilar að koma sér saman um hver skiptingin yrði, þ.e. í hvaða sjóð eða verkefni ráðist yrði í með því fé sem myndast í ,,sýndar- verkfallinu“. Aðalreglan ætti að vera sú að það fé sem aflast í ,,sýndarverkfalli“ ætti að koma einhverju til góða. Ann- aðhvort að sjá góðu málefni farborða eða stuðla að góðgerða- og þjóðþrifa- málum. Þögnin heyrist hátt ,,Sýndarverkföll“ hafa verið reynd og eiga eflaust eftir að ryðja sér frekari braut, þar sem þau henta betur í nútíma þjóðfélagi. Verkföll eru og verða ávallt úrelt en sjálfsögð í lýðræðisþjóðfélagi en þegar allir tapa er verðugt að laga þetta baráttutæki að nútímanum. Hvort ,,sýndarverkföll“ verði raunin á Íslandi verður að koma í ljós. Alla- vega er víst að verkföll yrðu mun styttri og kæmu vonandi einhverju góðu til leiðar. ,,Sýndarverkfall“ gæti reynst verkalýðshreyfingunni nýtt baráttutæki við að bæta hag allra félaga sinna. Þetta gæti nýst einstökum vinnustöðum þar sem starfsmenn gætu merkt sig með áberandi borðum eða klætt sig í verkfallsföt og mótmælt þannig með þögninni sem oft heyrist hátt í. ■ Ástæðan fyrir þessaribreytingu er að koma til móts við óskir fólksins,'' segir Stefán Har- aldsson, framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs. „Ég hef ekki trú á öðru en að þetta skili góðum árangri. Við teljum okkur vera að bæta það kerfi sem nú er og umbuna þeim sem greiða fljótt og vel. Hækkunin er fyrir þá sem greiða seint og illa og vonumst við til að þetta virki hvetj- andi fyrir þá, það er ekki annað hægt.“ Stefán hefur ekki áhyggjur að þeim fjölgi sem lenda í verulegum vandræðum. „Ég er alveg sannfærður um að þetta virki hvetjandi fyrir alla og fái fólk til að greiða fyrr en ella og gera upp mál sín áður en komið er í óefni, það er alveg á hreinu. Þetta mun ekki verða til þess að fjölskyldur fari hér á kaldan klaka í stórum stíl. Þetta er ekkert annað en jákvætt. Auðvitað bitnar þetta á þeim sem eru skuldseigir og draga að greiða, en þetta eru nú ekki þannig fjárhæðir að fólk missi ofan af sér. Þetta er einmitt fyrir þá efnaminni og þeim sérstakt fagnaðarefni. Mér finnst þetta alveg stórkostlega jákvætt,“ segir Stefán. ■ Borgaryfirvöld hyggjast hækka stöðumælasektir og sektir vegna stöðvunarbrota um 100% verði þær ekki greiddar innan 28 daga. Stöðumælasekt mun hækka úr 1.500 krónum í 3000 og sekt vegna stöðvunarbrots úr 2.500 krónum í 5000. Veittur verður 550 króna afsláttur ef greitt er innan þriggja daga. Skiptar skoðanir Guðlaugur Þór Þórðarson: Bitnar á verslunarmönnum Stefán Haraldsson: Fagnaðarefni fyrir þá efnaminni Umræðan KRISTINN ÞÓR JAKOBSSON ■ viðskiptafræðingur búsettur í Toronto Kanada, skrifar um sýndarverkfall. Sýndarverkfall, verkfall sem skilar betri árangri ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.