Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2004, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 02.02.2004, Qupperneq 23
23MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 30 31 1 2 3 4 5 FEBRÚAR Mánudagur  18.15 Ensku mörkin á Sýn. Þáttur um leiki 24. umferðar ensku úrvals- deildarinnar.  19.10 Spænsku mörkin á Sýn. Þáttur um leiki 23. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar.  20.00 Enski boltinn á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn. Þáttur um leiki 24. umferðar ensku úrvals- deildarinnar.  23.25 Spænsku mörkin á Sýn.  23.25 Markaregn á RÚV. Þáttur um leiki 18. umferðar þýsku úrvalsdeildar- innar. FÓTBOLTI Glæsimark Thierry Henry færði Arsenal efsta sæti ensku úr- valsdeildarinnar að nýju. Arsenal sigraði Manchester City 2-1 á heimavelli og skoraði Henry sigur- markið átta mínútum fyrir leiks- lok. Henry sendi boltann af um 20 metra færi efst í hægra hornið á marki City. David James varði mark City en Árni Gautur Arason var meðal varamanna. Arsenal náði forystunni seint í fyrri hálfleik þegar Michael Tarnat setti boltann í eigið mark. Tarnat ætlaði að stöðva sendingu frá Thierry Henry til Fredrik Ljungberg en tókst ekki betur til. Nicolas Anelka minnkaði mun- inn í 2-1 undir leikslok með skoti af vítateigslínu. Mínútu síðar var hann rekinn af velli eftir stimping- ar við Ashley Cole. Spánverjinn José Antonio Reyes tók stöðu Dennis Bergkamp í lið Arsenal á 69. mínútu og þreytti frumraun sína með nýju fé- lagi. Reyes hitaði upp um miðjan fyrri hálfleik þegar Thierry Henry þurfti aðhlynningu og var tekið með kostum og kynjum af stuðn- ingsmönnum Arsenal. Fleiri kappar fengu varmar við- tökur á Highbury í gær. David Seaman, markvörður Arsenal til fjölda ára, var kallaður út á völlinn fyrir leik og tók við viðurkenningu úr hendi fyrirliðans Patrick Viera. Chelsea vann dramatískan 3-2 útisigur á Blackburn. Paul Gallag- her jafnaði leikinn fyrir Blackburn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en Glen Johnson skoraði sigurmarkið í næstu sókn Chelsea með hörkuskoti frá vítateigslínu. Garry Flitcroft skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu með skoti af markteig en Frank Lampard jafnaði leikinn fyrir Chelsea tuttugu mínútum síðar með skoti úr miðjum teig. Lampard skoraði annað svipað mark tíu mínútum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen var meðal varamanna Chelsea en tók stöðu Adrian Mutu á næstsíðustu mínútu leiksins. Litlu munaði að Eiður skoraði með sinni fyrstu snertingu en skot hans fór naum- lega fram hjá. ■ FÓTBOLTI „Hann kom til mín, ögraði mér og viðhafði fúkyrði,“ sagði í yfirlýsingu frá Ian Walker, markverði Leicester. „Ég reyndi að ýta honum í burtu og reyndi að halda aftur af honum þar til öryggisverðirnir komu á vett- vang.“ Walker lenti í átökum við áhorfanda sem hljóp inn á völlinn þegar Leicester tapaði 5-0 á heimavelli fyrir Aston Villa á laugardag. Walker ýtti nokkrum sinnum við áhorfandanum þar til hann féll til jarðar. „Ég vona að það verði enginn eftirmáli fyrir Ian Walker,“ sagði Micky Adams, framkvæmda- stjóri Leicester. „Í fyrsta lagi fór áhorfandinn inn á völlinn en þar átti hann ekki að vera. Ég veit að hann var óánægður en það voru líka hinir 30.000 en þeir héldu sig í sætum sínum.“ ■ TENNIS „Þetta er frá- bær byrjun á árinu,“ sagði svissneski tenniskappinn Roger Federer. „Draumur minn rættist með því að sigra í Opna ástrals- ka meistaramótinu og verða efstur á heims- listanum.“ Federer sigraði Rússann Marat Safin í þremur settum, 7-6, 6-4 og 6-2, í úrslitaleik mótsins í gær. Hann náði efsta sæti styrkleikalistans með sigri á Juan Carlos Ferrero í undanúrslitum á föstudag. Flestir áttu von á jafnri viðureign og gekk það eftir í fyrsta settinu. Federer vann hins vegar næstu tvö sett af miklu öryggi. Safin, sem vann bæði Andre Agassi og Andy Roddick á leið sinni í úrslitaleikinn, sagði að þreyta hafi háð honum í úrslita- leiknum. „Ég er ánægður að leika til úrslita að nýju og leika af bestu getu eftir meiðslin á síðasta ári. Ég bara hélt þetta ekki út í dag.“ ■ FORMÚLA 1 „Bíllinn er mikil fram- för,“ sagði Jenson Button þegar BAR-Honda liðið kynnti nýjan bíl í Barcelona í gær. „Ég held að við komumst á verðlaunapall á þessu ári og kannski næ ég mínum fyrsta sigri. Ég er mjög bjartsýnn og ég ýki ekki þegar ég segi að markmið okkar séu að keppa meðal þriggja efstu.“ „Það þarf alltaf einhverja heppni til að ná efsta þrepi verð- launapallsins,“ sagði Button. „En ef við vinnum eins og við höfum unn- ið í vetur held ég að það sé ekkert sem mælir gegn því að við komumst á verðlaunapall í fyrstu keppninni í Melbourne.“ „Við höfum ekið um 4000 kíló- metra á nýja bílnum og ég held að við höfum nýtt tímann vel í vetur,“ sagði Button. „Við erum enn ekki alveg vissir um nýja bílinn en hann lofar góðu og það besta við hann er að hann er mjög stöðugur.“ ■ IAN WALKER Lenti í stimpingum við óánægðan stuðningsmann Leicester á laugardag. Leicester City: Walker í átökum ROGER FEDERER Sigraði Rússann Marat Safin í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins. Opna ástralska meistaramótið: Federer sigraði NÝR BILL BAR-HONDA Bretinn Jenson Button og Japaninn Takuma Sato við bílinn sem BAR-Honda kynnti í gær. BAR-Honda liðið: Button bjartsýnn CHELSEA VANN BLACKBURN Glen Johnson skorar sigurmark Chelsea á Ewood Park í gær. STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 23 16 7 0 44:15 55 Man. United 23 17 2 4 43:17 53 Chelsea 23 15 4 4 43:19 49 Charlton 23 10 7 6 32:25 37 Liverpool 23 9 7 7 32:24 34 Newcastle 23 8 10 5 31:24 34 Fulham 23 10 4 9 36:33 34 Bolton 23 8 8 7 28:34 32 Birmingham 22 8 7 7 20:26 31 Southampton 23 8 6 9 23:21 30 Aston Villa 23 8 6 9 26:27 30 Middlesbrough 22 7 7 8 23:26 28 Tottenham 23 8 3 12 27:33 27 Everton 23 6 7 10 25:29 25 Man. City 23 5 8 10 32:35 23 Blackburn 23 6 5 12 34:39 23 Portsmouth 23 6 5 12 25:33 23 Leicester 23 4 8 11 31:43 20 Wolves 23 4 8 11 20:44 20 Leeds 23 4 5 14 19:47 17 Arsenal og Chelsea unnu Arsenal endurheimti efsta sæti úrvalsdeildar- innar. Nicolas Anelka skoraði gegn gömlu félögunum og var síðan vísað af velli. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Arsena - Man. City 2-1 1-0 Tarnat, sjm (39.), 2-0 Henry (83.), 2- 1 Anelka (89.) Blakcburn - Chelsea 2-3 1-0 Flitcroft (3.), 1-1 Lampard (24.), 1-2 Lampard (35.), 2-2 Gallagher (87.), 2-3 Johnson (88.)

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.