Fréttablaðið - 02.02.2004, Page 25

Fréttablaðið - 02.02.2004, Page 25
25MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004 Sylvain Wiltord: Það er líf eftir Arsenal FÓTBOLTI „Það er líf eftir Arsenal,“ sagði sóknarmaðurinn Sylvain Wiltord í viðtali við News of the World. „Ég verð að fara sætta mig við það.“ Samningur Wiltord við Arsenal rennur út í sumar. „Ég hélt að við næðum samkomulagi um nýja samning en félagið hefur ekki gert mér gagntilboð svo þetta virðist ætla að verða niðurstað- an,“ sagði Wiltord. „Áður fyrr sagði ég Arsenal er Arsenal, hvar vildi ég annars vera? Þetta er öðru vísi núna,“ sagði Wiltord sem ætlar ekki að spá í annað félag fyrr en eftir leiktíðina. ■ Spænska úrvalsdeildin: Real Madrid vann FÓTBOLTI Real Madrid vann upp tveggja marka forskot Real Valla- dolid á útivelli og sigraði með mark frá Ronaldo á lokamínút- unni. Óscar G o n z á l e z skoraði tvis- var fyrir heimaliðið í fyrri hálfleik en Real jafn- aði með m ö r k u m Zinedine Zi- dane og Luis Figo á fyrsta korteri sein- ni hálfleiks- ins. Juan M a n u e l Pena, hjá Valladolid, og Santaigo Solario í liði Madrídinga var vísað af velli í seinni hálfleik. Barcelona burstaði Albacete 5- 0 á heimavelli. Xavi skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Javier Saviola, Ricardo Quaresma og Edgar Davids skoruðu á fyrstu níu mínútum seinni hálfleiks. Luis Enrique setti fimmta markið á lokamínútunni. Valencia burstaði Malaga 6-1 á útivelli á laugardag. Ricardo Oli- veira skoraði þrennu og Mista, Carlos Marchena og David Al- belda eitt mark hver. ■ Þýska Búndeslígan Erlend mörk FÓTBOLTI Erlendir leikmenn skor- uðu öll mörkin sex í þýsku Búndeslígunni í gær og í fjórum tilvikum áttu erlendir leikmenn stoðsendingarnar. Líbaninn Roda Antar skoraði sigurmarmark Freiburg sem vann Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli. Georgíumaðurinn Al- exander Iashvili lagði upp markið á 54. mínútu leiksins. Bosníumaðurinn Sergei Bar- barez skoraði fyrra mark Hamburger sem tapaði 3-2 á úti- velli fyrir Hannover. Svisslend- ingurinn Raphael Wicky lagði upp markið. Serbinn Nebojsa Krupnikovic jafnaði úr víta- spyrnu og Bandaríkjamðurinn Clint Mathis og Spánverjinn Jaime Sanchez Fernandez færðu Hannover 3-1 forystu. Argentínu- maður Bernardo Romeo minnkaði muninn í 3-2 eftir sendingu frá Þjóðverjanum Christian Rahn. ■ RONALDO SKORAÐI Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Ron- aldo gegn Real Valla- dolid. BÚNDESLÍGAN Íraninn Mehdi Mahdavikia, leikmaður Hamburger, í baráttu við Kanadamanninn Julian de Guzman hjá Hannover. KÖRFUBOLTI Snæfell situr í efsta sæti Intersportdeildarinnar í körfubolta eftir leiki 16. umferðar í gærkvöld. Snæfell vann Keflavík 94-90 á sama tíma og Grindvíkingar töpuðu fyrir Haukum. Snæfell stendur betur í innbyrðis viðureignum félagana en þeir sigruðu 89-83 í Grindavík um síðustu helgi en Grindvíkingar sigr- uðu 65-62 í Stykkishólmi í október. Haukar unnu Grindvíkinga 89-79 á Ásvöllum. Haukarnir leiddu 45-35 í leikhléi og 62-53 eftir þriðja leik- hluta. Grindavíkingar jöfnuðu stöð- una í 73-73 en staðan var 77-76 fyrir Hauka þegar tvær mínútur voru eft- ir. Michael Manciel skoraði þá þrig- gja stiga körfu og gaf tóninn fyrir góðan lokasprett Haukanna sem sigruðu með tíu stiga mun. Manciel var stigahæstur heima- manna með 33 stig og náði einnig þrettán fráköstum. Halldór Krist- mannsson skoraði ellefu stig, þar af fimm á lokakaflanum þegar Hauk- arnir gerðu út um leikinn, og Sævar Ingi Haraldsson skoraði tíu stig. Grindavíkingar léku án Páls Ax- els Vilbergssonar, sem var hvíldur vegna meiðsla í nára, Helga Jónasar Guðfinnssonar, sem er meiddur í baki. Darrel Lewis skoraði 30 stig fyrir Grindavíkinga, Stanley Black- mon nítján, og tók tíu fráköst, og Þorleifur Ólafsson skoraði tólf stig. Nick Boyd skoraði 27 stig þegar Tindastóll vann KR 109-92 á Sauðár- króki. Joshua Murray var langat- kvæðamestur KR-inga en hann skor- aði 37 stig og tók fjórtán fráköst. ÍR-ingar fikruðu sig enn lengra frá fallbaráttunni með þriðja sigrin- um í röð. ÍR-ingar unnu Breiðablik 91-79 í Smáranum í gærkvöldi. Maurice Ingram skoraði 37 stig fyr- ir ÍR-inga og tók fimmtán fráköst en Kyle Williams skoraði 30 stig fyrir Blika. ■ SNÆFELL Snæfellingar eru efstir í Intersportdeildinni. Intersportdeildin í körfubolta: Snæfell efst STAÐAN Í INTERSPORTDEILDINNI Snæfell 16 13 3 1365:1295 26 Grindavík 16 13 3 1424:1350 26 Keflavík 15 10 5 1461:1277 20 Njarðvík 16 10 6 1465:1367 20 KR 15 9 6 1375:1321 18 Haukar 16 9 7 1304:1280 18 Hamar 16 9 7 1354:1354 18 Tindastóll 16 8 8 1484:1414 16 ÍR 16 5 11 1374:1458 10 Breiðablik 15 3 12 1209:1332 6 KFÍ 15 3 12 1373:1547 6 Þór Þ. 16 2 14 1306:1341 4 ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Snæfell - Keflavík 94-90 Breiðablik - ÍR 79-91 Tindastóll - KR 108-86 Haukar - Grindavík 89-79 Njarðvík - Hamar 73-90 KFÍ - Þór Þ. 98-91 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.