Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 26
■ ■ KVIKMYNDIR
19.00 Sovéska kvikmyndin Ballaða
um hermann frá árinu 1957 verður
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er
margverðlaunuð mynd frá Mosfilm en
sýnd ótextuð. Leikstjóri er Grígorij Tsúk-
hraj.
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Söngvararnir Signý Sæ-
mundsdóttir og Hrólfur Sæmundsson
flytja verk eftir Geir Johnson, Þorstein
Hauksson, Hjálmar Ragnarsson, Oliver
Kentish og Atla Heimi Sveinsson á
Myrkum músíkdögum í tónlistarhúsinu
Ými við Skógarhlíð. Með þeim spila Ric-
hard Simm og Valgerður Andrésdóttir á
píanó, Hrafnkell Orri Egilsson á selló,
Pétur Grétarsson á slagverk og Eydís
Franzdóttir á óbó.
■ ■ FUNDIR
20.00 Félag áhugafólks um
heimafæðingar heldur fund í Kvenna-
garði á 4. hæð í Kjörgarðshúsinu við
Laugaveg 59, gengið inn úr porti við
Hverfisgötu. Verðandi foreldrar eru sér-
staklega boðnir velkomnir
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
Gaman að
þreifa sig áfram
26 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
30 31 1 2 3 4 5
FEBRÚAR
Mánudagur
Mér finnst það voða skemmti-legt að glíma við nútíma-
tónlist. Það felst alltaf svolítil
ögrun í henni. Allt er svo nýtt og
maður þarf mikið að þreifa sig
áfram, kanna bæði eigin mögu-
leika og möguleika verkanna.
Þetta gefur manni alltaf svo mik-
ið,“ segir Signý Sæmundsdóttir
sópran.
Í kvöld ætlar hún, ásamt Hrólfi
Sæmundssyni baritón, að flytja
splunkuný verk eftir þá Atla
Heimi Sveinsson og Oliver Kent-
ish.
„Við Hrólfur erum ekki systk-
ini,“ tekur Signý fram til þess að
fyrirbyggja allan misskilning,
„en ágætiskunningjar samt“.
Eftir Atla Heimi flytja þau
þrjú sönglög við ljóð eftir Sigfús
Daðason, og önnur þrjú sönglög
við ljóð eftir bandaríska ljóð-
skáldið Keith Waldrup.
„Þetta eru allt saman stór
sönglög, ekki þessar litlu vísur sem
ég hef stundum verið að gera,“ seg-
ir Atli Heimir. „Þarna fléttast sam-
an píanó og rödd og óbó sem eiga að
búa til einhvers konar umhverfi um
ljóðin og endurskapa þann blæ og
stemningu sem er í ljóðunum.“
Mest mæðir á Hrólfi í þessum
verkum Atla Heimis, þó Signý fái
að syngja með honum á stuttum
kafla. Í verki Olivers Kentish er
Signý hins vegar komin í aðalhlut-
verkið, og Hrólfur hvílir sig á með-
an.
„Þetta verk eftir Oliver heitir
Innan úr tímanum og er samið við
ljóð eftir Hannes Pétursson,“ segir
Signý. „Hannes er í miklu uppá-
haldi hjá mér sem tónskáld, og ég
valdi eftir hann nokkur ljóð sem
Oliver fléttaði síðan nokkurs konar
ljóðakrans utan um.“
Á tónleikunum, sem verða í tón-
listarhúsinu Ými klukkan átta í
kvöld, flytja þau einnig verk eftir
Geir Johnsson, Þorstein Hauksson
og Hjálmar Ragnarsson.
Flytjendur, ásamt þeim Signýju
og Hrólfi, eru píanóleikararnir Val-
gerður Andrésdóttir og Richard
Simm, Eydís Franzdóttir óbóleik-
ari, Hrafnkell Orri Egilsson selló-
leikari og Pétur Grétarsson á
slagverk. ■
■ TÓNLEIKAR
■ TÓNLIST
Það er nústutt frá.
Kaffi Borg í
Hamraborg-
inni,“ segir
Sigurður
Geirdal,
bæjarstjóri
í Kópavogi.
„Þar fæst besta cappuccino-kaffi
á höfuðborgarsvæðinu.“
Uppáhaldskaffihúsið
SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 12 ára SÝND kl. 9 B i 14 ára SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15
SÝND kl. 10.15B i 14 áraMASTER & COM...
kl. 4 m/isl. taliÁLFUR
kl. 8.15 B i 16 áraMYSTIC RIVER
5.15THE HUNTED MANSION
kl. 6, 8 og 10.10KALDALJÓS
kl. 5.40 og 10.25 B i 16 áraIN THE CUT
kl. 3, og 7HEIMUR FARFUGLANNA
kl. 8ÓVINURINN
kl. 6EVRÓPUGRAUTUR
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SÝND kl. 5.20 8 og 10.40
SÝND kl. 4, 6 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9
FORSÝNING kl. 2 og 4 M/ÍSL TALI
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10
kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY
kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES
kl. 3.50 M/ÍSL TALIFINDING NEMO
kl. 4, 6, 8 og 10HONEY
SÝND kl. 6, 8 og 10 B i 14 ára
SÝND Í VIP kl. 8
TÓNLISTARFÓLKIÐ
Signý Sæmundsdóttir sópran, píanó-
leikararnir Richard Simm og Valgerður
Andrésdóttir, Eydís Franzdóttir óbóleikari,
Hrólfur Sæmundsson baritón og
Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
SMS um myndirnar í bíó
Óperukór Hafnarfjarðar stendurí stórræðum á næstunni og þarf
þess vegna að bæta við sig kór-
félögum, sér í lagi karlaröddum.
„Okkur langar að fjölga svolítið
í hópnum fyrir tíu daga menning-
arferð til Búlgaríu í haust,“ segir
Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona
og stjórnandi kórsins, sem hún
stofnaði sjálf fyrir þremur árum.
Fyrir nokkru bauðst henni að
fara til Búlgaríu að syngja þar
með Sinfóníuhljómsveit Sofíu
undir stjórn Bernharðs Wilkins-
sonar. Hugmyndin var sú að hún
tæki kórinn með og stjórnaði hon-
um einnig á tónleikum.
„En nú er þetta búið að vefja
heilmikið utan á sig. Það verður
ekki bara kórinn sem fer út, held-
ur verður þetta hálfgerð Íslands-
kynning með bókmenntum, mál-
verkum og fleiru sem ég skýri
betur frá þegar dagskráin verður
frágengin.“
Á tónleikunum ytra ætlar kór-
inn að flytja stór verk eftir Pál Ís-
ólfsson og Jón Ásgeirsson ásamt
ítölskum óperukórum og aríum.
Meiningin er að kórinn haldi
tónleika hér heima með sömu
dagskrá og flutt verður í Búlgar-
íu, en utanferðin verður svo í
haust. ■
ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR
Stofnaði Óperukór Hafnarfjarðar fyrir
þremur árum.
Óperukór vill stækka
Big Fish
Big Fish er glæsilegt ævintýri. Hún fær
þig til að hlæja, gráta og hrífast með.
Hreinn unaður frá upphafi til enda. Fimm
stjörnur! BÖS
21 Grams
Þessi mynd er stórkostleg þó hún sé ljót
og hjálpar okkur að skilja mannlega
hegðun. Það er nefnilega auðvelt að
skilja allar ákvarðanir persónanna, þó
þær séu oftast sjúkar og rangar. BÖS
The Haunted Mansion
Sem fjölskyldumynd er þetta ágætis
skemmtun og mun betra en þetta
Disney-drasl sem þjóðinni er boðið upp á
á hverjum föstudegi. Það er bara sorglegt
að sjá hvað hefur orðið af Eddie Murphy
og hvernig hann hefur þróast sem grín-
leikari. SS
The Last Samurai
The Last Samurai er frábær hrísgrjónavestri
sem svíkur ekki enda gerist myndin í Japan
í gamla daga þegar orð eins og heiður og
hugrekki skiptu einhverju máli. ÞÞ
In the Cut
Nöturleg stemningin nær strax tökum
á áhorfandanum en þrátt fyrir góðan
vilja leikstjórans rennur hún óvænt út í
fyrirsjánlegan og dæmigerðan farveg í
lokin. Það dregur úr kraftinum en
breytir því ekki að In the Cut er
athyglisverð og áleitin mynd sem er vel
þess virði að sjá. ÞÞ
Kaldaljós
Hér leikur allt í höndunum á Hilmari,
börn, fullorðnir, tónlist og myndmál,
sem skilar sér í fallegri, fagmannlegri,
látlausri, sorglegri en fantavel leikinni
eðalmynd. ÞÞ
Return of the King
Return of the King er frábær mynd. Hún
gefur þeim fyrri ekkert eftir og gengur
þvert á móti lengra í mikilfengleikanum og
gulltryggir um leið að þessi þríleikur Peters
Jackson er einstakt verk í kvikmynda-
sögunni, algerlega án hliðstæðu. ÞÞ
Finding Nemo
Stærsti kosturinn við myndirnar frá Pixar
er vitaskuld að þær skemmta jafnt börn-
um og fullorðnum þannig að það ætti
enginn að vera svikinn af þessum sund-
spretti um heimshöfin. ÞÞ
Love Actually
Love Actually er frábær skemmtun og
þörf áminning um að það er fyrst og
fremst ástin og náungakærleikurinn sem
eru haldreipi okkar í sturluðum heimi
hryðjuverka og stríðsátaka. ÞÞ
THE BIG FISH
Nýjasta mynd furðufuglsins Tims Burton
hittir beint í mark hjá gagnrýnanda
Fréttablaðsins.