Fréttablaðið - 02.02.2004, Page 29
Fyrirtækið Pixar AnimationStudios sem gerði myndirnar
Finding Nemo, Toy Story og Mon-
sters Inc. hefur ákveðið að slíta
samstarfi sínu við Disney- fyrir-
tækið.
Samstarf fyrirtækjanna hefur
verið einstaklega blómlegt í gegn-
um árin og skilað rúmlega 97
milljörðum króna í hagnað.
Fyrirtækin voru búin að vera
við samningaborðið í rúma tíu
mánuði og fannst Pixarmönnum
augljóst að þeir myndu ekki fá
þann bita af kökunni sem þá lang-
aði í.
Samstarfinu lýkur þó ekki
formlega fyrr en eftir að næstu
tvær myndir koma út. Sú fyrri
heitir The Incredibles. Hún fjall-
ar um ofurhetjufjölskyldu og
kemur út á árinu. Seinni myndin
heitir Cars og er styttra komin.
Hún ætti að skila sér í bíó á
næsta ári. Eftir það ætlar Pixar
að halda öllum réttindum sín-
um. ■
29MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004
Fréttiraf fólki
Pixar slítur sig frá Disney
FINDING NEMO
Haldi Pixar áfram að framleiða myndir í
sömu gæðum og Finding Nemo gæti
það hæglega orðið stærra
en Disney á endanum.
Rapparinn Jay-Z og BeyonceKnowles eru trúlofuð. Þau til-
kynntu
vinum sín-
um í gleð-
skap á
dögunum
að þau
ætluðu sér
að ganga í
það heila-
ga sem
allra, allra
fyrst. Jay-
Z talaði
svo um
það að það eina sem hann hefði
ekki í sínu lífi væru börn og
sagði að hann langaði að eignast
þau sem fyrst. Parið kynntist við
tökur á plötu í lok árs 2002 og
hafa þau verið saman síðan.
Grínarinn Richard Pryor hefurslegist í lið með dýraverndun-
arsamtökunum PETA í baráttu
þerra við
skyndi-
bitakeðj-
una KFC.
Samtökin
hafa sak-
að keðj-
una um
hræðilega
meðferð á
kjúkling-
um. Pryor
hvetur að-
dáendur
sína til þess að sniðganga staði
KFC þar til að ráðamenn sam-
þykkja að breyta vinnuháttum
sínum.
Atomic Kitten hafa ákveðið aðtaka sér frí. Þær eru þó harð-
ar á því að þetta séu ekki enda-
lokin og segjast ætla að koma
saman aftur seinna. Aðalástæðan
fyrir fríinu er sú að söngkonan
Natasha Hamilton vill eyða meiri
tíma með syni sínum sem fæddist
í fyrra. Hinar stúlkurnar tvær
Jenny og Liz ætla að nýta tæki-
færið til þess að hefja sólóferil.
■ KVIKMYNDIR