Fréttablaðið - 05.02.2004, Síða 1
ALÞINGI Framsóknarmaðurinn
Kristinn H. Gunnarsson, varafor-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar, réðst harkalega að Pétri
Blöndal, formanni nefndarinnar
og eins stofnfjáreigenda SPRON,
við umræður um sparisjóðafrum-
varpið á Alþingi í gær. Hann sagði
Pétur fara fyrir hópi manna sem
reyndu að auðgast sem mest með
því að sniðganga núgildandi lög.
„Stofnfjáreigendur eru að
reyna að taka sér fé sem þeir eiga
ekki. Ég vænti þess að Pétur láti
af þessari gróðafíkn sinni. Það er
hagur KB-banka að komast yfir
SPRON og losna þannig við spari-
sjóðinn sem keppinaut. Það er
nauðsynlegt að löggjafinn taki af
skarið og skilji á milli stofnfjár-
eigenda og sjálfseignarstofnunar.
Þannig að enginn velkist í vafa um
að hægt verði að fara fram hjá
lögunum,“ sagði Kristinn.
Pétur sagði Kristinn vera með
ómálefnalegar ásakanir og kvaðst
gæta hagsmuna stofnfjáreigenda
með því að tryggja að þeir yrðu
ekki fótum troðnir.
Sjá nánar bls. 4–6.
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 28
Leikhús 28
Myndlist 28
Íþróttir 34
Kvikmyndir 38
Sjónvarp 40
FIMMTUDAGUR
FH MÆTIR VÍKINGI Þrír leikir verða
í Remax-deild karla í handbolta klukkan
19.15. Þór Akureyri mætir Aftureldingu,
Selfoss tekur á móti Breiðabliki og FH
sækir Víking heim.
VEÐRIÐ Í DAG
5. febrúar 2004 – 35. tölublað – 4. árgangur
● pistill frá heimsflökkurum ● fólk vill ferðast meira innanlands
Daniele Fernandez:
▲
SÍÐUR 26 og 27
Elskar
hafið
tíska o.fl.
● elsa haralds í parís ● vorvörurnar komnar
Embla Grétarsdóttir:
▲
SÍÐUR 24 og 25
Keypti sér
fyrstu dragtina
EKKERT SAMRÁÐ Forseti Íslands segir
í yfirlýsingu, að tekin hafi verið upp ný
vinnubrögð við undirbúning hátíðar vegna
aldarafmælis heimastjórnar. Ekkert samráð
við forsetaembættið. Sjá síðu 2
FRESTA MÁLSÓKN Formaður Banda-
lags háskólamanna segir frekari sparnaðar-
aðgerðir sem bitna muni á kjörum starfs-
manna Landspítalans í farvatninu. Ákvörð-
un um málsókn frestað. Sjá síðu 2
ENGIN GEREYÐINGARVOPN Don-
ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, segir mögulegt að ástæðan fyrir
því að engin gereyðingarvopn hafi fundist í
Írak kunni að vera sú að þau hafi ekki verið
til. Sjá síðu 4
FÍKNIEFNASMYGL Fjórir menn sæta
málsmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyr-
ir innflutning á hassi og að hafa ætlað að
flytja inn amfetamín sem reyndist vera
koffín. Sjá síðu 8
KÓLNANDI ÞEGAR LÍÐUR Á DAG-
INN Og víða hörkugaddur á morgun og
laugardag. Dálítil él við norðurströndina og
stöku slydduél við og kringum borgina.
Hlýnar á sunnudagskvöld. Sjá síðu 6.
SIGUR Í FYRSTA LEIK ÁRNA GAUTS Íslenski landsliðsmarkvörðurinn lék sinn fyrsta leik með Manchester City í gærkvöldi þegar liðið
sótti Tottenham heim í enska bikarnum. Árni Gautur stóð sig eins og hetja í frábærri endurkomu liðsins sem vann upp þriggja marka
forystu Tottenham og sigraði, 4–3. Sjá nánar bls. 41.
Snjóflóðahætta:
Bíða eftir að
snjór setjist
SNJÓR „Viðbúnaðarstigi á Miðnorð-
urlandi var aflétt fyrir hádegi í
gær,“ segir Leifur Örn Svavars-
son hjá Snjóflóðavakt Veðurstofu
Íslands.
Leifur segir að í ljósi þeirrar
miklu úrkomu sem mældist á
Austfjörðum ákváðum við að við-
halda rýmingu á reit sem rýmdur
var á Seyðisfirði. Athugað verður
með framhaldið fyrir hádegi í dag.
Gistiheimilið er eina húsið sem er
á reitnum og þurfti að flytja einn
gest á annan stað í bæinn þegar
ákveðið var að rýma húsið á
þriðjudagskvöld. Leifur segir að
snjómugga hafi verið á Seyðisfirði
í gær og því gafst ekki tóm til að
meta upptökusvæði fyrir ofan
reitinn. Hann segir að ekki hafi
bæst við ástandið heldur sé verið
að bíða eftir því að snjór setjist og
verði stöðugri. ■
Njóta óeðlilegrar
lánafyrirgreiðslu
Fjármálaeftirlitið hefur gert margar athugasemdir við afgreiðslu lána lífeyrissjóða til
forsvarsmanna þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir telur að beita þurfi stjórnendur lífeyrissjóða
viðurlögum gerist þeir brotlegir.
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Fjármálaeftirlit-
ið hefur í nokkuð mörgum tilfellum
gert athugasemdir við afgreiðslu
lánveitinga til stjórnarmanna, fram-
kvæmdastjóra og tengdra aðila
vegna hagsmunatengsla. Þetta kem-
ur fram í svari Fjármálaeftirlitsins
við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur til viðskiptaráðherra. At-
hugasemdirnar hafa verið gerðar
vegna þess að þessir aðilar hafa
fengið hærra lán en hámarkslán
samkvæmt reglum viðkomandi
sjóðs. Einnig að veðhlutfall hafi ver-
ið hærra en reglur kváðu á um eða
að nauðsynlegar upplýsingar vegna
slíkra lána hafi ekki verið fyrir
hendi hjá viðkomandi sjóði.
„Það er alveg ljóst af þessum
upplýsingum að ákvæði laga um
fjármálafyrirtæki eru þverbrotin af
mörgum forsvarsmönnum lífeyris-
sjóðanna,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir. Hún segir þetta gilda bæði
um hagsmunaárekstra, sem og
gagnvart lánveitingum sem komi á
óvart.
Fjármálaeftirlitið hefur ekki tek-
ið saman hversu algeng hagsmuna-
tengsl eru hjá fjármálafyrirtækjum
en hefur gert athugasemdir við
hagsmunatengsl í nokkrum þeirra.
Þær aðgerðir hafa verið í tengslum
við eftirlitsaðgerðir gagnvart fyrir-
tækjunum og eigendum virkra eign-
arhluta.
Fjármálaeftirlitið hefur hins
vegar kannað stjórnarsetu stjórnar-
manna stærstu lífeyrissjóðanna í
öðrum fyrirtækum. Um 70% þess-
ara stjórnarmanna sitja í öðrum
stjórnum. Tæplega 40% þeirra sitja
í fleiri en einni stjórn. Að meðaltali
sitja þessir stjórnarmenn í fjórum
stjórnum hlutafélaga eða einka-
hlutafélaga.
Í svari viðskiptaráðherra kom
fram að ekki þætti ástæða til að end-
urskoða lagaákvæði um hagsmuna-
árekstra vegna setu stjórnarmanna
fjármálafyrirtækja í öðrum fyrir-
tækjum. Jóhanna segir það koma á
óvart í ljósi þessara upplýsinga að
hvorki Fjármálaeftirlitið né við-
skiptaráðherra sjái ástæðu til þess
að breyta núgildandi lögum. Hún
telur beitingu viðurlaga gagnvart
stjórnendum lífeyrissjóða óljósar.
„Ég tel að ekki eigi að bíða með að
veita Fjármálaeftirlitinu skýrar
heimildir til þess að beita stjórnend-
ur lífeyrissjóða slíkum viðurlög-
um.“
Fjármálaeftirlitið hefur í fáum
tilvikum ekki heimildir til þess að
birta niðurstöður einstakra mála.
„Ég tel að þeir eigi að fá slíkar heim-
ildir. Það er að vísu vandmeðfarið,
en það veitir fjármálamarkaðnum
mikið aðhald, ef þeir fá heimildir til
þess að opinbera sínar niðurstöður.
haflidi@frettabladid.is
Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar:
Pétur láti af gróðafíkn sinni
KRISTINN H. GUNNARSSON
Varaformaður efnahags- og viðskipta-
nefndar sakaði formann nefndarinnar um
að reyna ásamt öðrum stofnfjáreigendum í
SPRON að taka sér fé sem hann ætti ekki.
FRÁ ÓLAFSFIRÐI
Gífurlega mikill snjór er á Ólafsfirði.
DAGURINN Í DAG
ferðir o.fl.