Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 2

Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 2
2 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR „Já, en ég er ekki viss um hæfi- leika ráðherra. Okkar frumvarp er mikið betra.“ Lúðvík Bergvinsson og Einar Oddur Kristjánsson lögðu fram sparisjóðafrumvarp til að stöðva söluna á SPRON og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp um sama mál sama dag. Spurningdagsins Lúðvík, er viðskiptaráðherra hermikráka? ■ Norðurlönd Yfirlýsing frá forseta Íslands vegna aldarafmælis heimastjórnarinnar: Ný vinnubrögð viðhöfð FORSETAEMBÆTTIÐ Forseti Íslands segir í yfirlýsingu, að tekin hafi verið upp ný vinnubrögð við und- irbúning hátíðar vegna aldar- afmælis heimastjórnar. Forsætis- ráðuneytið hafi ákveðið að undir- búa dagskrána án nokkurs sam- ráðs við forsetaembættið. „Ég ályktaði þá að forsætisráð- herraembættið óskaði hvorki eft- ir beinni framgöngu né sérstakri þátttöku forseta Íslands í atburð- um sem tengdust þessum tíma- mótum. Sú ályktun var svo stað- fest þegar okkur barst í pósti boðskort um miðjan janúar að vera í hópi áhorfenda að sjón- varpsdagskrá sem send var út frá Þjóðminningarhúsinu,“ segir for- setinn og bætir við að forsætis- ráðuneytinu hafi greinilega ekki þótt ástæða til að forseti Íslands kæmi sérstaklega að neinum þeir- ra 20–30 atburða sem á dag- skránni væru. Forsetinn segist því hafa skipulagt tíma sinn í sam- ræmi við það. „Að halda ríkisráðsfund fól hins vegar í sér beina þátttöku forsetans en áformum um fyrir- hugaðan fund í ríkisráði var á hinn bóginn haldið leyndum fyrir forsetanum. Rétt er að ítreka að ríkisráðsfundur án forseta Ís- lands hefur ekki verið haldinn í áratugi. Um samskipti forseta og handhafa forsetavalds mun ég ræða nánar síðar.“ Í kvöldfréttum Útvarpsins í gær kom fram að ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í byrjun des- ember að endurskoða reglugerð um stjórnarráðið og var út frá því gengið að forsetinn undirritaði hana til hátíðarbrigða á aldar- afmæli heimastjórnarinnar, 1. febrúar. Forsetaskrifstofunni hafi þó hvorki borist formleg tilkynn- ing um málið né minnisblað for- sætisráðherra, sem var sent víða um stjórnkerfið. ■ PRINSINN Hákon krónprins eignaðist nýverið dóttur- ina Ingiríði Alexöndru með eiginkonu sinni Mette-Marit. Á myndinni er einnig Maríus, sonur Mette-Marit. Hákon prins: Slakur í landafræði ÓSLÓ Hákoni, krónprinsi Noregs, varð á í messunni þegar hann hélt ræðu í tilefni af opinberri heim- sókn Jorge Sampaio, forseta Portúgals. Í ræðunni talaði Hákon um hlýjar strendur Portúgals við Miðjarðarhafið og kom þannig upp um slaka landafræðikunnáttu sína. Staðreyndin er sú að öll strand- lengja Portúgals liggur við Atlantshaf. Norska konungsfjöl- skyldan sendi frá sér formlega af- sökunarbeiðni vegna þessara leiðu mistaka. Hákon, sem er 31 árs, sinnir skyldum Haraldar föður síns á meðan konungurinn er í veikinda- leyfi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur á móti erlendum þjóð- höfðingja. ■ Árekstur á Selfossi: Leiddi til húsleitar LÖGREGLAN Árekstur tveggja bíla varð á Austurvegi á Selfossi í há- deginu í gær. Lögreglu fannst ástæða til að senda annan öku- manninn í blóðtöku vegna gruns um að hann hafi ekið undir áhrif- um lyfja eða fíkniefna. Í kjölfarið var gerð húsleit heima hjá mann- inum þar sem fannst eitthvað af fíkniefnum. Beðið er eftir niður- stöðum úr blóðrannsókn. ■ FRUMVARPINU MÓTMÆLT Frumvarpi sem bannar trúarleg tákn, þeirra á meðal túrban sjía-múslima, hefur verið mótmælt víða um heim. Frumvarp sem bannar slæður: Mótmælt við þinghúsið PARÍS, AP Ef fjöldi þeirra þing- manna sem hefur látið skrá sig á mælendalista er einhver vísbend- ing er frumvarp frönsku ríkis- stjórnarinnar um að banna trúar- tákn í skólum umdeildasta frum- varp sem komið hefur til kasta franska þingsins. 144 þingmenn hafa látið skrá sig á mælendaskrá, fleiri en nokkru sinni fyrr. Andstæðingar frumvarpsins mótmæltu fyrir framan þinghúsið í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að bera slæðu mús- lima, kollhúfu gyðinga og krossa kristinna. Stuðningsmenn frum- varpsins segja það verja aðskiln- að ríkis og kirkju sem er grund- vallaratriði í frönsku stjórnar- skránni meðan andstæðingar þess, einkum múslimar, segja það til marks um að mistekist hafi að aðlaga múslima að þjóðfélaginu. ■ KJARASAMNINGAR „Ég er langt í frá bjartsýnn á gang kjaraviðræðna. Við lögðum fram okkar hug- myndir að nýrri launatöflu, sem við vorum búin að leggja mikla vinnu í en við erum ekki alls kost- ar sátt við svörin sem við fengum frá atvinnurekendum. Launatöfl- unni var hafnað að hluta til og þeir lögðu fram sína útfærslu á móti. Það ber nokkuð mikið í milli og við urðum fyrir von- brigðum með svör atvinnurek- enda,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, í gærkvöld. Viðræður sambandsins við Samtök atvinnulífsins eru í nokkurri óvissu og sama er raunar að segja um viðræður Flóabandalagsins við atvinnu- rekendur. Samningamönnum verkalýðshreyfingarinnar þykir ganga alltof hægt og telja rétt að vísa deilunni til ríkissáttasemj- ara. Þrjátíu manna samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur verið kölluð saman til fundar í dag og mun hún fara yfir stöðu kjaraviðræðna við atvinnurek- endur og væntanlega vísa deil- unni til ríkissáttasemjara. Samninganefnd Flóabanda- lagsins, alls um 130 manns, kem- ur saman til fundar í kvöld í sömu erindagjörðum. „Við erum búnir að skrölta í þessu í margar vikur og nú vilj- um við fara að sjá árangur. Mér sýnist allt benda til að þetta endi hjá sáttasemjara en morgundag- urinn (fimmtudagur) sker úr um það,“ sagði Halldór í gærkvöld. ■ BERKLAR Á GRÆNLANDI Enn hefur ekki tekist að útrýma berklum á Grænlandi. Átta manns hafa greinst með berkla í landinu það sem af er þessu ári en á síðasta ári komu upp níutíu tilfelli alls. STARFSMÖNNUM BOÐIÐ Í KYN- LÍFSFERÐIR Mörg fyrirtæki í Finnlandi hafa skipulagt kynlífs- ferðir fyrir starfsmenn sína til Eistlands, Lettlands, Litháen og Rússlands. Að sögn finnska ríkis- útvarpsins eru starfsmönnunum boðið upp á að stunda kynlíf með vændiskonum á kostnað fyrir- tækjanna. LANGT Í FRÁ BJARTSÝNN Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, segir bakslag komið í kjara- viðræður við atvinnurekendur. Flest bendir til að deilan endi á borði ríkissáttasemjara. Kjaradeilur Flóans og Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur: Vísað til sáttasemjara í dag MUN RÆÐA SAMSKIPTIN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, ætla að ræða samskiptin við handhafa forsetavalds síðar. HEILBRIGÐISMÁL „Miðstjórnin tók ákvörðun um að fresta ákvörðun um málsókn á hendur Landspítala -háskólasjúkrahúsi þar til úttekt KPMG-ráðgjafar liggur fyrir,“ sagði Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður Bandalags háskólamanna, að afstöðnum fundi miðstjórnar- innar í gærkvöld, þar sem fjallað var um viðbrögð við samráðsferli Landspítalans vegna aðgerða til þess að ná rekstrarkostnaði niður. „Á fundinum kom fram megn óánægja meðal fulltrúa félaganna með þetta svokallaða samráð,“ sagði Halldóra. Hún bætti við að allir fundarmenn hafi verið á einu máli um að ferlið hefði farið í far- veg eins konar tilkynningaskyldu í stað samráðs. Landspítalinn hafi þar með brotið lög um hópupp- sagnir. Þaðan hefðu komið í smá- skömmtum æ betur útfærðar hug- myndir um niðurskurðinn í mann- afla, en launþegasamtökin hefðu aldrei haft forsendur fyrr en al- veg undir það síðasta til að segja að þetta gengi ekki svona. „Nú heyrum við, að þetta er bara byrjunin á miklu stærra dæmi,“ sagði Halldóra. „Í fyrstu héldum við að eftir þessa hrinu, sem snerti um 550 starfsmenn Landspítalans, að myndi linna, að minnsta kosti á þessu ári. En þetta heldur áfram, að því er fulltrúar frá okkur heyrðu á fundum í dag, viðkomandi nokkrum sviðum, svo sem skurðlækningasviði og bráðasviði. Þar er talað um að það eigi ekki að minnka þjónustu, heldur spara enn frekar í launum. Á þessum fundum var talað um verulega kjaraskerðingu til við- bótar og nú fengi starfsfólk tæki- færi á jafnvel innan við þremur vikum til að ákveða hvort það muni sætta sig við slíkt. Við lítum svo á að sé verið að segja upp hluta af kjörum, jafngildi það uppsögn.“ jss@frettabladid.is LANDSPÍTALINN Miðstjórn Bandalags háskólamanna hefur frestað ákvörðun um málsókn á hendur Landspítalanum. HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR Halldóra segist líta á kjaraskerðingu sem uppsögn. Önnur sparnaðar- holskefla í bígerð Formaður Bandalags háskólamanna segir frekari sparnaðaraðgerðir sem bitni á kjörum starfsmanna Landspítalans í farvatninu. Bandalag háskóla- manna hefur frestað ákvörðun um málsókn á hendur á spítalanum. Stefna nýrrar stjórnar: Umdeild skattalækkun FÆREYJAR Áform nýrrar heima- stjórnar Færeyja um að lækka tekjuskatta og þá sérstaklega skatta af hæstu laununum mætir mikilli andstöðu meðal forystu- fólks í verkalýðshreyfingunni. Nýr atvinnumálaráðherra, Bárður Nielsen, segir skattalækkanirnar hins vegar nauðsynlegar til að örva atvinnulífið. Hæsta skatta- prósentan er nú rúm 55%. „Það er blaut tuska framan í fólk að heyra um skattalækkanir heimastjórnarinnar,“ segir Hans Joensen, formaður Havnar Arbeiðsmannafelags, í Sósíalnum, og kveður þetta ögrun við verka- fólk. Vigdís Johannesen, formað- ur Havnar Arbeiðskvinnufélags, segist ekki skilja hvernig jafnað- armenn geti stutt þetta. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.