Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 4

Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 4
Keyrt í gegn fyrir fundinn 10. febrúar Þverpólitískur stuðningur er við sparisjóðafrumvarp viðskiptaráðherra og fær það flýtimeðferð. Pétur Blöndal er einn á móti frumvarpinu en það hindrar kaup KB-banka á SPRON. 4 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Bar forsetanum að vera heima á aldarafmæli heimastjórnarinnar? Spurning dagsins í dag: Skipuleggurðu matarinnkaupin með sparnað í huga? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 45% 55% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is WASHINGTON, AP „Ég tel það mögu- legt en ekki líklegt,“ svaraði Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, þegar hann var spurður hvort hann teldi hvort að ástæðan fyrir því að eng- in gereyðingarvopn hafa fundist í Írak kynni að vera sú að þau hafi ekki verið til. Rumsfeld sagði varnarmála- nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins að vopnaeftirlitsmenn þyrftu meiri tíma til að komast að endanlegri niðurstöðu um hvort gereyðingarvopn hefðu verið til staðar í Írak áður en ráðist var inn í landið. Rumsfeld sagðist fullviss um að upplýsingar um gereyðing- arvopn Íraka sem lágu fyrir áður en innrásin hófst hefðu ekki verið misnotaðar eða mistúlkaðar til að réttlæta innrás. Hann viður- kenndi þó að hugsanlega hefðu upplýsingarnar ekki verið algjör- lega réttar. Rumsfeld nefndi þrjár hugsan- legar ástæður fyrir því að engin gereyðingarvopn hafa fundist. Ein væri sú að þau hefðu verið flutt til þriðja lands, önnur að þeim hefði verið dreift og þau fal- in í Írak og sú þriðja að Írakar hefðu eytt vopnunum áður en stríðið hófst. ■ ALÞINGI Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpi um fjármálafyrirtæki á Alþingi í gær, en með því er lögð til breyting á því hverjir skipa stjórn sjálfseignarstofnunar sem orðið hefur til við breytingu á rekstrar- formi sparisjóðs í hlutafélag. Val- gerður sagði að upphaf málsins mætti rekja til breytinga á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði árið 2001 þegar sparisjóðir fengu heimild til hlutafélagavæðingar, vegna hlutafélagavæðingar ríkis- viðskiptabankanna og endurskipu- lagningar fjárfestingarlánasjóða- kerfisins. Ráðherra sagði að síðan hefði mikið vatn runnið til sjávar og vísaði til tilraunar SPRON til hlutafélaga- væðingar og samkomulags um kaup KB-banka á SPRON eftir hluta- félagavæðingu, með fyrirvara um samþykki fundar stofnfjáreigenda. „Gagnrýni mín á þennan samn- ing hefur eingöngu lotið að því að gert er ráð fyrir að sjálfseignar- stofnunin selji sinn hlut á mun lægra gengi heldur en stofnfjáreig- endurnir. Þetta er óeðlilegt og ég tel að hagsmuna stofnunarinnar hafi ekki verið gætt. Því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar er ætlað að taka á þessum hagsmunaárekstr- um. Það er veikleiki í löggjöfinni að þegar tilboð berst um yfirtöku þá getur sú hætta skapast að stofnfjár- eigendurnir, sem stjórna sjálfseign- arstofnuninni, taki ákvörðum sem þjónar þeirra hagsmunum, en ekki hagsmunum stofnunarinnar,“ sagði Valgerður. Ekki er talið að lagabreytingin stangist á við stjórnarskrána. Hún aftengir fyrst og fremst hagsmuni stofnfjáreigenda og sjálfseignar- stofnunar, en hefur engin áhrif á stöðu stofnfjáreigenda sem hlut- hafa í sparisjóði. Viðskiptaráðherra sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort hugmyndafræðin um spari- sjóðina myndi lifa af í heimi stöðugra umbóta. „Sparisjóðirnir sjálfir verða að taka sér taki og móta sína framtíð. Þeir mega ekki verða nátttröll sem daga uppi á fjármálamarkaði. Með þessu frumvarpi er það ekki mark- mið mitt að koma í veg fyrir hluta- félagavæðingu sparisjóða, heldur eingöngu að laga þann veikleika sem er á gildandi lögum. Það er úti- lokað að segja til um það á þessu stigi hvort samningur KB-banka og SPRON gangi í gegn að óbreyttum lögum. Það er sparisjóðum í landinu til framdráttar að stjórnun sjálfs- eignarstofnunarinnar sé breytt þannig að það velkist enginn í vafa um hæfi hennar til að taka ákvarð- anir. Eitt er víst, það verður ekkert eins og áður. Við getum ekki tryggt það að sparisjóðirnir verði alltaf til óbreyttri mynd,“ sagði Valgerður. bryndis@frettabladid.is Loðnuveiðar: Aukinn kvóti SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráðu- neytið hefur að tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar aukið heild- arloðnukvóta yfirstandandi ver- tíðar úr 555 þúsund lestum í 635 þúsund lestir. Í tilkynningu frá ráðuneytingu segir að ákvörðunin hafi verið tekin að loknum mælingum Árna Friðriksonar út af Austur- og Norðausturmiðum. Alls mældust í leiðangrinum 780 þúsund lestir af kynþroska loðnu. Miðað er við að 400 þúsund lestir af loðnu verði skildar eftir til hrygningar. Eftir þessa aukningu loðnukvótans er hlutur íslenskra loðnuskipa orð- inn rúmar 497 þúsund lestir á þessari vertíð. ■ Forsvarsmenn SPRON: Vilja ekki tjá sig LAGASETNING Stjórn og stjórnendur SPRON vilja ekki tjá sig um frum- varp viðskiptaráðherra, meðan mál- ið er til umræðu í þinginu. Samkvæmt heimildum telja for- svarsmenn SPRON að frumvarpið beinist klárlega að kaupum KB- banka á SPRON. Í málflutningi við- skiptaráðherra felist einnig viður- kenning á að samningur bankans og SPRON sé löglegur samkvæmt nú- gildandi lögum. Möguleiki er fyrir stjórn SPRON að flýta fundi til þess að samþykkja breytingu SPRON í hlutafélag og innsigla samninginn áður en ný lög taka gildi. Samkvæmt heimildum er enginn vilji fyrir því innan stjórnar að slík leið verði farin. ■ Dánarfregn: Matthías Við- ar Sæmunds- son látinn DÁNARFREGN Matthías Viðar Sæmundsson, dósent við heim- spekideild Háskóla Íslands, lést að kvöldi þriðjudagsins 3. febrú- ar eftir hetjulega baráttu við krabbamein, tæplega fimmtugur að aldri. Hann fæddist í Reykja- vík 23. júní árið 1954. Matthías Viðar hóf störf sem stundakennari við Háskóla Ís- lands að loknu kandídatsprófi í íslenskum bókmenntum. Hann varð lektor í íslenskum bók- menntum 1986 og dósent 1991. Hann var einn afkastamesti fræðimaður Háskólans á sviði hugvísinda og tók virkan þátt í umræðum um sögu, bókmenntir og menningu. Eftir hann liggur fjöldi bóka og ritgerða um til að mynda verk Gunnars Gunnars- sonar og galdra á Íslandi. Matth- ías kom einnig vefritinu kistan.is á laggirnar og vann að ævisögu Héðins Valdimarssonar nánast fram á síðasta dag. ■ BANKAR „Mál þetta hefur sett okk- ur í talsverðan vanda en nú er út- lit á að óvissunni sé eytt,“ segir Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Vélstjóra, um sparisjóðafrumvarp viðskiptaráð- herra sem ætlað er að fyrirbyggja að stærri bankar geti yfirtekið sparisjóðina. Bæði Íslandsbanki og Lands- banki Íslands hafa borið víurnar í Sparisjóð vélstjóra. Hallgrímur segist vera ánægður með frum- varpið og vonast til að það verði að lögum. „Þessi breyting verður af hinu góða með tilliti til þjóðfélagsins. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyr- ir landsbyggðina. Litlu sparisjóð- irnir eiga enga von ef þeir stóru hverfa. Rétt eins og við höfum ævinlega haldið á lofti þá á al- menningur greiða leið að okkur,“ segir Hallgrímur. Hann segir að þegar óvissunni er aflétt muni starfsfólk síns sparisjóðs bretta upp ermar eftir ákveðna kyrrstöðu. „Nú munum við hefjast handa og tökum við til hendinni í mark- aðsmálum og höldum áfram sókn okkar,“ segir Hallgrímur. ■ Rumsfeld segir Íraka hafa ráðið yfir gereyðingarvopnum: Ólíklegt að vopnin hafi ekki verið til RUMSFELD Varnarmálaráðherrann fundaði með forsetanum á mánudag en bar í gær vitni fyrir varnarmálanefnd öldungadeildarinnar. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Tveir bankar báru víurnar í sparisjóðinn. Léttir hjá Sparisjóði vélstjóra: Frumvarpið þjóð- félaginu mikilvægt Lúðvík Bergvinsson: Gagnrýnir ráðherra ALÞINGI Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingunni, gagnrýndi Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þegar umræður fóru fram um sparisjóðafrumvarpið á Alþingi í gær, fyrir að gefa það í skyn í fjöl- miðlum að sparisjóðafrumvarp hans og Einars Odds Kristjáns- sonar bryti í bága við lög, en ráð- herra efast um að skilyrði sem sett er fyrir því að selja hlutabréf fyrstu þrjú árin eftir hlutafélaga- væðingu SPRON standist lög. „Það stendur ekki steinn yfir steini í röksemdafærslu við- skiptaráðherra. Ráðherra hefur ekki áhuga á að taka út ákvæði um að enginn megi fara með meira en 5% atkvæðisrétt, sem Eftirlits- stofnun EFTA hefur gert athuga- semdir við. Mér finnst þetta ekki vandaður málflutningur og tel að viðskiptaráðherra verði að vera með það á hreinu hverju hún er að dylgja að í fjölmiðlum,“ sagði Lúðvík sem þrátt fyrir gagnrýni ráðherra sagðist vonast eftir góðri samvinnu við málið. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum fyrir 10. febrúar þá efast ég um að það markmið náist að verja sparisjóðakerfið.“ ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Viðskiptaráðherra sagði, þegar hún mælti fyrir frumvarpi sem kemur í veg fyrir kaup KB-banka á SPRON, að markmiðið væri ekki að koma í veg fyrir hlutafélagavæðingu sparisjóða, heldur eingöngu að laga þann veikleika sem er í gildandi lögum. Mafíuforingi handtekinn: Skóf af sér fingraförin SAO PAULO, AP Brasilíska lögreglan hefur handtekið mann sem grun- aður er um að vera leiðtogi ítalskra glæpasamtaka. Fabio Franco er eftirlýstur á Ítalíu þar sem hann hefur verið ákærður fyrir morð, peningaþvætti og vopnasmygl. Franco, sem er 39 ára, var handtekinn í hafnarborginni Sao Vicente. Yfirvöld á Ítalíu hafa þegar lagt fram framsalsbeiðni. Franco hafði í fórum sínum falsað vegabréf en á handlegg hans var húðflúr með merki ítölsku glæpa- samtakanna Sacra Corona Unita. Hann hafði reynt að afmá fingra- för sín með því að skafa húðina af fingurgómunum og var enn með blóðugar hendur þegar hann var handtekinn. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.