Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 6
6 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Lögreglufréttir
■ Evrópa
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 68.93 0.04%
Sterlingspund 126.73 0.09%
Dönsk króna 11.61 -0.04%
Evra 86.52 -0.01%
Gengisvísitala krónu 119,00 -0,17%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 394
Velta 4.103 milljónir
ICEX-15 2.348 -0,46%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 323.481
Pharmaco hf. 296.700
Landsbanki Íslands hf. 203.418
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 3,57%
SÍF hf. 1,84%
Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74%
Mesta lækkun
Landsbanki Íslands hf. -2,24%
Medcare Flaga -1,61%
Össur hf -1,30%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.504,1 -0,0%
Nasdaq* 2.036,1 -1,5%
FTSE 4.398,5 0,2%
DAX 4.028,4 -0,7%
NK50 1.329,8 0,0%
S&P* 1.130,9 -0,5%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
Veistusvarið?
1Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sam-þykkt að taka þátt í sex landa fram-
haldsviðræðum í Kína vegna deilunnar
við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun
norðanmanna. Hvað heitir forsætisráð-
herra Norður-Kóreu?
2Hvað heitir nýr lögmaður Færeyinga?
3Hvað heitir söngkonan sem beraðibrjóstið í hálfleiknum á Super Bowl-
leiknum í Bandaríkjunum.
Svörin eru á bls. 38
Harðlínumenn koma til móts við umbótasinna:
Endurskoða hverjir
mega bjóða sig fram
TEHERAN, AP Ali Khamenei, æðsti
ráðamaður klerkastjórnarinnar í
Íran, hefur fyrirskipað endurskoð-
un á þeirri ákvörðun varðmanna-
ráðsins að meina á þriðja þúsund
frambjóðendum að gefa kost á sér í
komandi þingkosningum.
Ákvörðun varðmannaráðsins
hefur valdið einhverri alvarleg-
ustu stjórnarkreppu í seinni tíma
sögu Írans þar sem harðlínumenn
og umbótasinnar hafa tekist
harkalega á. Ríkisstjórn
Mohammads Khatami forseta
hafði neitað að standa fyrir þing-
kosningum nema þeim sem hafði
verið meinað að bjóða sig fram
yrði gefið leyfi til þess. Undir
þetta tóku ríkisstjórar og gáfu til
kynna að harðlínumenn þyrftu að
beita hernum til að sjá til þess að
kosningarnar færu fram að
óbreyttu.
Khamenei fyrirskipaði endur-
skoðunina degi eftir að hann fund-
aði með Khatami. Á fundinum fór
Khatami fram á að kosningunum
yrði frestað en það tók Khamenei
ekki í mál. Talsmaður hans segir
ákvörðunina um endurskoðun
vera afrakstur þessa fundar. ■
Rýrir trúverðug-
leika Íslands
Pétur Blöndal, þingmaður og stjórnarmaður í SPRON, segir sparisjóða-
frumvarp viðskiptaráðherra rýra trúverðugleika Íslands og íslensks fjár-
málamarkaðar. Hann segist munu kalla eftir áliti á bótaskyldu ríkisins.
SPARISJÓÐIR „Ef þetta tekur gildi
óbreytt þá kollvarpar þetta áform-
um um sameiningu SPRON og KB-
banka. Það er því óhjákvæmilegt að
tilkynna riftun samkomulagsins til
kauphallanna, bæði hér heima og í
Svíþjóð. Svo geta
menn velt fyrri
sér hverjar af-
leiðingarnar af
því geta orðið. Ég
er ekki í
nokkrum vafa
um að það rýrir
trú manna á Ís-
land og íslenskan
fjármálamark-
að,“ sagði Pétur Blöndal, alþingis-
maður og stjórnarmaður í SPRON.
Hann segir sérkennilegt að lagt
sé fram frumvarp á Alþingi til að
koma í veg fyrir sameiningu KB-
banka og SPRON. Það veki upp
spurningar um réttarríkið enda
þyrfti trauðla sérstök lög, nema
mönnum væri ljóst að sameiningin
væri í samræmi við núgildandi
landslög.
Fyrsta umræða um frumvarp
viðskiptaráðherra, sem ætlað er að
koma í veg fyrir sameiningu KB-
banka og SPRON hófst á Alþingi í
gær. Pétur Blöndal segir merkilegt
að beitt hafi verið afbrigðum við
þingsköp til að keyra málið í gegn
en stefnt er að því að lögfesta málið
fyrir 10. febrúar. Þann dag hafa
stofnfjáreigendur í SPRON verið
boðaðir til fundar vegna tillögu um
breytingu SPRON í hlutafélag.
„Það liggur í augum uppi, verði
frumvarpið samþykkt, að þá munu
menn ekki breyta sparisjóði í hluta-
félag. Það þýddi að ókunnugt fólk
úti í bæ tæki yfir stjórn hlutafélags-
ins. Þetta er ekkert annað en ríkis-
væðing af verstu tegund. Það má
allt eins fella út úr lögum um fjár-
málafyrirtæki, kaflann um hlutafé-
lagavæðingu sparisjóðanna,“ segir
Pétur Blöndal.
Hann segir að til skoðunar hljóti
að koma hvort ríkið muni með laga-
breytingunni skapa sér bótaábyrgð,
þar sem breytt verði lagaumhverf-
inu sem samningur SPRON og KB-
banka byggir á.
„Það er ekki hægt að heimila
fólki og fyrirtækjum í dag að gera
samninga á grundvelli gildandi laga
og breyta svo lögunum á morgun.
Af þessu hlýst bæði kostnaður og
eignatap. Ég mun óska eftir því að
lögfræðingur komi á fund efna-
hags- og viðskiptanefndar til að
skýra þennan þátt,“ sagði Pétur
Blöndal.
Hann bætir við að áhrifin fyrir
sparisjóðina í landinu verði ugg-
laust þau að samkeppnishæfni þeir-
ra minnki og rýri möguleika þeirra
til að komast af í harðnandi sam-
keppni á fjármálamarkaði.
the@frettabladid.is
HUME HÆTTIR John Hume, fyrr-
um leiðtogi Jafnaðarmanna- og
verkalýðsflokks Norður Írlands,
hyggst ekki sækjast eftir endur-
kjöri til Evrópuþingsins, sökum
bágrar heilsu. Hume helgaði
stjórnmálaferil sinn því að koma
á friði á Norður-Írlandi og hlaut
friðarverðlaun Nóbels ásamt
David Trimble 1998 fyrir friðar-
samkomulagið sem náðist það ár.
2000 BULLUR Í BANN Um 2000
enskum fótboltabullum verður
bannað að ferðast til Portúgal á
Evrópumótið í fótbolta næsta
sumar. Lögreglumenn í dulargervi
verða sendir á staðinn til að bera
kennsl á fótboltabullur sem kunna
að leggja leið sína þangað en alls
er gert ráð fyrir að 200.000 Bretar
fari til Portúgals í sumarfríinu.
Niðurrif við Laugaveg:
Borgar-
fulltrúi vill
upplýsingar
BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon,
borgarfulltrúi F-listans, hefur
óskað eftir upplýsingum um nið-
urrif húsa á
Laugaveginum.
Ólafur segir
dæmi um það að
verið sé að rífa
hús þvert á álit
sérfræðinga sem
komi fram í hús-
verndarskýrslu.
Steinunn Valdís
Óskardsdóttir,
formaður skipu-
lags- og bygging-
arnefndar, hefur hins vegar sagt
að deiliskipulag miðborgarinnar
hafi verið unnið í samvinnu við
sérfræðinga Árbæjarsafns.
Í framhaldi af þessu lagði Ólaf-
ur fram fyrirspurn þar sem hann
spyr: Hvaða hús við Laugaveg og á
miðbæjarsvæðinu hafa verið rifin
eða heimilað að verði rifin, sem áð-
urnefnd húsverndarskýrsla mælir
með að fái að standa? ■
EKIÐ Á GANGANDI VEGFARANDA
Ekið var á sjö ára stúlku á gatna-
mótum Miklubrautar og Löngu-
hlíðar á ellefta tímanum í gær-
morgun. Stúlkan dróst eina þrett-
án metra með bílnum. Stúlkan er
talin hafa slasast minniháttar en
hún var flutt á slysadeild til at-
hugunar.
BYRJAÐ AÐ KVEIKJA SINU Þrisvar
var kallað á lögregluna í Hafnar-
firði vegna sinubruna við Hvaleyr-
arskóla. Lögreglumennirnir fóru
einu sinni á staðinn en eldurinn
slokknaði af sjálfum sér. Í hin
skiptin hafði eldurinn dáið út áður
en lögreglan komst á staðinn.
Fjárfestingarfélagið
Atorka:
Hálfs
milljarðs
viðsnúningur
UPPGJÖR Hagnaður Fjárfestingar-
félagsins Atorku eftir skatt var 404
milljónir samanborið við 138 millj-
óna króna tap árið 2002. Arðsemi
eigin fjár árið 2003 var 16,4%.
Hagnaður Atorku fyrir skatta árið
2003 var 490 milljónir samanborið
við 155 milljón króna tap árið á
2002. Stjórn félagsins mun leggja
til við aðalfund að hluthöfum verði
greiddur arður að fjárhæð 227
milljónir króna eða sem nemur
10% af nafnverði hlutafjár. ■
ÓLAFUR F.
Gagnýnir niðurrif
við Laugaveg.
EKKI HÆGT AÐ BREYTA LEIKREGLUM EFTIR Á
Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og stjórnarmaður í
SPRON, telur nær öruggt að ríkið baki sér bótaskyldu með því að breyta lögum um fjár-
málafyrirtæki eftir á og kollvarpa þar með áformum um sameiningu við KB-banka.
„Þetta er
ekkert annað
en ríkisvæð-
ing af verstu
tegund.
ALI KHAMENEI
Íransleiðtogi fyrirskipaði endurskoðun á
ákvörðun varðmannaráðsins, í annað skipti
á einum mánuði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA