Fréttablaðið - 05.02.2004, Síða 8
8 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Evrópa
Hirð án forseta
„Þarna voru valdastéttirnar sam-
an komnar til að nudda saman
axlapúðum og láta glamra í skart-
gripunum. Þetta var hirðin.“
Lárus Valdimarsson, oddviti Samfylkingar í Ísa-
fjarðarbæ, í Fréttablaðinu 4. febrúar um heima-
stjórnarafmæli sem haldið var á Ísafirði um
miðjan janúar án almennings og forseta Íslands.
Forseti í hnút
„Ég er viss um að hann vilji ekki
að eina framlag hans til þessara
hátíðarhalda sé að vera í hnút er-
lendis, móðgaður út af engu.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið 4. febrúar um mótmæli Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við því að
vera ekki boðaður á ríkisráðsfund.
Löggan og þjálfarinn
„Ég held að þetta hafi farið í
gegnum reikning Sjólistar. Þessi
starfsmaður var aldrei með
ráðningarsamning við Sjólist.“
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari og fyrrver-
andi eigandi fiskútflutningsfyrirtækis, í DV 4.
febrúar um ástæður þess að fiskverkandi hefur
krafist handtöku hans vegna skuldamála.
Orðrétt
Rýma þurfti áhorfendapalla þingsins vegna framíkalla:
Gripið fram í
fyrir Blair
LONDON, AP Fresta þurfti þingfundi í
neðri deild breska þingsins vegna
endurtekinna hrópa af áhorf-
endapöllum. Þegar andstæðingar
innrásar í Írak höfðu fimm sinnum
gripið fram í fyrir Tony Blair for-
sætisráðherra fyrirskipaði forseti
þingsins að hlé skyldi gert á þing-
fundi og áhorfendapallar ruddir.
„Morðingi“ og „hvítþvottur“ voru
meðal þess sem áhorfendur heyrðust
hrópa þegar Blair flutti ræðu um
rannsókn Huttons lávarðar á dauða
vopnasérfræðingsins Davids Kelly,
fréttaflutning BBC og yfirlýsingar
um gereyðingarvopn Íraka.
Brian Jones, vopnasérfræðingur
á eftirlaunum, sagði í The
Independent í gær að háttsettir
embættismenn hefðu hunsað aðvar-
anir eigin sérfræðinga um að upplýs-
ingar sem þeir réðu yfir færðu ekki
sönnur á að Írakar réðu yfir gereyð-
ingarvopnum. Jones var yfirmaður
deildar sem greindi upplýsingar um
slík vopn um það leyti sem því var
haldið fram í umdeildri skýrslu
stjórnvalda að Írakar gætu beitt ger-
eyðingarvopnum með 45 mínútna
fyrirvara. ■
Fuglaflensan:
Fimmtán látnir
BANGKOK, AP Að minnsta kosti
fimmtán manns hafa látist úr
fuglaflensu í Asíu. Um fimmtíu
milljónum kjúklinga hefur verið
slátrað í tíu löndum til að reyna að
hefta útbreiðslu veirunnar.
Fimmtán einstaklingar hafa
smitast í Víetnam og eru ellefu
þeirra látnir. Fjórir hafa látist úr
fuglaflensu í Taílandi. Sjúkdóm-
urinn hefur einnig komið upp í
átta öðrum Asíulöndum en þar
hefur hann þó aðeins lagst á dýr.
Allir sem veikst hafa af
fuglaflensu eru taldir hafa komist
í beina snertingu við sýkta fugla
en sérfræðingar óttast að veiran
muni stökkbreytast og geti þá
borist á milli manna. ■
Lággjaldaflugfélög:
Reglur um
ríkisstyrki
BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hefur hafið
vinnu við reglugerð um hvernig
styrki flugvellir megi veita
lággjaldaflugfélögum. Vinnan
hefst á svipuðum tíma og fram-
kvæmdastjórnin sektar Ryanair
fyrir að brjóta gegn samkeppnis-
lögum sambandsins.
Ryanair þarf að endurgreiða
allt að 400 milljónum króna sem
félagið hafði fengið í styrki frá
belgískum stjórnvöldum til að
fljúga til Charleroi flugvallar.
Styrkurinn fólst í lægri lendingar-
gjöldum, flugvallargjöldum og
styrk til mannaráðninga. ■
HÆKKA OLÍUSKATTA Rússnesk
stjórnvöld hafa ákveðið að auka
skatta á olíufyrirtæki landsins um
andvirði 150–200 milljarða króna.
Olíufélögum hefur lengi verið legið á
hálsi að greiða litla eða enga skatta.
TÁRAFLÓÐ Í KOSOVO Um þúsund
friðargæsluliðar í Kosovo hefja
tveggja daga æfingar í dag þar sem
áherslan verður lögð á eftirlit og
upplýsingaöflun. Æfingunni hefur
verið valið nafnið Táraflóð 2.
VILJA FLÝTA KOSNINGUM Slóvakar
ganga til kosninga 3. apríl um hvort
flýta eigi þingkosningum. Næst á að
kjósa til þings eftir tvö ár en verka-
lýðsfélög hafa krafist þess að kosn-
ingum verði flýtt þar sem breytingar
á eftirlauna- og velferðarkerfi lands-
ins komi illa við marga.
SAKBORNINGUR OG EINN VERJENDA RÆÐA MÁLIN
Einn sakborninga segist hafa ætlað að svíkja samstarfsmenn sína og keypt koffín í stað
amfetamíns.
Koffín í stað
amfetamíns
Fjórir menn sæta málsmeðferð í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi og að hafa ætlað
að flytja inn amfetamín sem reyndist vera koffín.
DÓMSMÁL Meðferð í máli rúmlega
þrítugra tvíbura og tveggja manna
á þrítugsaldri, sem ákærðir eru fyr-
ir innflutning á einu kílói af hassi og
einu kílói af því sem haldið var að
væri amfetamín en reyndist vera
koffín, var í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Tvíburarnir eru líka
ákærðir fyrir innflutning á einu
kílói af amfetamíni.
Samkvæmt framburði mann-
anna var það hugmynd tvíburanna
að flytja inn eitt kíló af amfetamíni
og fengu þeir hina tvo með sér í
verkið. Tvíburarnir höfðu þekk-
ingu á siglingu millilandaskipa
vegna fyrri starfa og átti þekking
þeirra að nýtast við flutningana.
Hinir tveir sáu um að útvega pen-
inga fyrir ferðakostnaði og til efn-
iskaupa. Annar tvíburinn og annar
hinna mannanna fóru saman til
Amsterdam þar sem tvíburinn átti
að sjá um að koma efninu fyrir í
skipi sem siglir til Íslands en hinn
að kaupa efnin. Sá segir það aldrei
hafa verið ætlun sína að kaupa am-
fetamín heldur hass til einkaneyslu
og að hann hafi ætlað að svíkja
samverkamennina með því setja
koffín í poka og segja það vera am-
fetamín. Til tvíburans fór hann
með eitt kíló af hassi og koffínið.
Hann bað tvíburann um að koma
hassinu með í sendinguna, sagði
það gert fyrir mann sem hann
þekkti. Tvíburanum leist illa á það
sem átti að vera amfetamín og seg-
ist hafa hugsað með sér að stela
hassinu á móti því tjóni sem blasti
við vegna hugsanlegs skaða af
kaupum á amfetamíninu.
Hinum tvíburanum var ætlað
að ná í sendingua úr millilanda-
skipinu. Hann sótti pakkana, bæði
þann með koffíninu og hinn með
hassinu. Grunur lék á að tví-
burarnir hefðu áður notað þessa
leið til að koma fíkniefnum til Ís-
lands. Fylgst var með skipinu og
þegar sá sem átti að sækja pakk-
ana kom um borð var hann hand-
tekinn. Hinir í framhaldi af því.
Allir voru þeir hnepptir í gæslu-
varðhald í framhaldi. Í gæsluvarð-
haldinu viðurkenndu tvíburarnir að
hafa áður gert tilraun til að flytja
inn amfetamín. Sá þeirra sem lék
aðalhlutverkið í það sinn fór til
Hollands og keypti eitt kíló af am-
fetamíni, fyrir ónafngreindan
mann, og kom því fyrir í skipi. Hins
vegar þegar kom að því að sækja
efnið segist hann hafa guggnað og
hætt við. Hinn tvíburinn fór einu
sinni til að leita að efninu í skipinu
en án árangurs. Í framhaldi af því
segjast tvíburarnir hafa sætt hótun-
um frá kaupanda amfetamínsins og
þá hafi kviknað hugmynd um að
flytja inn amfetamínið sem síðar
reyndist vera koffín.
Fíkniefnalögreglan fann síðar
amfetamínið í skipinu en það fannst
eftir leit með hjálp leitarhunds. Það
var fyrir tilviljun þar sem verið var
að æfa hunda til leitar að fíkniefn-
um. Allt bendir til að amfetamínið
hafi verið um borð nokkrar ferðir á
milli landa. hrs@frettabladid.is
BLAIR LÍTT BRUGÐIÐ
Þegar gripið var fram í fyrir Blair í fimmta
sinn lét þingforseti ryðja þingpalla.
SAMDRÁTTUR
Aðsókn að veitingastöðum í Kína sem
sérhæfa sig í kjúklingaréttum hefur dregist
verulega saman á undanförnum vikum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA