Fréttablaðið - 05.02.2004, Qupperneq 15
■ Kárahnjúkar
15FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004
KOMDU Í HEIMSÓKN
Sendum
heim
Allar
tegundir
skreytinga
Opið
10-20
virka daga
föstudaga
og
laugardaga
10-21
sunnudaga
11-19
Grænar pottaplöntur
hæð 1 - 1,50 cm
kr 1490
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Stórar rósir
10 stk
kr 1490
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Fallegir túlípanar
10 stk allir litir
kr 990
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Blómabúðin
ÞAR SEM BLÓMIN HLUSTA
GRAND OPENING
Grensásvegur 50, s 581 1330
10%
afslát
tur
ef þú
kem
ur me
ð
þenn
an m
iða
Heimahjúkrunardeilan:
Viðræður við
stéttarfélög
HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsmenn
Heilsugæslunnar eiga nú í viðræð-
um við Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands
til lausnar á yfirstandandi kjaradeilu
við starfsfólk heimahjúkrunar.
Þetta kom fram í viðtali við Guð-
mund Einarsson, forstjóra Heilsu-
gæslunnar.
Rúmlega 40 starfsmenn heima-
hjúkrunar hafa sagt upp störfum
vegna kröfu Heilsugæslunnar um
breytingar á aksturssamningi. Upp-
sagnirnar taka gildi 1. mars næst-
komandi. Guðmundur sagðist vonast
til að deilan yrði leyst fyrir þann
tíma. ■
Sharon áformar að afnema sautján landnemabyggðir:
Nýtur stuðnings
Verkamannaflokksins
JERÚSALEM, AP Verkamannaflokkur-
inn, sem er í stjórnarandstöðu í Ísra-
el, segist ætla að styðja áætlun for-
sætisráðherrans Ariels Sharon um
að rífa niður landnemabyggðir gyð-
inga á Gaza-ströndinni. Þjóðernis-
sinnaðir þingmenn hafa hótað að
fella tillögu Sharons en með stuðn-
ingi Verkamannaflokksins er tryggt
að hún nái fram að ganga á ísraelska
þinginu.
Þrátt fyrir andstöðu íhalds-
samra hægrimanna segist forsæt-
isráðherrann staðráðinn í að
hrinda í framkvæmd áætlun um að
afnema sautján gyðingabyggðir á
Gaza-ströndinni og Vesturbakkan-
um, óháð því hvort friðarsamning-
ar náist við Palestínumenn. Sharon
segist heldur vilja mynda nýja rík-
isstjórn en gefa eftir í þessu máli.
Skoðanakannanir benda ótví-
rætt til þess að ísraelska þjóðin sé
fylgjandi áformum forsætisráð-
herrans enda er mjög kostnaðar-
samt að gæta öryggis íbúa land-
nemabyggðanna. ■
Fjarðabyggð og
Austurbyggð:
Skipa sam-
ráðsnefnd
SVEITARFÉLÖG Fyrirhugað er að
bæjarstjórnir Fjarðabyggðar;
Eskifjörður, Norðfjörður, Reyðar-
fjörður, og Austurbyggðar; Fá-
skrúðsfjörður og Stöðvarfjörður,
skipi nefnd sem hafi það hlutverk
að vinna að framtíðarsýn sveitar-
félaganna tveggja. Horft verði til
sameiginlegra hagsmuna og upp-
byggingu samfélagsins og svæð-
isins í heild. Þetta kemur fram í
samþykkt frá sameiginlegum
fundi forseta bæjarstjórnanna og
bæjarstjóranna í Fjarðabyggð og
Austurbyggð.
Samþykkt var að leggja til við
stjórnir sveitarfélaganna að skipa
sameiginlega nefnd fjögurra
sveitarstjórnarmanna ásamt bæj-
ar- og sveitarstjóra. Nefndin hafi
það hlutverk að vinna að framtíð-
arsýn þessara sveitarfélaga hvað
varðar sameiginlega hagsmuni og
uppbyggingu samfélagsins og
svæðisins í heild. ■
LANDNEMAR
Börn að leik í landnemabyggð gyðinga á
Gaza-ströndinni.
VERSLUN OPNUÐ Smávöruversl-
un hefur verið opnuð í Laugaás-
hverfinu við Kárahnjúka. Verslun
er rekin af Impregilo og undir-
verktakanum Universal Sodhexo.
Í versluninni fæst mjólk, brauð,
ostur, pasta, kex, ferskt græn-
meti og ferskir ávextir, kaffi, te,
gos og tóbak. Þá er hægt að
kaupa kjöt og fisk, sé starfs-
mönnum verslunarinnar gefinn
eins dags fyrirvari.
VINSÆLT ÍTÖLSKUNÁMSKEIÐ Yfir
50 manns sækja nú ítölskunám-
skeið í Kárahnjúkaskóla þar sem
kennd eru undirstöðuatriði í ítöl-
sku máli og málfræði. Í tilkynn-
ingu frá Impregilo segir að um
30 af þessum 50 séu Íslendingar,
en einnig hafi fólk frá Portúgal,
Kína, Pakistan, Indlandi, Nepal,
Frakklandi og Kanada sest á
skólabekk.
NEYÐARVAKT Ákveðið hefur ver-
ið að hafa sólarhringsvakt í
heilsugæslustöð Kárahnjúka-
virkjunar. Fram til þessa hefur
heilsugæslustöðin einungis verið
opin til sjö á kvöldin en nú verð-
ur neyðartilfellum sinnt á kvöld-
in og nóttunni.