Fréttablaðið - 05.02.2004, Page 18
18 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Asía
HÁTÍÐ HJÁ MÚSLÍMUM
Múslímakonur í Dubai í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum fagna hinni íslömsku
hátíð Eid Al Adha sem nú stendur yfir.
Kvikmyndadreifandi:
Tekur Hitler
af sýningu
TÓKÍÓ, AP Japanskur kvikmynda-
dreifandi hefur hætt við að
sýna vatnslitateikningu eftir
Adolf Hitler á kynningu fyrir
nýja bíómynd. Samtök gyðinga
mótmæltu sýningunni harka-
lega, rétt eins og myndinni sem
sýna á. Myndin nefnist Max og
fjallar um listmunasala af
gyðingaættum sem vingast við
Hitler þegar einræðisherrann
upprennandi dreymir enn um
frama sem málari.
„Ákvörðunin um að sýna
vatnslitateikningu eftir Adolf
Hitler er óforskömmuð og aug-
ljós tilraun til að selja
bíómiða,“ sagði Abraham
Cooper hjá Simon Wiesenthal-
stofnuninni. ■
Baráttan skerpist
Kerry styrkti stöðu sína sem sterkasti frambjóðandinn í forkosningum demókrata með sigrum í
fimm af sjö ríkjum. Clark og Edwards unnu hvor sitt ríkið og héldu lífi í baráttu sinni meðan
Dean hélt sig fjarri. Lieberman fékk lítið fylgi og dró framboð sitt til baka.
BANDARÍKIN, AP John Kerry hafði
sigur í fimm af sjö forkosningum
demókrata í fyrrinótt og þeir John
Edwards og Wesley Clark unnu
eitt ríki hvor og héldu þar með lífi
í vonum sínum um að hljóta út-
nefningu Demókrataflokksins
fyrir forsetakosningarnar í haust.
Fyrrum varaforsetaframbjóðand-
inn Joe Lieberman náði hins veg-
ar ekki þeim árangri sem hann
hafði vonast eftir og dró framboð
sitt til baka.
Maðurinn sem fyrir mánuði
síðan naut mests fylgis allra
frambjóðenda, Howard Dean,
lagði litla áherslu á þau sjö ríki
sem kosið var í aðfaranótt mið-
vikudags og uppskar samkvæmt
því, náði mest 16% atkvæða og
bætti fáum kjörmönnum við sig.
John Kerry hefur ástæðu til að
vera bjartsýnn. Fyrir forkosning-
arnar þarsíðustu nótt setti hann
sér þau markmið að tryggja sér
meirihluta kjörmanna í ríkjunum
sjö og verða efstur í helmingi
þeirra eða meira. Hann náði báð-
um markmiðunum og leiðir bar-
áttuna um útnefningu demókrata
um þessar mundir. Hann er þó
fjarri því að vera búinn að tryggja
sér kosningu. Það má frekar segja
að hann sé lagður af stað í barátt-
una, búinn að tryggja sér tíunda
hluta þeirra kjörmanna sem þarf
til að vinna útnefninguna.
Hershöfðinginn Wesley Clark
vann í Oklahoma og John Ed-
wards í Suður-Karólínu. Reyndar
munaði litlu að Edwards þokaði
Clark úr efsta sætinu í Oklahoma,
þar munaði innan við 1.300 at-
kvæðum.
„Dómur kjósenda er ljós,“
sagði Lieberman eftir að niður-
staðan lá fyrir í fyrrinótt. „Nú
þarf ég að taka erfiða en raun-
sæja ákvörðun. Ég hef ákveðið í
nótt að binda enda á framboð mitt
til forseta Bandaríkjanna.“
Lieberman fékk mest fylgi í
Delaware, ellefu prósent sem
dugðu skammt gegn 50% Kerrys.
Nú er þetta bara spurning um
hver verður síðastur eftir í
hringnum gegn Kerry, sagði Steve
Murphy, fyrrum kosningastjóri
Dick Gephardt, sem dró framboð
sitt til baka í síðasta mánuði.
Kosið verður í Maine, Michig-
an og Washington um helgina.
Baráttan í tveimur síðarnefndu
ríkjunum var talin standa milli
Kerry og Dean en þar sem Dean
er fjárvana verður kosningabar-
átta hans með minnsta móti í þess-
um fylkjum. Edwards og Clark
beina sjónum sínum frekar að for-
kosningum í Suðurríkjunum eftir
viku þegar kosið verður í Virginíu
og Tennessee. ■
Fjarskiptakostnaður ríkisins:
Útboð í
skoðun
FJARSKIPTAKOSTNAÐUR Fjarskipta-
kostnaður ráðuneyta og ríkisstofn-
ana í A-hluta nam samtals 1.355,6
milljónum króna árið 2002, að því er
fram kemur í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Ásgeirs Frið-
geirssonar, Samfylkingunni.
Fjarskiptakostnaður ráðuneyta
nam 115,2 milljónum árið 2002.
Í svarinu segir að árangur út-
boða ríkisfyrirtækja á fjarskipta-
kostnaði hafi ekki verið kannaður
sérstaklega en fjarskiptaþjónustan
er ekki útboðsskyld. Fjármálaráðu-
neytið hefur hins vegar beðið Ríkis-
kaup að skilgreina þá þætti sem
hentað gætu til útboðs. ■
SAMKYNHNEIGÐ EKKI SKAÐLEG
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggj-
ast taka samkynhneigð af lista
yfir félagslega óviðunandi kyn-
ferðishegðun sem er skaðleg
æskunni. Þetta þykir sigur fyrir
réttindahópa samkynhneigðra.
Samkynhneigð hefur verið flokk-
uð með hópkynlífi, sifjaspelli og
vændi.
SKIPVERJA SAKNAÐ Tvö skip
sukku á Suður-Kínahafi þegar
mikið óveður gekk yfir svæðið
með margra metra háum öldum.
Einum var bjargað, sex fundust
látnir og fjögurra var saknað eft-
ir að fiskiskip brotnaði í sundur
og sökk. Sjö til viðbótar var sakn-
að eftir að annað fiskiskip sökk.
BIÐST FYRIRGEFNINGAR Faðir
kjarnorkuáætlunar Pakistans bað
Pervez Musharraf forseta afsök-
unar í gær fyrir að hafa látið
Írani, Líbíumenn og Norður-
Kóreustjórn hafa upplýsingar úr
kjarnorkurannsóknum Pakistans.
Hann bað forsetann um að taka
tillit til þjónustu sinnar við landið
og fyrirgefa sér.
LEITAÐ Í RÚSTUNUM
Björgunarmenn leita enn að lífsmarki í
rústum ellefu hæða íbúðablokkar sem
hrundi til grunna á mánudag.
Ellefu hæða hús hrundi:
Tuga enn
saknað
TYRKLAND, AP Tuga er enn saknað
eftir að ellefu hæða íbúðablokk
hrundi til grunna í bænum Konya
í Tyrklandi. Björgunarmenn hafa
fundið að minnsta kosti 22 lík í
rústunum en á fjórða tug manna
hefur verið bjargað á lífi. Óttast
er að allt að 100 manns séu fastir í
rústunum en litlar líkur eru taldar
á því að fleiri muni finnast á lífi.
Þetta er í annað skipti á
skömmum tíma sem íbúðahús
hrynur í Tyrklandi. Recep Tayyip
Erdogan, forsætisráðherra Tyrk-
lands, hefur óskað eftir að bygg-
ingareglugerðir verði hertar
verulega. ■
VERKIÐ UMDEILDA
Teikningin af kirkju heilags Karls í
Vín vakti harðar deilur.
KERRY FAGNAR
John Kerry náði báðum markmiðum sínum í fyrrinótt. Fékk mest fylgi í meirihluta ríkja og meira en helming allra kjörmanna í ríkjunum sjö.
KOSIÐ Í MISSOURI
Margaret L’Ecuyer var meðal þeirra sem fóru á kjörstað í Webster Groves í Missouri. Fylkið
var eitt þriggja þar sem Kerry fékk helming atkvæða.
2.162
kjörmanna
markið
244
121
102
79
25
12
John F. Kerry
Howard Dean
John Edwards
Wesley Clark
Joseph I.
Lieberman
Aðrir
KEPPNIN UM KJÖRMENNINA
4.322 kjörmenn velja forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins á flokksþingi í lok júli.
Til að vinna útnefningu þarf frambjóðandi að afla sér 2.162 kjörmanna.