Fréttablaðið - 05.02.2004, Page 20

Fréttablaðið - 05.02.2004, Page 20
Ég verð að viðurkenna að ég skilhvorki upp né niður í einörðum vilja stjórnmálamanna í öllum flokk- um til að koma í veg fyrir sölu stofn- fjáreigenda SPRON á sparisjóðnum til KB banka. Ég virðist hafa misst af mikilvægi sparisjóðanna fyrir ís- lenskt samfélag. Ég veit að flestir eru sparisjóðirnir hin ágætustu fyr- irtæki en það hefur farið framhjá mér að þeir séu á einhvern eðlislæg- an hátt hafnir yfir viðskiptabankana. Menn hafa bent á mikilvægi nálægð- ar í viðskiptum. Að sparisjóðirnir séu stórar stofnanir í smáum byggðarlögum og því líklegri til að laga þjónustu sína að þörfum íbúa þessara byggðarlaga. Það má vel vera. En þeir eru þá jafnframt of litl- ir til að þjónusta stærri fyrirtæki í þessum byggðakjörnum. Stærstu fyrirtækin í smæstu byggðarlögun- um starfa á landsvísu – jafnvel heimsvísu. Litlir sparisjóðir geta því ekki þjónustað þessi fyrirtæki. Hvað einstaklinga áhrærir getum við íbú- ar höfuðborgarsvæðisins valið um bankaþjónustu og ég sé ekki að við- skiptabankarnir veiti áberandi verri þjónustu en sparisjóðirnir á svæð- inu. Og ég býst við að þeir muni enn efla einstaklingsþjónustu sína nú þegar þeir eru allir komnir úr ríkis- eigu. Þau rök sem hafa verið færð fram um samfélagslegt mikilvægi sparisjóðanna eru því að einhverju leyti táknræn og tilfinningaleg. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum vilja frysta sparisjóðina af virðingu við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegndu á árum áður – fremur en að hlutverk þeirra í dag sé slíkt að aðr- ir geti ekki fyllt skarðið. Þrátt fyrir að viðskiptaráðherra leggi fram frumvarp til verndar sparisjóðunum er auðveldara að skilgreina málið sem menningarlegt en viðskiptalegt; markmiðið er að vernda ákveðin menningarleg verðmæti sem liggja í rekstrarformi sparisjóðanna. Og er furða þótt ég skilji ekki? Ég vissi ekki af því að í rekstrarformi sparisjóðanna lægju slík verðmæti. Hefðum við ekki af sömu ástæðu átt að vernda mjólkurbúðirnar, grá- sleppukarlana á Ægisíðu, flokksblöð- in og alla kaupmennina á hornunum? Þegar ég velti fyrir mér niður- stöðunni af frumvarpi viðskipta- ráðherra verð ég enn meira undr- andi. Mér sýnist frumvarpið í raun snúast um ríkisvæðingu. Sjálfseign- arsjóðir sparisjóðanna eru færðir frá stofnfjáreigendum yfir til stjórnmálamanna; ráðherrans og fulltrúa flokkanna í sveitarstjórn- um. Andúðin gegn sölu sparisjóð- anna til viðskiptabankanna hefur til- finningalega verið keyrð áfram á því að hæft væri að stofnfjáreigend- ur myndu hagnast af því að hafa lagt stofnfé til sjóðanna. Mönnum má hins vegar vel finnast það ósann- gjarnt án þess að flytja vald yfir sjóðunum til stjórnmálaflokkanna. Það held ég að engum þyki góð skipti – nema náttúrlega félögum í þessum flokkum. En það eru einmitt félagar í þessum flokkum sem leggja fram frumvarpið og munu samþykkja það að lokum. ■ Mikið er þrefað um ríkisráðs-fund þann sem haldinn var um helgina. Heilu fréttatímarnir eru undirlagðir af þessum kortérsfundi, hverjir hafi mætt, hverjir ekki og hvers vegna. Í þessu fári hafa menn spurt margra spurninga, en því miður ekki réttu spurninganna,“ skrifar Stefán Pálsson sagnfræðingur á www.murinn.is. Stefán segir að enn eina ferðina „komi það í hlut Múrsins að kenna fjölmiðlafólki að vinna vinnuna sína“. Hér koma nokkrar af þeim spurningum sem Stefán telur að fjölmiðlamenn hefðu átt að spyrja en gerðu ekki. Áleitin spursmál Stefán telur að Halldór Blön- dal, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og Júlíus Hafstein hefðu átt að fá eftirfarandi spurningu: „Í ljósi þess að allir vita að þú hatar Ólaf Ragnar, er það þá ekki hræsni að þykjast vera sár yfir að hann hafi ekki komist í partýið þitt?“ Í ann- an stað telur Stefán einnig að fjöl- miðlafólk hefði átt að spyrja Ólaf Ragnar þessarar spurningar: „Í ljósi þess að þú hatar hálfa ríkis- stjórnina og forsætisráðherra sýnu mest, er það þá ekki hræsni að þykjast vera spældur yfir að hafa ekki þurft að sitja í tuttugu klukkutíma í flugvél til að sitja fyrir á einni ljósmynd með þeim og drekka hálft kampavínsglas?“ Íslenska þjóðin svari Þá vill Stefán einnig að íslenska þjóðin verði spurð áleitinnar spurn- ingar um þetta hér: „Hvernig í ósköpunum á það að geta talist móðgun við þjóðina þótt ein silki- húfan mæti í kokteilboð í staðinn fyrir aðra? Hvenær varð þjóðin síð- ast fojj yfir að það væru ekki nógu margir mektarmenn að skála í einu í Þjóðmenningarhúsinu?“ Og Stef- án telur einnig ástæðu til þess að allir „Gettu betur-nördar landsins“, eins og hann orðar það, verði spurð- ir spurningar sem vissulega hljóm- ar aðkallandi: „Bíddu, hvenær varð 1. febrúar 1904 svona merkilegur dagur í sögu þjóðarinnar? Ókey, 17. júní og 1. desember – en 1. febrú- ar??? – Hafði einhver heyrt minnst á þessa dagsetningu áður?“ Spurning til íþróttadeildar Og að síðustu veltir Stefán Pálsson fyrir sér af hverju Júlíus Hafstein hafi verið valinn til þess að skipuleggja hátíðarnar: „Af hverju í ósköpunum er Júlíus alltaf ráðin þegar á að rigga upp veislum? Hefur hann einhverja dulda hæfileika sem almenningi eru huldir? Veit hann eitthvað sem ekki má koma fram í dags- ljósið?“ Og þá veltir Stefán því einnig fyrir sér af hverju mynda- tökumenn voru ekki sendir til út- landa til þess að taka mynd af for- setanum, sem og utanríkisráð- herranum, á skíðum. Þeirri spurn- ingu er beint til íþróttadeildar Sjónvarpsins: „Af hverju voruð þið ekki með myndatökumann í skíðabrekkunum í Ameríku og Evrópu að ná myndum af Ólafi Ragnari og Halldóri Ásgrímssyni á skíðum? Áramótaskaupinu hefði verið reddað!“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um lög gegn sölu SPRON til KB banka. 20 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ýmsir hafa minnzt HannesarHafstein ráðherra á hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar. Það er að vonum og verðleikum, því að Hannes var glæsilegur og farsæll stjórnmálaforingi og gott skáld. En saga landsins er samt ekki skráð í réttum hlutföllum, nema hinn höfuðleiðtogi þjóðar- innar um alda- mótin 1900, Val- týr Guðmunds- son, fái einnig að njóta sannmælis. Á það hefur vantað fram til þessa, svo sem oft vill verða, því að megin- athyglin í skráðri sögu lands og þjóðar beinist yfirleitt að þeim, sem fara með form- leg völd, frekar en að hinum, sem ryðja veg- inn. Þannig var Valtýr: hann hratt af stað þeirri atburða- rás, sem endaði með heimastjórn árið 1904. Hannes Hafstein átti í raun og veru lítinn hlut að því máli, þótt hann veldist til forustu, þegar til átti að taka. Þessum hluta þjóðarsögunnar er vert að halda til haga. Kjarni Valtýskunnar Í Þáttum úr stjórnmálasögu Ís- lands 1896-1918 segir Þorsteinn Gíslason ritstjóri frá fjölmennri jólaveizlu heima hjá Valtý Guð- mundssyni dósent í Kaupmanna- höfn 1894. Þá hafði hvorki gengið né rekið um langt skeið í stjórn- lagadeilu Íslendinga við dönsku stjórnina. Valtýr var nýseztur á Alþingi og gerði gestum sínum grein fyrir þeim málum, sem hann hugðist þar helzt láta til sín taka. Hann taldi brýnt að gera hlutina í réttri röð: fyrst kæmu framfarir í atvinnuháttum, eink- um samgöngubætur, og síðan kæmi vaxandi velmegun, fólks- fjölgun, gróska í menntun, vísind- um og listum, og loks yxu frelsi og sjálfstæði fram sem ávöxtur af öllu hinu. Í þessum anda hafði Val- týr lagt höfuðáherzlu á lagningu járnbrautar um landið á þinginu sumarið 1894. En nú – þetta var sem sagt um jólin 1894 – sagðist Valtýr ætla sér að leggja megin- áherzlu á stjórnarbætur, því að þær væru lykillinn að verklegum framförum. Hann gerði sér m.ö.o. grein fyrir því, að framfarir út- heimta frelsi og öfugt. Valtýr hélt því fram, að hyggilegt væri að slá af ýtrustu stjórnskipunarkröfum í sjálfstæðisbaráttunni til að skapa frjó skilyrði til framsóknar í sam- göngum og öðrum atvinnuháttum. Valtýr naut sömu sérstöðu og Jón Sigurðsson hafði notið á und- an honum: hann bjó í Kaupmanna- höfn og þekkti vel til þar og var því í góðri aðstöðu til að vega og meta þau kjör, sem Íslendingum buðust, og móta raunhæfar kröf- ur á hendur dönsku stjórninni í stað þeirra ályktana og frum- varpa, sem Alþingi hafði sent frá sér árin á undan og danska stjórn- in hafði jafnharðan og fyrirsjáan- lega hafnað. Þessi málamiðlun – að slá af ströngustu kröfum um stjórnskipuleg formsatriði til að rjúfa kyrrstöðuna í efnahagslífi landsins – þetta var kjarni Val- týskunnar, sem Alþingi gerði að sinni stefnu 1901 eftir sex ára þóf. Valtýr hafði sigrað. Þáttur Hannesar Hafstein Hannes Hafstein var fyrst kjörinn á þing aldamótaárið 1900, ári áður en frumvarp Valtýs náði fram að ganga í þinginu. Hannes skipaði sér í sveit með andstæð- ingum Valtýs, en þeir voru þá frekar sundurleit hjörð. Þarna voru fylgismenn Benedikts Sveinssonar sýslumanns, sem hafði fallið frá árið áður, 1899, þvermóðskir þjóðræknismenn að dómi Valtýs. Þarna voru einnig sex konungkjörnir þingmenn, handgengnir Magnúsi Stephen- sen landshöfðingja, rótgróið íhald eða afturhald. Og þarna voru for- vígismenn kaupfélagshreyfingar- innar, sem var að vaxa úr grasi. Það var skiljanlegt, að Hannes slægist í þennan hóp, því að hann hafði verið landshöfðingjaritari frá 1889 og var því náinn sam- verkamaður Magnúsar lands- höfðingja. Hannes var einnig skjólstæðingur og náfrændi Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra, eins helzta samherja landshöfðingja. Þetta voru kyrr- stöðuöflin, sem Valtýr og sam- herjar hans töldu brýnt að svipta meirihlutavaldi á Alþingi til að búa í haginn fyrir nýja framfara- sókn. Og það tókst: sigur Valtýs á þinginu 1901 var jafnframt ósig- ur Hannesar. En þá gerðist það, að Kristján IX lét til leiðast að skipa vinstri stjórn í Danmörku í stað hægri stjórnarinnar, sem hafði þvertek- ið fyrir heimastjórn á Íslandi. Nýja stjórnin bauð nú Íslending- um heimastjórn að fyrra bragði og stakk – eftir nokkurt þóf, því að andstæðingar Valtýs komu sér ekki saman – upp á Hannesi sem ráðherraefni, úr því að heima- stjórnarkrafa minni hlutans frá 1901 hafði náð fram að ganga. Valtý grunaði, að landshöfðing- inn og menn hans hefðu tekið Hannes fram yfir sig m.a. vegna þess, að þeir töldu Hannes mundu verða þeim auðsveipur á ráðherrastóli. En Hannes rækti starfið vel. Valtýr átti umtals- verðan þátt í þeirri velgengni, því að hann hafði lagt drjúgan skerf til lagningar símans til landsins og stofnunar Íslands- banka, en það voru þau höfuðmál, sem Hannes kom fram í fyrri stjórnartíð sinni 1904-1909. ■ Almenningur.is Hjörtur Hjartarson skrifar: Enginn hefur getað reitt framboðleg rök fyrir því að þing- menn skuli njóta forréttinda til eftirlauna. Skýringin á því að enn var hert á eftirlaunaforréttindum þingmanna og ráðherra í stað þess að afnema þau, er sú staðreynd að flestum er vandi á höndum þegar þeir fjalla um eigin kjör. Allt of margir freistast til að réttlæta forréttindi sjálfum sér til handa þótt engin siðleg rök finnist fyrir því. Þess vegna hafa bæði for- stjórar stórfyrirtækja og alþing- ismenn ratað í ógöngur. Þingmenn og ráðherrar eiga að sitja til borðs með landsmönnum þegar kemur að eftirlaunaréttindum líkt og þeir gera í skólakerfinu, skatt- kerfinu, almannatryggingakerf- inu og heilbrigðisþjónustunni. Eða hvar á að auka forréttindi þeirra næst? Allir þurfa aðhald í störfum sín- um, ekki síst þingmenn. Og það er skylda umbjóðenda þeirra að veita þeim aðhald. Það geta kjósendur gert með því að fara á vefslóðina www.almenningur.is og styðja eft- irfarandi tilmæli: Við mælumst til þess að lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardóm- ara frá 15. desember 2003, verði endurskoðuð. Við endurskoðun lag- anna verði haft að leiðarljósi að al- menningur og kjörnir fulltrúar al- mennings búi í grundvallaratriðum við sömu eftirlaunaréttindi. Forréttindi ganga gegn réttlæt- is- og lýðræðishugmyndum þorra landsmanna, sérstaklega forrétt- indi kjörinna fulltrúa. Þeir sem kjörnir eru til að setja lögin mega hvorki búa sjálfum sér almenn rétt- indi umfram þau sem umbjóðendur þeirra njóta né afmarka almenningi grundvallarréttindi sem þeir sjálfir vilja ekki una við og telja ófull- nægjandi.’’ Að almenningur.is standa ís- lenskir kjósendur en ekki pólitísk samtök eða önnur samtök af nokkru tagi. Engin fjárframlög koma við sögu, aðeins treyst á ábyrgðartil- finningu og framtakssemi sam- borgaranna. Þessi aðgerð mun standa yfir til miðnættis 11. febrú- ar 2004. ■ Að njóta sannmælis■ Bréf til blaðsins Ríkisvæðing sparisjóðanna „Nýja stjórnin bauð nú Íslending- um heima- stjórn að fyrra bragði og stakk - eftir nokkurt þóf, því að and- stæðingar Valtýs komu sér ekki sam- an - upp á Hannesi sem ráðherraefni... 2 vikur í júní - 3 vikur í ágúst. Íslenskir hópstjórar. Skráning daglega í síma 8917576 og erlaara@simnet.is Enskunám í Englandi fyrir 12-16 ára Upplýsingar og myndir á www.simnet.is/erlaara nskunám í Englandi fyrir 12-16 ára Enskuskóli Erlu Ara 2 vikur í júní og 3 vikur í ágúst. Íslenskir hópstjórar. Skráning daglega í síma 8917576 og erlaara@simnet.is ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um heimastjórn eftir 100 ár. Um daginnog veginn RÍKISRÁÐSFUNDURINN Stefán Pálsson múrverji veltir í tengslum við ríkisráðsfundinn umdeilda upp nokkrum mögulegum spurningum, sem ekki hefur verið spurt. Hlerað á Netinu ■ Á Múrnum fer Stefán Pálsson yfir þær spurningar sem hann telur að fjölmiðlar hefðu átt að spyrja vegna heimastjórnarafmælis. Spurningar sem ekki var spurt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.