Fréttablaðið - 05.02.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 05.02.2004, Síða 29
25FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004 SMÁRALIND Sími 517 7007 ÚTSALA NÝJAR VÖRUR 50-70% www.changeofscandinavia.com Samstarf við Madonnu: Áhersla á fantasíu og fegurð Estée Lauder og Madonna hafasamið um samstarf við gerð tónlistarmyndbands við lagið Love Profusion, en samkomulagið felur í sér að Estée Lauder má nota hluta úr myndbandinu í aug- lýsingar á nýju ilmvatni sem ber nafnið Beyond Paradise. Tals- menn Estée Lauder segjast í skýj- unum yfir samstarfinu og því að hægt sé að tengja saman tónlist og ilm með fantasíumyndmáli, þar sem áhersla er á fegurð, töfra- heim vatnsins, blóm og ljósálfa. ■ Vöðvar á réttum stöðum: Horrenglur ekki í tísku Enn á ný berast fréttir af því aðekki sé lengur í tísku að vera grindhoraður og flestar konur hljóta að fagna því. Jennifer Lopez, Britney Spears og Angelina Jolie eru nú engar fitubollur, en þær þykja dæmi um fyrirmyndir sem hafa smá hold á réttum stöðum. Í dag þykir ekki smart að ham- ast á líkamsræktarstöðvum til að losna við sem flest grömm af fitu. Þær sem best fylgjast með reyna að byggja upp vöðva á „réttum stöð- um“, til dæmis brjóst- og rassvöðva. Heilbrigt og hraustlegt útlit virðist því vera málið á kom- andi sumri. ■ Útsölum fer nú að ljúka ogmargar verslanir eru byrjað- ar að taka upp nýjar vörur. Nú eru það vorvörurnar sem koma inn. Mikil litagleði er í tísku þetta vor- ið og eru litirnir, bleikur, græn- blár, gulur og blár vinsælir. Svo dæmi sé tekið eru Vero Moda, Vila og Bianco farnar að taka upp nýjar vörur í Smáralind. Hér á myndunum má sjá sýnishorn af þeim fötum sem þar eru nýkomin í hús. ■ NAOMI CAMPELL Í BRASILÍU Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell í fötum eftir Andre Lima. EINFALT Fyrirsæta í fötum hönnuðarins Alexandre Herchcovitch á tískuvikunni. ÁTTUNDI ÁRATUGURINN Var innblástur hönnuðarins Lourdinha Noyama. Tískuvika í Brasilíu: Venjulegt fólk í fallegum fötum Tískuvikan í Sao Paulo í Brasil-íu er árlegur viðburður sem fer sístækkandi. Atvinnutækifæri blasa við brasilískum hönnuðum sem að sögn þeirra sem fylgjast með málum í Brasilíu gera sitt besta til þess að grípa þau á lofti. 1,5 milljón manns vinna í fataiðn- aði í Brasilíu, sem er sá langstærsti í Suður-Ameríku. Það er stefnan að skapa enn fleiri störf og því litið á tískuvikuna sem kjörið tækifæri til að krækja í kaupendur um allan heim. Hönn- uður voru nokkuð ánægðir með árangurinn – þó stefnt sé á að gera enn betur næst. Víst er að líflegt og fjörugt var á tískuvik- unni. Súperstjörnur eins og Naomi Campell mættu til þess að sýna og Gisela Bundchen leit á heimaslóðirnar og tók þátt í tísku- sýningum. Hinn „venjulegi mað- ur“ var grunnþema vikunnar – en fötin voru samt óvenjulega glæsi- leg. Góð blanda það. ■ Hönnuðir sýna verk sín í Aurum: Kynna erlenda skartgripalist Fjórir erlendir skartgripahönnuð-ir munu sýna verk sín í verslun- inni Aurum í febrúar. Hönnuðirnir eru Nina Bukvic frá Bretlandi, Inni Pärnänen frá Finn- landi, Karina Noyons og Inge Lind- kvist frá Danmörku. Verkefnið er liður í viðleitni Aurum við að kynna Íslendingum samtíma skartgripalist innlenda sem erlenda. Allir þessir hönnuðir eiga það sammerkt að hafa hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja til að vinna að list sinni. Nina Bukvic ríður á vaðið en hennar verk verða til sýnis í sýning- arglugga Aurum frá og með 30. jan- úar til og með 5.febrúar, þá tekur Inni Pärnänen við frá og með 6. febrúar til 12. febrúar og að lokum Karine Noyons og Inge Lindquist frá og með 13. febrúar til 23. febrú- ar. Verk þeirra verða jafnframt til sölu í verslun Aurum. ■ VORLÍNAN Í SKÓTAUI Komin í hillurnar hjá Bianco. VENJULEGAR KONUR Fyrirmynd tískuhönnuðarins Jefferson Kulig – einhverjar athugasemdir? KARINA NOYONS OG INGE LINDQVIST HAFA STARFAÐ SAMAN UM ÁRABIL Líkt og stöllur þeirra hafa þær þegar getið sér gott orð sem listamenn, tekið þátt í fjölda sýninga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Verk þeirra „Wrist Module One“ hlaut Grauballe-viðurkenninguna 2003 og keypt af Danish State Art Foundation og George Jensen Art Foundation. VERK EFTIR NINU BUKVIC Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga í Evrópu, einkum þó í Bretlandi. Hún starfar jafnframt fyrir Barneys í New York, Beverly Hills og Chicago og Electrum Gallery í London, svo eitthvað sé nefnt. Vinnu- aðferðir hennar eru nokkuð óhefðbundn- ar; hún lætur efnið og tæknina ráða för þannig að vinnuferlið sjálft hefur áhrif á endanlega útkomu. VERK INNI PÄRNÄNEN Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja fyrir list sína, m.a. „Special Mention of Gemmological Society og Finland“ árið 2003. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga og haldið einkasýningar, auk kennslustarfa og fyrirlestra. Þrívíð form með breytanleg- um innviðum einkenna verk hennar. Hug- myndin á bak við hlutinn sem og form hans stýra því svo hvernig best er að bera hann. BEYOND PARADISE Nýr ilmur frá Estée Lauder. MIKIL LITAGLEÐI Í VORLÍNUNNI Í Vila er allt að fyllast af nýjum vörum. Útsölum að ljúka: Vorvörur að koma í verslanir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JAKKI FRÁ VERO MODA Úrvalið er mikið þetta vorið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.