Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 32

Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 32
Jón forseti er nafnið sem fram-vegis verður á nýja skemmti- staðnum í Aðalstræti þar sem áður var Vídalín og þar áður Fó- getinn. Staðurinn verður form- lega opnaður undir þessu nýja nafni í kvöld með ýmsum menn- ingarlegum uppákomum. Upphaflega átti staðurinn að heita Hús Silla og Valda, en ekki fékkst samþykki fyrir því hjá ætt- ingjum kaupmannanna. Í staðinn fyrir að leggja út í dómsmál var ákverðið að nefna staðinn eftir þjóðfrelsishetjunni, sem á sínum tíma bjó í þessu elsta húsi bæjar- ins. Kvöldið hefst með upplestri, þar sem ítalski rithöfundurinn Nicola Lecca les upp úr verkum sínum. Hann býr í London og hef- ur aflað sér mikillar virðingar í bókmenntaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Einnig lesa upp úr verkum sínum rithöfundarnir Bjarni Bjarnason, Einar Már Guð- mundsson, Thor Vilhjálmsson, Auður Haralds og Björgúlfur Ólafsson. Að upplestrinum loknum hefj- ast tónleikar með hljómsveitun- um Tenderfoot og Indigo, sem báðar þykja með þeim efnilegri. „Við erum að safna okkur fyrir ferðalagi út fyrir landsteinana í lok mánaðarins,“ segir Gunnar í Tenderfoot. Hljómsveitin ætlar að halda til New York þar sem hún spilar á þremur stöðum, þar á meðal á sögufrægum stað sem heitir Sin-é. „Við erum svolítið spenntir fyrir því að spila á þessum stað,“ segi Gunnar og bætir því við að þar hafi Jeff Buckley verið upp- götvaður. „Þessi ferð skiptir okk- ur ótrúlegu máli.“ Þeir félagar hafa æft stíft að undanförnu, bæði fyrir utanferð- ina og fyrir plötu sem þeir vonast til að koma frá sér fyrir vorið. Það verður fyrsta breiðskífan þeirra, en þeir áttu tvö lög á Sándtékk- disknum sem kom út fyrir jólin. Tenderfoot spilar frekar ný- stárlegt afbrigði af kántrítónlist, sem hefur átt vaxandi fylgi að fagna hér á landi undanfarið. Hljómsveitir eins og Moody Company og Hudson Wayne eru á svipaðri línu, sem og hin unga hljómsveit Indigo sem hitar upp fyrir Tenderfoot í kvöld. Dagskráin á Jóni forseta verð- ur síðan öll á menningarlegu nót- unum, með kvikmyndakvöldi á mánudögum, bókmenntakvöldi á þriðjudögum, leiksýningum á mið- vikudagskvöldum og tónlistar- kvöldum á fimmtudögum. Um helgar verður léttari dagskrá og þá er húsið opið til klukkan þrjú. ■ 28 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 FEBRÚAR Fimmtudagur Sinfóníuhljómsveit Íslands tekurþátt í Myrkum músíkdögum, sem er tónlistarhátíð íslenskra tón- skálda, með því að flytja í kvöld fjögur íslensk tónverk. Þrjú þeirra eru frumflutt, og eru þau eftir Þur- íði Jónsdóttur, Finn Torfa Stefáns- son og Þórð Magnússon, en að auki verður flutt verk eftir Jón Leifs sem nefnist Endurskin úr norðri. Tónleikarnir hefjast á því að hljómsveitin flytur verkið Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur, sem er flautuleikari og hefur verið búsett á Ítalíu frá árinu 1989. Að því búnu verður flutt Hljómsveitarverk VI eftir Finn Torfa Stefánsson, sem byrjaði fer- il sinn sem poppari, gerðist síðan þingmaður en hefur helgað sig tónsmíðum síðustu áratugina. Verk Jóns Leifs verður flutt að loknu hléi, en tónleikunum lýkur á flutningi Sinfóníu, sem er nýtt verk eftir Þórð Magnússon. „Þetta er svona tuttugu mín- útna sinfónískt verk fyrir stóra hljómsveit,“ segir Þórður um verk sitt, sem upphaflega átti reyndar að heita Sinfóníetta og var þá hugsað fyrir kammersveit. „Ég er að spila mikið með and- stæður í þessu verki. Það er ein- hver söguþráður í því, en ég veit ekki alveg hvaða saga það er.“ Þórður segir það henta sér vel að semja fyrir sinfóníuhljómsveit. „Mér finnst það svolítið spenn- andi. Það höfðar til mín að hafa úr svona miklu að moða.“ ■ ■ TÓNLEIKAR FIMMTUDAGINN 5. FEBRÚAR KL. 19:30 MYRKIR MÚSÍKDAGAR NÝTT, FERSKT OG ÍSLENSKT Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Niclas Willén Þuríður Jónsdóttir ::: Flow and Fusion Finnur Torfi Stefánsson ::: Hljómsveitarverk VI Jón Leifs ::: Endurskin úr norðri, op. 40 Þórður Magnússon ::: Sinfonietta LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. des - 22. feb opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Að venju eru stórir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dagskrá Myrkra músíkdaga. Í kvöld flytur hún verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Finn Torfa Stefánsson, Jón Leifs og Þórð Magnússon. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR KL. 20 MYRKIR MÚSÍKDAGAR Raftónleikar - fjölvíðir tónleikar. SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR KL. 20 TÍBRÁ: JOHANN NEPOMUK HUMMEL. KaSa hópurinn. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR KL. 20 HVAÐ ERTU TÓNLIST? Tónlistarnámskeið í umsjón Jónasar Ingimundarsonar. I. Händel / Brahms: Tilbrigði ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR KL. 20 TVÍBLÖÐUNGAR OG PÍANÓ Tónleikaröð kennara Tónl.sk. Kóp. ■ SKEMMTISTAÐIR Sinfónían velur íslenskt ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Afsprengi Satans, Withered og Diminished ætla að keyra upp rosa stuð á Fimmtudagsforleik í Hinu hús- inu. Allir 16 ára og allsgáðir eru vel- komnir.  22.00 Hljómsveitin The 9/11s spil- ar á Grand Rokk.  22.00 Andrea Jónsdóttir þeytir skífum á Ellefunni.  Afmælismánuður Nelly’s byrjar með Polniac-kvöldi Bjarna Tryggva.  Danski tónlistarmaðurinn og skífu- þeytirinn Pyro kokkar ferskt drum ’n’ bass ofan í gesti og gangandi á fasta- kvöldi Breakbeat.is á Kapital. Upphitun verður í höndum þeirra Bjögga, Lella og Tryggva.  Gunni Óla og Einar Ágúst skemmta á Glaumbar til 23, Atli skemmtana- lögga tekur síðan við.  Dúndrandi MTV tónlist á öllum tjöld- um í Dátanum, Akureyri. Dj Andri í búr- inu.  Dúettinn Dralon skemmtir á Ara í Ögri.  Bítlarnir á Hverfisbarnum. ■ ■ FUNDIR  20.00 Æskulýðsstarfs Árna Sigur- jónssonar (1916-1999), sem var til fjölda ára einn aðalburðarásinn í starfi KFUM í Reykjavík, verður minnst á fundi í aðaldeild KFUM að Holtavegi 28.  20.00 Guðrún Helgadóttir rithöf- undur stjórnar umræðum um íslenskrar barnabækur á Bókakaffi á Súfist- anum. Við pall- borðið verða barnabókaverðirnir Sigríður Gunnars- dóttir, bókasafninu á Seltjarnarnesi, Sigríður Matthías- dóttir, bókasafninu á Selfossi, Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafninu, og Ein- ar Falur Ingólfsson ljósmyndari. Áhuga- fólk um íslenskar barnabækur er hvatt til að fjölmenna. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð er með opið hús í safnaðarheimili Háteigskirkju í umsjá sr. Halldórs Reynissonar. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Finn Torfa Stefánsson, Jón Leifs og Þórð Magnússon á Myrkum músíkdögum í Háskólabíói.  21.00 Gítar- tónleikar á Gaukn- um þeir sem fram koma Bubbi, KK, Leo Gillispie, Val- geir Guðjóns, Dan Cassidy, Þorleifur Kristinsson og Hera ásamt leyni- gesti.  21.30 Kvarett söngkonunnar Guð- laugar Drafnar Ólafsdóttur kemur fram í jazztónleikarröðinni á Kaffi List, fimmtudaginn 5. febrúar. Með henni leika Vignir Þór Stefánsson á píanó, Ró- bert Þórhallsson á kontrabassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommur. Aðgangur er ókeypis.  Guðrún Gunnarsdóttir syngur á Hótel Borg. ■ ■ LEIKLIST  19.00 Grease með Birgittu og Jónsa, Selmu og Gunna í Borgarleik- húsinu.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Jón Gabríel Borkmann eftir Henrik Ibsen á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.  21.00 Einleikurinn vinsæli, Selló- fon eftir Björk Jakobsdóttur, er sýndur í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 Sýning á ljóðum Unnar Sól- rúnar Bragadóttur verður opnuð á Café Borg í Kópavogi. Tenderfoot opnar Jón forseta TENDERFOOT Spilar á Jóni forseta í kvöld ásamt hljóm- sveitinni Indigo. Á undan tónleikunum lesa rithöfundar úr verkum sínum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.